Ísfirðingur - 11.12.1991, Qupperneq 13
ÍSFIRÐINGUR
13
„í hlíðina er komið býsna stórt gat og þar liggur leiðin inn í fjallið.
sapian gerð einbreiðra og tví-
breiðra ganga hér. Fram til þessa
hafa fyrst og fremst verið reiknað-
ar stærðir í því dæmi.
GENGIÐ í HAMARINN
Steypusprautun er lokið borun
undirbúin og við göngum í bergið
eins og þursarnir gerðu forðum.
Pað er þó líklega ekki rétta samlík-
ingin því við ökum inn á skúffubíl
sem er alsettur kösturum og lýsir
vel upp göngin. Þau eru annars svo
myrk og eins og gleypa alla birtu,
að illt er að koma við ljósmyndun
svo gagn sé að. Göngin eru ótrú-
lega víðáttumikil. í loftinu liggur
sver stokkur og Björn segir það
vera loftbiástur inn, til að endur-
nýja stöðugt loftið og veitir vafa-
laust ekki af. Nú er ryklaust og
hreint loft. Fljótlega sjáum við Ijós
innar í fjallinu. Bílnum er lagt,
hjálmum hagrætt á höfðinu og við
leggjum land undir stóru stígvélin
í ljósi ennislugtar á hjálmi Björns.
með úðabrúsa hvar útlínur næsta
borsvæðis liggja, markað af rauða
Ijósþræðinum vinstra megin. Við
stjáklum þarna í kring um stund,
fylgjumst með vinnu mannanna og
forðum okkur áður en byrjað er að
bora, en því fylgir ærandi hávaði
að sögn.
„BEINN
OG BRFJÐUR VEGUR“
Ég tek eftir því í bakaleið hve
breið göngin eru og marka það af
því hversu lítið pláss skúffubíllinn
tekur úti undir vegg. Hér á reyndar
eftir að leggja veg, setja skilti út
frá veggjunum og margt fleira er
ógert áður en þetta verður viður-
kennd þjóðbraut. Mér verður
hugsað til margra ferðalaga minna
um Breiðadals- og Botnsheiðar að
vetrarlagi, akandi eða gangandi.
Hér þarf ekki að kvíða snjóflóðum
eða skafbyl. Hér þarf hvorki að
standa í snjómokstri eða ganga
fyrir bílnum vegna blindu. Hér
verður fært allan ársins hring og
hraun. Þetta var „tippurinn",
grjótmulningurinn sem út úr göng-
unum kemur. Björn sagði mér að
keyrt hefði verið ofan á veginn í
dalnum fyrst í haust, og væri það
u.þ.b. hálfnað, en líklega yrði
safnað á tippinn fram undir vorið,
þegar snjóa leysti, en þá á að
byggja veg í Skutulsfirði, frá
Hauganesi yfir að Skipeyri og
styttir það nokkuð leiðina á flug-
völlinn.
Björn Harðarson rýnir í gögn sín.
Þarna eru líka heilmikil mann-
virki, skemmuroggámarogeinnig
allstórt tveggja hæða skrifstofu-
húsnæði að ógleymdum vinnuvél-
um af margvíslegum gerðum. í
hlíðina er komið býsna stórt gat og
þar liggur leiðin inn í fjallið. Jafn-
framt því sem það gladdi hugann
Björn vlð borvagninn.
að sjá þessi áþreifanlegu merki um
langþráðar framkvæmdir varð mér
hugsað til gönguferðar á þessar
slóðir fyrir rúmu ári. Umskiptin
eru gífurleg og tímabundið rask er
mikið. Ég hristi þetta af mér,
minnugur þess að hér verður geng-
ið frá aftur í verklok og hvað sem
öðru líður er jafnfallegt og fyrr að
líta niður Tungudalinn í átt til
bæjarins. Ég staðfesti þetta með
myndatöku af tippnum. Það verð-
ur stórkostleg aðkoma að bænum
hér, hvort heldur er sumar eða
vetur.
UNNIÐ DAG OG NÓTT
Það er verið að ljúka við sem-
entshúðun og stendur til að undir-
búa borun. Við hinkrum á meðan
verið er að skipta um bíl, sprautu-
vagninn fer út og borvagninum er
komið fyrir innst í göngunum. Nú
er búið að bora 400 metra og verk-
ið hefur gengið vel. Björn fræðir
mig um hringrás vinnudagsins í
fjallinu.
Stálið í þessum göngum er um
átta og hálfur metri á breidd og um
átta metra hátt, því alltaf er
sprengt ívíð stærra en hönnunar-
þversniðið segir til um. Með bor-
vagninum eru boraðar % holur,
sem eru 4.5 m langar hver. Bor-
vagninn borar með þremur borum
í einu og holurnar eru síðan hlaðn-
ar sprengiefni jafnóðum á meðan
borað er. Mest hefur verið notað
dýnamit af ýmsum gerðum, en út
við jaðrana er notað vægara
sprengiefni, svokallaðar rör-
hleðslur. Hver hola er 45 mm í
þvermál, en í miðjuna eru svo bor-
aðar fjórar holur, sem eru þrjár
tommur í þvermál. Þær eru ekki
hlaðnar sprengiefni, heldur opnast
fyrstu sprengingarnar inn í þær ef
svo mætti segja, því sprengt er með
samtengdum hætti eftir ákveðnum
reglum, fyrst í miðju og síðan
áfram út til jaðarholanna, sem
sprengdar eru síðast. Borun,
hleðsla og sprengingar taka um
þrjá tíma ef allt gengur vel, síðan
verður að gera smáhlé, á meðan
reykur og eiturgufur hverfa út.
Venjulega fara menn í kaffi á
meðan. Síðan tekur við hreinsun
og útmokstur. Lítil beltavél mokar
á þrjá vörubíla sem aka grjótinu á
tippinn. Þessi þáttur tekur einnig
um þrjá tíma. Næst er svo athugað
hvort þurfi að styrkja bergið og
ennþá hefur í flestum tilvikum
verið sprautað steypu strax á veggi
og í loft. Þá kemur steypubíll
neðan úr Steiniðju með steypu,
sem er úr fljótharðnandi sementi
og blönduð litlum málmflísum,
sem styrkja hana þannig að hér er
Borvagninn er eins og kolkrabbi.
í raun um járnbenta steypu að
ræða. Steypubíllinn hellir steyp-
unni í sérstakan sprautubíl og
steypunni er sprautað. Þetta eru
svokallaðar vinnustyrkingar, um
þriggja sentimetra þykkt lag af
steypu. Þessi þáttur tekur um einn
og hálfan tíma og þá kemur bor-
vagninn aftur inn á stafninn og
byrjar að bora og allt endurtekur
sig.
10 METRAR Á SÓLARHRING
Tímasetningar í framangreindri
lýsingu eru að sjálfsögðu háðar
því að allt gangi eins og það á að
ganga. Þeir sem kunna lögmál
Murphys vita vel að það er síður
en svo gefið. Mest er hægt að Ijúka
þremur umferðum eins og lýst að
framan á sólarhring, en til jafnaðar
hafa skilað sér um tvær og hálf að
undanförnu og þykir góður
gangur;skilarendaum lOmetrum.
Margt getur tafið, bilanir, raf-
magnsleysi og margt fleira, sem
ekki er hægt að sjá fyrir. Unnið er
á vöktum í þrjár vikur, með einum
frídegi í viku, en síðan er 12 daga
frí. Björn sagði að undanfarnar
vikur hefðu klárast 60-65 m á viku
og væru menn mjög ánægðir með
þann árangur, ekki síst miðað við
það hve þversnið ganganna væri
stórt. Áætlanir gerðu ráð fyrir um
50 m á viku. Bergið hefur verið
fremur gott fram að þessu og ekk-
ert óvænt komið upp. Einnig hefur
verið mjöglítið vatn ígöngunum.
Vegagerðin hefur aldrei fyrr
gert svo breið göng og menn eru
stöðugt að læra á þessar nýju að-
stæður, t.d. hversu miklar styrk-
ingar þarf til viðbótar o.fl. Að sögn
Björns skapast við þetta reynsla,
sem gerir menn hæfari til að bera
„HÚMIÐ LJÓSRÁK SKER...“
Örmjór rauður Ijósþráður sker
myrkrið og Björn varar mig við
því að horfa mikið í ljósið. Þetta
er sjálfur áttavitinn. lazergeisli
sem ræður stefnunni inn í fjallið.
Mér dettur rétt í hug að það yrðu
meiriháttar leiðindi ef geislinn
bognaði og göngin mættust ekki
eins og til stæði. En það gerist víst
ekki og þetta verður vafalaust í
lagi.
Eftir stutt ferðalag fer að njóta
birtu frá borvagninum og við erum
komnir að endastálinu. Bergvegg-
urinn er furðu sléttur og mjög lit-
skrúðugur, sem mér er sagt að lýsi
rauðleitum gjallkarga ofarlega í
berglagi. Borvagninn er eins og
kolkrabbi, sem teygir arma sína
fram í átt að stálinu. Borarmarnir
eru enn ekki teknir til starfa en á
einum arminum er karfa á enda-
num og maður í henni. Karfan er
á stöðugri ferð um endastálið, það
er mælt með málbandi og merkt
má sigla „beggja skauta byr.“
Þessari heimsókn er lokið. Ég
fer með Birni niður í „kálfinn"
góða, skila hjálminum og stígvél-
unum, kveð hann og þakka góða
leiðsögn.
Það fer lítið fyrir skúffubílnum í
göngunum.
Þetta er góður draumur og nota-
legt að sjá hann vera að rætast,
sannarlega ljós í myrku svarta-
gallsrausi sem hæst ber þessa dag-
ana um málefni okkar Vestfirð-
inga.