Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.12.1991, Qupperneq 14

Ísfirðingur - 11.12.1991, Qupperneq 14
14 ÍSFIRÐIN GUR Björn Teitsson: Ferð um mið- og suður-Frakkland Páfahöllin í Avignon. Me e e e... Hér verður nokkuð sagt frá sex daga ferð sem ég fór í júnímánuði síðastliðnum frá París suður um Frakkland. Þetta var eins konar fjölskylduferð, þar sem með mér fóru Elín móðir mín, Sigríður syst- ir mín og Eggert maður hennar. Ætlunin var að skoða það sem markverðast væri að sjá í svonefn- du Miðhálendi (Massif central) og í neðanverðum Rhöne-dalnum. Franska eldfjallalandið. Við lögðum af stað þann 13. júní 1991. Snemma dags fórum við frá dvalarstað okkar í París að Orly-flugvelli, sem margir íslend- ingar hafa farið um og er skammt sunnan stórborgarinnar. Þar feng- um við okkur bílaleigubíl af gerð- inni Opel Vectra. Um hádegisbil vorum við svo komin á hraðbraut- ina til Orléans og var unnt að aka allhratt. Ferðin hafði ekki verið undir- búin að því leyti að gististaðir hefðu verið fastákveðnir eða pant- aðir fyrirfram. Þar kom til að við ætluðum ekki að ferðast um mjög troðnar ferðamannaslóðir, og ferðamannavertíðin var þar að auki ekki hafin. í Frakklandi hefst hún yfirleitt seint, því að ágúst er helsti sumarleyfis- og ferðamánuð- ur landsmanna. Við ætluðum að færa okkur þetta í nyt og njóta sumarveðráttu í fögru umhverfi án þess að lenda í miklum troðningi. Eftir að komið var framhjá hinni fornfrægu borg Orléans liggur hraðbrautin um tíma upp með Cher, sem er þverá Leiru, lengsta fljóts Frakklands. Ofurlítið vestan við þessa á hafði á 19. öld aðsetur ein frægasta skáldkona Frakka, Georges Sand, sem var nafntoguð fyrir mikil afköst við ritstörf og skrautleg ástamál. M.a. bjó hún um tíma með tónskáldinu Chopin. Enn eru sumar sveitalífssögur hennar lesnar, en aðrar bækur eftir hana hafa að mestu fallið í gleymsku. Eftir rúmlega 400 kílómetra akstur nokkurn veginn í hásuður frá París komum við að borginni Clermont-Ferrand, sem er laust sunnan við mitt landið. Þar búa um 200 þús. íbúar og þetta er iðn- aðarborg, m.a. eru þar framleiddir hjólbarðar. Einnig er þarna há- skóli og dómkirkja í gotneskum stíl frá 12. öld. Við ókum á svig við borgina til að lenda ekki í umferð- arhnútum, komumst út af hrað- brautinni og fórum nú upp á fjallið Puy-de-Dóme, sem nær upp í 1465 metra hæð yfir sjávarmál og er því ámóta hátt og Hekla. Þarna er eld- fjallaland, því að eftir að farg ís- aldarjökulsins hvarf af þessum slóðum urðu þar eldgos, síðast fyrir líklega um 7000 árum. Það þykir Frökkum mjög merkilegt, en við íslendingar látum okkur auð- vitað fremur fátt um finnast. Eftir að hafa notið útsýnis af fjallinu, en þar uppi var stinnings- vindur, héldum við eftir fremur fáförnum vegum sem lágu um fjalladali. Fjalllendið þarna er um- fangsmeira en maður hafði gert sér grein fyrir, tindarnir teygja sig upp í nærri 1900 metra hæð. Við rætur hæsta fjallsins komum við í dal- verpi, þar sem þorpið Mont-Dore stendur, en þar er að finna þekktar heilsulindir. Um er að ræða volgar uppsprettur, og er mjög mikill kís- ill í vatninu. Þetta tengist auðvitað eldvirkni svæðisins. Um kvöldið fengum við gistingu í Ussel, bæ með um 12 þús. íbúa. Þar var, eins og víða í landinu, að finna við aðal- torgið minnismerki um bæjarbúa sem höfðu fallið í átökum við þýska hernámsliðið í seinni hcimsstyrjöldinni. I þessum bæ höfðu orðið hörð átök. Eins og síðari nætur ferðarinnar gistum við á fremur ódýru gisti- húsi, en hótelin eru stjörnumerkt og yfirleitt auðvelt að finna þau. Boðið er upp á ódýran morgun- verð, að frönskum sið eða megin- landssið, þ.e. kaffi eða te ásamt nýju brauði mcð marmelaði eða sultu. Frœgir hellar. Annan dag ferðarinnar átti einkum að nota til að skoða þekkta hclla, og það tókst með ágætum. Við ókum fyrst í suðvestur um há- lendið og stefndum að Lascaux- helli. Þangað komum við um há- degið og þurftum reyndar að bíða um stund eftir því að ferða- mönnum yrði hleypt niður í jörð- ina. í Ijós kom að okkur var ekki sleppt inn í hinn rétta og sanna helli. Lascaux-hcllir fannst af tilviljun árið 1940 þegar fjórir ungir drengir þóttust vera að leita að földum fjársjóði. Hellisveggirnir og hellis- Ioftin eru skreytt með myndum sem eru einkum af veiðidýrum, m.a. af úruxum, sem áður reikuðu um skóga Evrópu en eru nú löngu útdauðir. Þetta þykja best gerðu hellamálverk í Frakklandi. Þrír mismunandi litir, svartur, rauður og gulur, sem finna má á staðnum, hafa verið notaðir. Miklar deilur hafa staðið meðal fræðimanna um aldur málverkanna, en nú virðast þeir helst hallast að því að þau séu um 15000 ára gömul. Áður töldu flestir að myndirnar væru allt að þrefalt eldri, og má af því sjá, að tímaákvarðanirnar eru torveldar. Ástæðan fyrir því að ferða- mannahópunum er ekki lengur hleypt niður í hinn eiginlega Lascaux-helli (eða -hella, því að hellirinn greinist) er, að andgufan frá öllu fólkinu sem þarna kom fyrst eftir að svæðið varð frægt olli útfellingum á hellisveggjunum og málverkin voru í hættu. Því var búin til með talsverðum tilkostnaði eftirlíking eða gervihellir við hlið rétta hcllisins, og þangað er farið með ferðamannahópana. Hægt var að velja á milli leiðsögumanna, sem töluðu mismunandi tungumál. Ekki ýkja langt frá hellinum er Cro-Magnon, en við þann stað er kenndur Cro-Magnon-maðurinn, nútímamaðurinn, vegna beina- leifa, sem þar fundust. Síðar sama dag fórum við í skoð- unarferð um annan helli, Lacave. Það er dropasteinshellir, mjög til- komumikill. Þar fær maður að sjá hinn raunverulega helli en ekki eftirlíkingu. Farið var með leið- sögumanni í vögnum um þrönga sporbraut, inn í hellinn, og svo var gengið fram og aftur, upp og niður, mörg hundruð metra og horft á það sem fyrir augum bar. Vel heppnuð raflýsing var þarna. Um kvöldið gistum við í bæ sem nefnist Cahors í Lot-fylki. Áin Lot rennur í gegnum bæinn, og ofar- lega á brú yfir ána er að finna fræga lágmynd af djöflinum, og tengist hún þjóðsögu um brúarsmíðina. í þessum bæ fæddist árið 1838 hinn þekkti stjórnmálamaður Léon Gambetta, sem lýsti yfir stofnun 3. franska lýðveldisins í París 1870, flýði svo undan Þjóðverjum í loftbelg, var síðar skamma hríð forsætisráðherra en dó mjög fyrir aldur fram árið 1882. Stytta af hon- um er auðvitað á aðaltorgi bæjar- ins. Heimsókn til fjárbónda. Þriðja daginn ókum við frá Cahors til austurs um landbúnað- arhéruð, sem reyndar eiga við fólksfækkunarvanda að etja eins og íslenska landsbyggðin. Á einum stað þar sem við sáum margt sauð- fé á beit, tókst okkur að ná tali af bónda, Valentin að nafni, og fengum að líta inn í fjárhús hans og hlöðu eftir að hafa útskýrt fyrir honum náin tengsl okkar fjöl- skyldu við íslenskan landbúnað. Bóndinn hafði um 250 fjár, hann færði frá og mjólkaði ærnar með mjaltavélum. Mjólkin fór síðan til ostagerðar. Valentin heyjaði handa kindunum og stóð hey- skapurinn yfir. Ekki löngu eftir að við yfirgáfum bændabýlið komum við fram á barm gljúfurs, sem kennt er við ána Tarn, en hún rennur til vesturs til fljótsins Garonne og svo út í Atlantshaf. Tarn-gljúfrin eru ein hin hrikalegustu og frægustu í Frakklandi. Brattur vegur lá niður í þau, og síðan ókum við á gljúfur- botninum meðfram ánni, sem var ekki vatnsmikil. f henni var fisk að hafa, enda sáum við veiðimenn á bökkunum. Um kvöldið gistum við í mjög litlu þorpi ofarlega í gljúfrunum. Minjar frá dögum Rómverja. Næsta dag var heldur hlýrra veður en áður. Þetta var sunnu- dagur. Við héldum í suðaustur og stefndum að Miðjarðarhafinu, en hvorki ég né móðir mín höfðum komið að því fyrr. Eftir að hafa áð í borg sem heitir Uzés skoðuðum við frægustu rómversku vatns- leiðsluna í Frakklandi, Pont du Gard, sem er 49 metrar á hæð og frá því um Krists burð. Vatnið var þarna leitt yfir árfarveg og þess vegna þurfti að byggja svona háa leiðslu. Sjálf vatnslögnin, sem er auðvitað efst, er vel manngeng, hátt í tveir metrar á hæð og um metri á breidd að jafnaði, að mig minnir, og hefur getað flutt mikið vatn og þjónað stórri borg. Þegar við gengum þar um heyrðum við allt í einu talaða íslensku, og Vatnsleiðslan Pont du Gard frá dögum Rómverja.

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.