Skólablaðið - 01.04.1961, Blaðsíða 4
140 -
asunnanverðum skólaenda hefur
sá flokkur manna bustað sinn, er
5.-X nefnist. Þar er sá staður,
er beztur er meðal manna. Kátt
-------i er þar löngum og skáld mörg.
Þeir hafa ser fyrir kong þann er Sig-
urður Bjarnþór nefnist og er hann kappi
mikill og skáld gott. Hann náði staðn-
um af kettuhóp er þar byggði og er hann
hafði þær sigraðar, skammaði forystu-
kettan hann mjög. Um atburð þenna
kvað Halldór Friðrik :
á gullslegnar álfaborgir vesturhimins
þær borgir, er svífa yfir
dimmbláum vötnum
sem vagga í köldu fangi sér
hálslöngum híðurfuglum
óbyggðanna.
Þau augu á eg
en þeirra augu
sjá mig aldrei
samt fagna óg
nærveru
þeirra.
Verleg vizkukera
vina spjó úr gini
sínu bleki bóka,
beður hristist, feðra
Skáld þá brá upp skildi
skalla, bóka, allar,
synir, bænir sínar
sungu þöndum lungum.
Sá vizkukerafaðir er mest er metinn
í 5. -X heitir Eyþór. Hann hefur skegg
svo fagurt sem fullsprottinn kornakur
bylgjast fyrir sumar golu. Það segja kon-
ur að sé mjúkt sem sólargeisli, en sterkt
sem Gleipnir. Hann er og skáld gott.
Eitthvert sinn er hann fræddi þá um dá-
semdir náttúrunnar kvað hann :
Á þeim stað er bók kennd til vizku,
og kölluð ker vizkunnar. Þar eru læri-
meistarar títt kenndir til bóka, og kall-
aðir feður þeirra. Skammir eru þar
nefndar blek kennaranna.
Kviðlingar og vísur nefnast vöm skalla
eða skjöldur skalla, því Böðvar er sagð-
ur hafa kveðið af sér skallann. Karlar,
aðrir en lærimeistarar, eru þar kallað-
ir synir bókanna.
Gegnt hinum ágæta bústað 5.-X er
kotbær lítill. Þar er gott til kvenna,
og þar byggir völva ein. Þá er Sigurð-
ur Bjarnþor hafði tekið sér þar bólfestu
ásamt liði sínu, gekk völvan út -einn
aptaninn og kvað :
Út
úr blámistraðri rökkurblæjunni
stara tvö dökk augu
þau líta klökk
ó sumargola
ó, sumarblóm
með sól í stöngli
og blöðum.
ó sumarfuglar
með sumarróm.
Ó sumargola.
Það mestu varðar
að ganga hægt
yfir gróður jarðar
með gras í skóm.
En sem hann hafði þetta mælt,
heyrðust skruðningar miklir. Var það
Vigfús, og hafði hann sofnað undir lestr-
inum, en einhver illa innrættur seggur
stolið bókum hans á meðan. Um það
kvað Hafsteinn :
Frh. á bls. 148.