Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1961, Page 7

Skólablaðið - 01.04.1961, Page 7
143 - eGli sínu greinist maöurinn í tvennt, homo sapiens, hver hef- ur yfirhöndina í flestum hans daglegu gerðum, og öðrum þræði villidýr, sem oftast nær blundar í fylgsni hugans, en á þó til að fara á kreik og það svo eftirminnilega, að vesalings homo sapiens er vægðar- laust rifinn í sundur, og jafnvel þó svo fari, að hann sleppi frá þeim hildar- leik með lífsmarki, þá ber hann þess menjar, það hann á eftir af hérvistar- dögum sínum. Þetta villidýr sýnir sig stundum í róttri sköpun, og er það þá einna hættuminnst, en það á einnig til að steypa á sig sauðargærunni, og það er einmitt þá, sem vesalings homo sapiens varar sig ekki. Þegar mann- volan kastar sór ut í óhóflegt svall og óreglu, kemur þessi best'ía til dyranna í sínum hversdagsklæðum, og margir eru þeir, er líta hana illu auga og beina að henni skeytum sínum.og I slíku astandi er hún miklum mun viðráðan- legri en I títt umræddri sauðargæru, hverri nú skal reynt að lýsa lítillega. Strax I frumbernsku er farið að halda að börnum leikföngum, svo sem byssum, boltum, bílum, skipum o.fl. , hvar af tvö þau síðastnefndu eru þau beztu og hverfa þar af leiðandi fyrst úr hugarheimi barnsins, sem uppáhaldsleik- íöng, en byssan, sem er skaðlegt leik- fang og óæskilegt, hverfur ekki fyrr en a 10-12 ára aldri. Öðru máli gegnir um boltann, sem við fyrstu sýn virðist hættulaust og æskilegt leikfang, hann er það leikfang, er fylgir manninum allt frá þeirri stundu, er hann ómálga veltir honum til og frá, til þeirrar stundar, er hann liggur x blóði sínu, lemstraður og stund'.um nár, eftir heillandi "drengilega íþróttakeppni", sem þúsundir hafa fylgzt með af áhuga, Þegar barnið er fært um að ganga og hlaupa, er þyí gefinn fótbolti, sem það leikur sór með, í hópi góðra vina, en títt vill sá leikur enda með orgi, blóðnösum, vonzku, heila- hristingi, eða jafnvel hörmulegu slysi. Á 7-10 ára aldri skeður sá atburður, að barnið er hvatt, ýmist af foreldrum eða vinum, til að ganga I íþróttafélag og læra þar "drengilegan leik". En nú skulum við athuga dálítið upp- eldislegu hlið málsins. Hvert er mark- mið íþróttafélaganna eða hver er fram- kvæmd þeirra? Um allan heim hafa boðorð íþróttahreyfingarinnar þrengt sér, og aðalinntak þeirra er þetta : 1) Þú skalt sigra andstæðing þinn með líkamlegum yfirburðum. 2) Þú skalt vinna að því af allri þinni orku, æfa þig I öllum frístundum þínum. 3) Þú skalt hlýða þjálfara þínum skilyrðislaust, og engan vilja hafa annan en hans. 4) Þú skalt elska náunga þinn,meðan á keppni stendur, sama hvort þú sigrar hann a hlaupum eða slærð hann niður I hnefaleikahringnum. 5) Þú skalt ekki láta ófarir félaga þinna hafa nein áhrif á þig. Þannig hljóðar ritningin sú. Ef við nú athugum "l.boðorð", þá verður það fyrst fyrir, að sigurinn skiptir þar mestu máli. Gamalt íslenzkt máltæki segir : Sá lýgur, sem liggur, sem sagt, það að vinna andstæðinginn með líkam- legum yfirburðum, það er öllu fremra. Þegar stórt ^þjóðfélag elur börn sín upp I þessari tru, er styrjaldir og annar djöfulsskapur ekki nema eðlileg afleiðing af slíkri kórvillu. Og er það ekki dálít- ið athyglisvert, að á 20. öld, sem er há- mark styrjalda og fárs, eru íþróttir í meiri heiðri hafðar en nokkru sinni fyrr. "2. og 3. boðorð" flytja þann boð- skap, að öllum stundum skal varið í þjálfun, aga og hugsunarlausa hlýðni. Afleiðingar : lítill og tómur heili, reflex- kenndar hreyfingar, óheilbrigð stækkun vöðva í útlimum, sem oftast endar I

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.