Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1961, Side 18

Skólablaðið - 01.04.1961, Side 18
- 154 - M miðja átjándu öld taka tón- skáld í Þýzkalandi að semja einsöngslög með píanóundirleik við texta, sem höfðu nokkurt skáldskapargildi. Flest þau tónskáld, sem hafa síðar fengizt við þessa grein tónlistar, hafa verið þýzkumælandi. Textinn skiptir hér meira máli en í öðr- um greinum sönglistar. og er því nauð- synlegt að geta skilið hann sæmilega, ef menn vilja hafa einhverja nautn af söngn- um. Verk flestra þeirra, sem fengust við samningu sönglaga fram að aldamótunum 1800, eru nú gleymd. Mozart samdi Lítið af sönglögum, þekktast þeirra er Das Veilchen við texta Goethes. Er það oft talið fyrsta Ijóðalagið ( Lúed ), sem hefur listrænt gildi, bæði hvað Ijóð og lag áhrærir. Beethoven samdi nokkur sönglög, en flest eru þau lítið sungin nú. Er það miður, þar sem þau eru samin af mikilli snilld. Ljóðaflokkurinn An die fe rne geliebte nýtur þó mikilla vinsælda. Franz Schubert ( 1797-1828 ) var einna fyrstur til að semja sönglög í stórum stíl. Hann mun hafa samið um 600 lög. Eru þau mjög fjölbreytt, en mörg þeirra bera þess merki, að þau eru samin í flýti. Textarnir, sem hann valdi, eru mjög misjafnir að gæðum. Ljóðskáld eins og Wilhelm Muller og Rellstab vseru án efa löngu gleymd, hefði Schubert ekki samið lög við texta þeirra. Tvo Ijóðalagaflokka, Die schöne Mullerin og Winterreise samdi hann við ljóð Wilhelms Muller. Die schöne Mullerin er til skiptis gáskafullt og tregaþrungið, en yfir Winterreise er þunglyndislegur, rómantískur blær. Schwanengesang við texta Rellstabs, Heines og Seidls var gef- ið út að honum látnum. Ekki er mikill heildarsvipur yfir verkinu, þar sem ljóða- höfundar eru þrír og allir ólíkir. Lögin við ljóð Heines úr Schwanengesang eru talin með beztu verkum hans. Aukþessa samdi Schubert fjölda smáLaga, m.a. við Ljóð Goethes. Einna þekktust þeirra eru Der ErLkönig, Heidenröslein og Der Musensohn. TÓnskáLdin CarL Loewe, Robert Franz og Peter Cornelius störfuðu um miðbik 19. aldar. Loewe er þekktur fyrir Lög við söguLjóð ( BaLLaden ), Franz samdi sönglög í rómantískum stíl og varð fyrir miklum áhrifum frá kirkjutónlist og Cornelius samdi sérkennileg söngLög og sönglagafLokka við trúarLjóð. Robert Schumann ( 1810-1856 ) samdi flest sín sönglö^ 1840-1841. Hann fór ekki troðnar sloðir í söngLögum sínum. Hann gekk mjög veL frá píanóundirleiknum og oft getur undirLeikurinn skipt jafn mikLu máli og lagLínan, t. d. í Laginu Der Nussbaum. Smekkur hans á Ljóðlist var nákvæmur og öruggur, hann notar texta nýrómantískra skálda eins og Heines, Chamissos, Ruckerts, GeibeLs og Eichen- dorffs. Ljóð og Lag eru yfirleitt í fyLLsta samræmi hvert við annað. Ljóðalaga- flokkinn DichterLiebe samdi hann við texta Heines. Viðkvæmni tónskáidsins, harmur, gleði og ást, koma þar greini- Lega I Ljós. Liederkreis samdi hann við texta Eichendorffs. Það er mjög vandað verk, en nokkuð tormelt. Frauenliebe und -Leben við texta Chamissos er oft talið meðal beztu verka hans. Auk

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.