Skólablaðið - 01.04.1961, Page 19
155 -
þessara verka samdi hann fjölda smálaga,
t. d. Die beiden Grenadiere og Der Nuss-
baum.
Johannes Brahms ( 1833-1897 ) var
fastheldinn á gamlar venjur í tonlist.
Samdi fjölda sönglaga í hefðbundnum stíl,
en þrátt fyrir það er hann frumlegur
listamaSur, sem hefur ávallt nýjan boð-
skap að flytja. Samband söngraddar og
undirspils er einfaldara en tíðkast með
samtíðarmönnum hans. Mörg sönglög
hans bera svipmót þjóðlagsins, eins og
Da unten im Tale, Och modr ich well en
Ding han, Vergeblich.es Stándchen og
Guten Abend, Gute Nacht. Síðustu söng-
lög hans, Vier ernste Gesánge, eru talin
með stórkostlegustu og háleitustu söng-
lögum.
Austurríldsm'aðurinn Hugo Wolf (1860-
1903) var mikill aðdáanai Wagners. Hann
var lengi tónlistargagnrýnandi og reðst
harkalega á Brahms. Hann samdi fjölda
smálaga á tímabilinu 1888-1897, en hann
sturlaðist’þá.Textahöfundar við Ijóð hans
voru Edouard Mörike, Eichendorff og
Goethe. Einnig notaði hann þýðingar
Pauls Heyse og Emmanuels Geibel úr
ítölsku og spænsku. Wolf vandar verk
sín mjög og leggur mikla áherzlu á þátt
undirleiksins og losar hann alveg ur
tengslum við laglínuna. Fyllsta sam-
ræmi er jafnan milli Ijóðs og lags. Lög
hans við ljóð Mörikes eru glettin og
gáskafull og bua yfir mjög lýriskum blæ.
Lögin við Ijóð Eichendorffs eru viðkvæm
og rómantísk en lögin við texta Goethes
eru stórbrotin og tormelt. Af lögum við
Ijóð Mörikes má nefna Der Gártner,
Fussreise, Elfenlied og Mausfallen-
Spruchlein, við Ijóð Eichendorffs Ver-
schwiegene Liebe og við texta Goethes
Prometheus, Harfenspieler, Wandrers
Nachtlied og Grenzen der Menschheit.
Einnig má nefna Richard Strauss,
Hans Pfitzner, Gustav Mahler og Othmar
Schoeck, sem allir fengust við þessa teg-
und tónlistar.
Vona óg, að einhverjir hafi fengið
áhuga á ljóðasöng við lestur greinarkorns
þessa, svo að þeir vilji kynna sér hann,
enda þótt plötusafnið eigi ekki eina ein-
ustu plötu með Ijóðasöng, hvernig svo
sem á því stendur.
Baldur Sxmonarson.
VERÐI LJÓS, frh. af bls. 15?.
leiðandi ekki vænlegt til árangurs. Getur
nokkur með góðri samvizku kallað þetta
jafnrétti? Undirlægjuháttur kvenfólksins
og meðfætt sjálfstraust karlmannanna
hjálpast að við að breikka það djúp, sem
alltaf hefur verið á milli kynjanna og
mun verða, á meðan óbreytt ástand varir.
Enginn skyldi ætla, að ég sé á móti
karlmönnum, þvert á móti finnst mér þeir
dásamlegir, flestir hverjir. En þar fyrir
þurfum við þó ekki að skxíða í duftinu fyr-
ir þeim, því þeir eru bara mannlegir, eins
og við. Við verðum að gægjast út undan
brekánshornihui, gera heiðarlega tilraun
til að auðga andann og öðlast karlmannlegt
sjálfstraust. Það þarf enginn að segja
mér, að kveníólk sé ekki gætt jafnmiklum
gáfum og hæfileikurn og karlmenn, við
þurfum aðeins að brjóta af okkur margra
alda ok. Hvers vegna skyldum við endi-
lega vera dæmdar til að tjóðrast við upp-
þvottabala og barnableyjur ? Hvað réttlætir
þá hefð, að konan vinni skítverkin á heim-
ilinu? Við höfum fullan rétt á að njóta
hæfileika okkar til jafns við karlmenn.
Þetta skulum við hafa í huga og reyna að
breyta samkvæmt því, en það getum við
aðeins með því að hætta að tigna karlmenn,
en líta fremur á þá sem félaga, sem unnt
er að læra heilmikið af.
Það er svo margt, sem gefur lífinu
gildi, annað en falleg föt og strákar. Til
dæmis er bæði skemmtilegt og nauðsynlegt
að fylgjast eitthvað með stjórnmálum,
vandamálum samtíðarinnar, bókmenntum,
listum, heimspekikenningum o. s.frv.
Þegar þið farið að kynna ykkur þetta, hljót-
ið þið að finna, hve innantómt og leiðinlegt
hjal ykkar er. f menntastofnur ins og
skólanum okkar á að ríkja andi menningar
og vísdóms, en ekki eingöngu ilmur ungra
meyja, sem eru kannski eyðimerkur hið
innra. Þar eiga ekki að fara fram kapp-
ræður um snyrtivörur og fatnað, heldur
menningarmal.
Ó, konur, rísið upp ! Megi Ijós kvikna
í hverju sálarskoti hverrar ungmeyjar,
sem stígur inn um hinar Brúnu Dyr, megi
hún þroskast jafnt andlega sem líkamlega
meðan á dvöl hennar hér stendur. Ég veit,
að þessi mín hjáróma örvæntingaróp duga
ekki til að opna augu ykkar, kæru skólasyst-
ur. En e.t.v. verka þau sem olnbogaskot í
síðu einhverrar blundandi kvenréttindakon-
unnar og hafa þá ekki til einskis verið nið-
ur páruð.