Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1961, Side 21

Skólablaðið - 01.04.1961, Side 21
- 157 - 0AÐ var einn sólbjartan sumar- dag í ágústmánuði síðastliðn- um, að Solfaxi, flugvél Flug- félags íslands, hóf sig á loft --------- af Reykjavíkurflugvelli. Förinni var heitið til Rómaborgar. f flugvélinni voru nær eingöngu fslend- ingar, sem höfðu margir hverjir eigi farið út fyrir landsteinana áður, og var ég, í hópi þeirra. Eftirvænting og gleði skein úr hverju andliti, allir hugsuðu til hins sólríka lands í suðri, Ítalíu, þar sem þeir höfðu í hyggju að dveljast næstu þrjár vikur, og hugðu margir gott til glóðarinnar. Fyrst er flogið yfir Reykjanes, en síðan er stefnt í suðaustur. Von bráðar hverfur fsland sjónum okkar. Fyrir neð- an er sólgyllt hafið svo langt sem augað eygir. Stöku sinnum verða hvítir skýja- bólstrar á vegi okkar, en þeir hverfa jafnskjótt sem dögg fyrir sólu. Við greinum stundum skip, sem sigla eftir haffletinum. Brátt koma smáeyjar og eyjaþyrpingar í Ijós. Við nálgumst Skot- land, nyrzta hluta Englands. Fyrirhugað er að fljúga suður yfir landinu. En ský byrgja alla útsýn. Öðru hverju glyttir þó í akurlendi og búgarða á milli skýj- anna. Ermasund kemur í Ijós, þá tekur Frakkland við. Skýjafar er, en heið- ríkja er sunnar dregur. Við virðum fyr- ir okkur fegurð landsins. Skóglendi og ræktuð jörð skiptast á. Landið verður hæðótt, og fjöll eru á vinstri hönd. Sum þeirra eru vaxin skógi, sem teygir sig langt upp eftir htíðunum. Það skyggir óðum. Gullnum roða slær á Miðjarðar- hafið í skini kvöldsólarinnar, og skugg- arnir færast æ lengra yfir Korsíku, eyjuna, sem Napoleon fæddist á fyrrum. Það er komið niðamyrkur, er við fljúg- um yfir Romaborg, en ljósadýrð borg- arinnar er undurfögur og ljsir í öllum regnbogans litum, er flugvelin lendir á flugvellinum. Rómaborg er höfuðborg ftalíu. Þar búa r.ú rúmar tvær milljónir íbúa. Romaborg hefur verið kölluð "borgin eilífa". Þar er minnsta ríki veraldar, Páfaríkið. Borgin var áður fyrr höfuð- borg hins rómverska heimsveldis og vagga menningarinnar í margar aldir. Þar voru saman komin mikil auðæfi. Frá blómatíma borgarinnar eru varð- veittar ýmsar sögulegar minjar. Má þar nefna Colosseo, sem var stórt hring- leikahús, og Forum Romanum, sem var aðaltorgið. Þa má nefna Katakomburn- ar, sem hafa varðveitzt frá þeim tímum, er kristnir menn voru ofsóttir. Péturs- kirkjan er frægasta bygging borgarinnar. Þar ræður páfinn ríkjum. Rómverjar eru alúðlegir í viðmóti, þeir eru glað- værir og söngelskir, en stundum nokkuð bráðlyndir og þá um leið fljótmæltir. Borgin iðar af lífi, ferðamenn streyma til borgarinnar. Bifreiðar J)jóta eftir strætunum. Flugvélar frá ymsum lönd- um setjast og hefja sig til flugs. Yínber, bananar, melónur, j>erur og aðrir suð- rænir ávextir eru a boðstólum. Upp- skerutími er hafinn. Um þessar mundir voru ólympíu- leikarnir haldnir I Romaborg. ítalir höfðu reist mörg glæsileg íþróttamann- virki, og munu þau standa um ókomin ár og bera framtakssemi þeirra vitni. Setningarathöfnin fór fram hinn 25.ágúst I góðu veðri. Fánar þátttökuþjóða blöktu á hinum veglega Ólympíuleikvangi, þar sem hundrað þúsund manns höfðu safn- azt saman. Setningarathöfnin hófst með þvl, að hljómsveit lék Italska þjóðsöng- inn. fþróttamenn gengu fylktu liði inn á leikvanginn undir fánum þjóða sinna og skipuðu sér I raðir á leikvanginum. Forseti Ítalíu flutti stutt ávarp og lýsti yfir opnun leikanna. ftalski kringlukast- arinn Consolini sór ólympíska eiðinn fyr- ir hönd keppenda. Þúsundum dúfna var sleppt lausum og flögruðu þær um stund yfir leikvanginum. Rétt á eftir var skot- ið af fallbyssum, svo að allir hrukku við.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.