Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1961, Síða 22

Skólablaðið - 01.04.1961, Síða 22
SPJALLARINN, frh. af bls. 162. er í blaðið rita, er frarr líða stundir. Að endingu skal þess getið , að Skólablaðið tekur alltaf við efni, sem skrifað er af sæmilegri domgreind. Þorkell Helga on Ungur ítalskur hlaupari hljóp einn hring á vellinum og tendraði því næst hinn olympíska eld. Síðan gengu íþróttamenn ut af vellinum. Hiti var mikill fyrstu daga keppninnar, allt að fjörutíu stigum í forsælu, og þótti mörgum nóg um. Keppni var hörð í flestum greinum íþrótta. Nýir afreks- menn koma fram á sjónar- sviðið, en frægir íþróttamenn lúta oft í lægra haldi, stundum öllum á óvart. Einna minnis- stæðust var mér keppni í lang- stökki, spretthlaupum og há- stökki. Úrslit í hnefaleikum eru mér og minnisstæð. Þau fóru fram í glæsilegri hring- laga íþróttahöll, sem var þétt- skipuð ahorfendum, mestmegn- is ftölum. ftalir báru sigur úr býtum í þremur þyngdar- flokkum. Þegar ítalski þjóð- söngurinn var leikinn, tóku allir undir, og hef ég aldrei heyrt tilkomumeiri söng. Þá bar einnig svo við, að þeim þótti dómarar halla réttu máli, og vildu ekki una úrskurði þeirra. Blístruðu landsmenn og púuðu samfleytt í nokkrar mínútur, svo að ekki heyrðist mannsins mál, og kafnaði þjóðsöngur sigurvegarans í þessum ærandi hávaða. Olympíuleikunum var svo slitið hinn 11. september við hátíðlega athöfn. Nú líður óðum að ferðarlokum. Hver og einn notar tímann til að sjá hið mark- verðasta í borginni. Við förum í Péturskirkjuna, stærstu kirkju kristinna manna. Þar er dýrlegt um að litast. Þar getur að líta mörg fögur líkneski. Veggir og loft eru prýdd helgimyndum, og áletranir eru víða. Golfin eru af marmara Það er furðulegt, að unnt skuli vera að flétta saman svo mörgum listaverkum á einn stað. Það er sannarlega aðdáunarvert, enda miklu til kostað. Við förum upp í turn kirkjunnar og virðum borgina fyrir okkur. Síðan er borgin kvödd, og við fljúgum heimleiðis. Hin fornfræga Rómaborg hverfur sjónum okkar. J Ö Þ Baldur Símonarson.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.