Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1961, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.04.1961, Blaðsíða 25
-161 - .BÖÐVAR GUÐMUNDS.SON, scriba scholaris. NGAR sagnir fara af Böðvari, fyrr en hann fæddist, en það gerði hann í ársbyrjun 1939. Þotti honum vissara að gera það uppi í sveit, og kom hann niður á bæ þeim I Hvítársíðu, er Kirkju- bol heitir. Ekki er þess getið, að nokkur jar- teikn hafi átt sér stað eins og oft, þá er merkisatburðir gerast. En það rýrir í engu gildi þessa atburðar fyrir alla mannkind, heldur sýnir það, hversu mikla vinnu himingoð lögðu í þetta svein- barn, að þau höfðu ekki tíma til neinna jarðraska. Kynstor er Böðvar mjög og sækir það m.a. til síra Snorra hins sterka á Husafelli og Juða þess, sem Danir sendu til að berja buskaparháttu inn í íslend- inga með ofannefndum árangri. Sveinninn ox nú úr svo storu grasi, að þrevetra var hann stór sem sexvetra sveinar og mannvænlegur eftir því enda alinn upp á hákarli og brennivíni. Snemma var hann hafður fyrir rektor þ.e.a. s. kúarektor og rak storgripi í haga, en gaf smákálfum skol í dalli heima á túni. Voru það fyrstu heim- dellingarnir, sem bauluðu að Böðvari. Þotti honum þeir sér lítt samboðnir. Verður nú að fara hratt yfir stór- brotna sögu. Sá tími kom, að strákur skyldi barinn til bókar og verða skrif- ari, en sú staða var álitin ^öfgust í sveitum í þá daga. Um skolagöngu var ekki að ræða, því að Böðvar var álitinn höfðingi svo mikill, að kennarar gerðu sér ferð á hans fund. Var kennarastað- an af þessu vinsæl mjög, einkum með konum. Af þessum orsökum tók hann að þykkna mjög undir belti, svo að sum- ir spáðu því, að hann yrði heildsali. Oftla reið hann um hérað eins og hetja er siður, og orti þá mansöngva til hinna barmafögru Borgarfjarðardrósa. Létu bændur það í fyrstu afskiptalaust, unz þeim þótti hann heldur á^jarn og vildu forða dætrum sínum fra ráðspjöll- um, þar sem sveinninn og var haldinn vinstri villu. Böðvar svaraði þeim með ákvæðavísum, sem höfðu þau ahrif, að bændur sáu sitt óvænna og létu hann hafa, hvað hann vildi. Hofst nú blóma- tími mikill, sem hann enn býr að, að minnsta kosti í draumi. Böðvar gerðist nú gelgjuskeiðari og fór í læri í Reykholt. Þotti hann þar brátt einn öllu ráða og var dýrkaður sem guð, enda var þetta áður en persónu- dýrkunin var fordæmd. Krafðist hann þess, að Snorri skyldi settur ofan, en stytta af sér sett í staðinn. Þótt undar- legt megi virðast var þessari kröfu hans eigi sinnt. Á sumrin stundaði hann sjó- inn og lagðist í víking. Barði hann þá á danskinum með slíkum ágætum, að hann var landrækur ger úr öllu danaveldi. Brátt kom sá tími, að hann skyldi heyja hið margfræga landspróf. Svaraði hann þvx í kviðlingum og hafði að háði og spotti með þeim afleiðingum, að hon- um var meinuð vist að Scholam Reykja- vicensem um ár. Ekki lét hann þetta á sig fá, heldur beit í neglur sér og þreytti það ári seinna. Eftir það gerðist hann þorpari og fluttist til Hafnarfjarð- ar, hvar hann búið hefur síðan með þeim afleiðingum, að tvívegis hefur verið tek- inn úr honum botnlanginn. Hann er því daglegur gestur í Hafnarfjarðarstrætó.og njóta framkoma hans og talandi þar sér- stakrar hylli, einkum er hann lætur sér grön gróa, því að hann er skeggræðinn mjög. Gera margir sér ferð til þess eins að sjá hann og heyra. Stundum bregður Böðvar á leik og ferðast á fær-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.