Skólablaðið - 01.04.1961, Side 27
163 -
PPSPFETTA allrar evropskar
tónlistarmenningar er hinn
forni, einraddaöi messusöngur,
sem upphaflega var sunginn
við guðsþjónustur kristna, rom-
verska safnaöarins. Söngur þessi hefur
myndazt ur ólíkum efnivið, annars vegar
söng Gyöinga og hins vegar úr grísk-
rómverskri tónlist. Söngur Gyðinga, eCa
öllu heldur söngles, byggist að mestu
leyti á einum tóni, eins konar taltóni,
sem laglínan sveigist um. Um tónlist
Grikkja vitum við mjög lítið, en þaðan
eru komnar hinar fornu kirkjutóntegundir,
sem notaðar voru eingöngu fram á sext-
ándu öld.
Sá, sem fyrstur er talinn hafa endur-
bætt messusönginn, er Ambrosíus biskup
í Mílanó, sem var uppi á 4. öld, en það
var þó ekki fyrr en um aldamótin 600,
sem sameiginlegur messusöngur fyrir
hina rómversku kirkju var tekinn saman.
Það mun hafa verið Gregor mikli, sem
lét þá safna saman og skrá gömul kirkju-
lög og skipuleggja kirkjusöng þann, sem
síðar var nefndur gregoríanskur tíða-
söngur.
Þessi tíðasöngur er einraddaður og
án undirleiks og fer því ekki eftir nein-
um hljómfræðireglum. Hann er mjög
sérkennilegur og býr yfir þróttmikilli
F®fr Kirjgu sohgup
fegurð.
Um tónskáld þessa tíma vitum við að
sjálfsögðu ekkert. Þeir menn, sem hafa
skapað þessi sérstæðu listaverk, hefðu
vafalaust ekki skilið orðið "tónskáld",
þeir hafa litið a sig sem handverksmenn
og unnið sín störf eins og kirkjuhöfðingj-
arnir ætluðust til af þeim.
Upphaf margröddunar er mjög móðu
hulið. Tvíraddaður söngur hefur upphaf-
lega aðeins hreyfzt í samstígun, tónbilum,
og kemur fram sem kirkjusöngur á 9. -
10. öld. Þennan söng vantar þó aðalein-
kenni fjölraddaðs söngs, spennu milli
raddanna, enda kemur fljótlega í ljós ný
mynd margröddunar, sem byggist á því,
að neðri röddin flytur aðallagið, en efri
röddin er "impróvíseruð".
í lok tólftu aldar verður París höf-
uðborg tónlistarinnar. Þar nær hinn
samstígi söngur fullkomnun og ný form
ryðja sér rúms. Aðalsönghættir eru
svonefndur "conductus" og "mótetta".
í mótettunni flytur neðsta röddin eitthvað
kirkjulegt lag og texta, en yfirraddirnar
eru búnar til eftirbeztu getu og syngja
yfirleitt allt aðra texta, oft mjög verald-
lega.
14. öldin olli byltingu í margröddun.
Áhugi vaknaði á alþýðlegri tónlist og
notkun hljóðfæra. Franski farandsongur-
inn og ítalska endurreisnarhreyfingin
höfðu mikil áhrif á kirkjutónlistina.
Stefna þessi var "rómantískari" en eldri
tónlist, og ný söngform kveða sér hljóðs
svo sem dansljóð, hjarðsöngvar o. s.frv.
Einkennandi fyrir þennan söng er, að lag-
línan er nú oftast í efstu röddinni.
Þessi nýja stefna, "ars nova", hafði
mikil áhrif á messusönginn. Nýir og
ferskir hljómar hófu innreið sína í kirkj-
urnar og lög og raddfærsla urðu fjöl-
skrúðugri. Um þetta leyti sat páfinn í
Avignon, svo að frönsk áhrif áttu greiðan
aðgang að kirkjustílnum.
Snemma á 15. öld er Holland orðið
Frh. á bls. 166.