Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1961, Page 28

Skólablaðið - 01.04.1961, Page 28
- 164 - 0 ÍETURINN 1954-1955 gáfu busar ut blað, sem þeir nefndu Grallarann. Blaðið var skelf- ing ómerkilegt og fékk miklar skammir í Skolablaðinu. Veturinn 1958-1959 gáfu þá- verandi þriðjabekkingar ( núverandi 5. - bekkingar ) út blað Saltarann. Var það liður í hinni rúmuðu sjalfstæðisbaráttu þeirra, sem leiddi m. a. til þess, að 3. bekkur félck fulltrúa í ritnefnd. Núverandi þriðjabekkingar eru á- hugasamir um félagsmál, og nú hafa nokkrir þeirra ráðist í blaðaútgáfu. Ástæður þær, sem þeir telja, að liggi til blaðautgáfunnar, eru vægast sagt mjög furðulegar. Þeir kvarta undan því, að fyrstu tvö Skolablöðin hafi ekki birt neitt efni eftir busa. Þótti þeim sér mikil óvirðing ger. Raunin hefur sjaldnast orðið sú, að busar hafi skrifað í fyrstu 2-3 blöð hvers árgangs. Stafar það ekki af því, að ritsmíðar þeirra eru ekki birtingarhæfar, heldur hafa þeir ver- ið tregir til að skrifa. Það er mjög erfitt fyrir ritnefnd að snuðra uppi rit- færa menn meðal manna, sem sækja skólann í fyrsta skipti, og hafa því bus - ar orðið að koma sjálfir með ritsmíðar sínar. Hefði núverandi busum verið hægðarleikur að gefa sig fram við Björn Bjarnason, fulltrúa þriðja bekkjar í rit- nefnd, ef þeir luma á efni, sem þeir þurfa ekki að skammast sín fyrir. í öðru lagi var busum ofboðið með latneskum fyrirsögnum eins og Ouid novi, Prima hieme o. s.frv. Þetta sjón- armið þriðjabekkinga lýsir einstökum smásálarhætti og nesjamennsku. Varla verður sagt, að nafngiftin sé frumleg. Byst ég fastlega við, að næsta blað heiti Svallarinn e5a eitthvað enn þá verra. Forsíðan var sæmilega teiknuð. Mesta athygli vekur, að skuggarnir I gluggum skólans eru rétt teiknaðir. Það hef ég ekki séð í mörg ár. Flestir teiknarar virðast nefnilega halda, að sól- in sé niðri í Lækjargötu. júníus Kristinsson ritar forystugrein. Er fátt um hana að segja, nema busar geta sjálfum sér um kennt og engum öðrum, að ekkert efni frá þeim birtist í fyrstu blöðunum. Sá galli er og á blað- inu, að nafn ábyrgðarmanns finnst hvergi, þótt hann sé vafalaust til. Skopmyndir eru illa dregnar ; þó mátti þekkja Örnólf Thorlaoius. Smásagan Auð er feigs vök er hið mesta þrugl, hreinasta misnotkun á pappír. J. , gæti verið júníus, yrkir Óð til þýzkunnar. Er það heldur léleg- ur kveðskapur. Spurning um bekkja- skiptingu innan þriðja bekkjar er sérlega illa orðuð og svörin eftir því. Gunnar nokkur fjargviðrast yfir jólaprófum. Mín reynsla af prófum er su, að próf eru alltaf að léttast, t. d. voru landspróf og þriðjabekkjarpróf í fyrra mun léttari en tilsvarandi próf, þegar ég þreytti þau. Ljóð á 10. síðu eru fyrir neðan allar hellur. Hef ég sjaldan séð aumara hnoð. Á ég bágt með að skilja júníus að birta sl'íkt, því að hingað til hef ég haldið, að JÚníus væri ekki gersneyddur brageyra eða skyni á kveðskap. L. K. ritar um "Jazznefnd", sem ekki er til, og er ann- að x greininni eftir því. Þátturinn Setið að sumbli er alveg einstaklega leiðin- lega skrifaður. E. t. v. fjallar hann um einhverja menn innan þriðja bekkjar, en það er engin afsökun. S.Þ.S. ritar um náttúrufræðideild. Greinin er skynsam- lega skrifuð, en höfundur einblínir á málið frá sjónarmiði náttúrufræði. S. ritar "Súputeninga", sem virðist vera eins konar Ouid novi blaðsins. Lagkúr- an í nafngiftum kemur þar enn einu sinni berlega í Ijós. Pistillinn er alls ekki illa skrifaður. Kviðlingar blaðsins eru argasti leirburður. Orðskrípið að tippla kemur fyrir tvisvar í þessum kviðlingum, og ég hef séð það á einhverjum þriðja stað í blaðinu. Þorvaldur Ólafsson ritar Þankabrot. Greinin er sæmilega skrif- uð, en dálítið laus í reipunum. Efnislega er greinin þröngsýn og smáborgaraleg. Viðtöl blaðsins eru öll frámunalega leið- inleg. J. ritar grein, er hann nefnir Fósturlandsins forsmán. Virðist J. hafa misskilið tilgang Andrésar andar í jola- blaðinu á eftirminnilega kímnisnauðan hátt. Hef ég sjaldan vitað nokkurn mann Frh. á bls.162.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.