Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1961, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.04.1961, Blaðsíða 30
FORN KIRKJUSÖNGUR, frh. af bls. 163. - 166 - aðalaðsetur tónlistarinnar„ Hollenzk tonskald urðu meistarar í raddfleygun ( polifoni ) og kirkjusöngur var hafinn til mikillar virtSingar. Mikil áherzla. var lögð á að hafa kirkjukóra sem fullkomn- asta og ýmsir furstar og auðmenn komu á fót veraldlegum söngflokkum. Á þessum tíma var hin margraddaða, gegnfærða hátíðarmessa að fullu mynduð. Höfuðsöngformin voru tvö, liggjandi lag- lína í neðstu rödd og hin svonefnda eftir- líkingarregla. Hollendingar sökktu ser niður í tæknileg atriði, svo sem sam- fléttingu fjölmargra radda, allt upp í 30- 40, og ýmsa margbrotna kórþætti, svo sem verk, sem hljóma eins, hvort sem þau eru sungin áfram eða affcur á bak, réfcfc eða á hvolfi. Mestí snillingur holl- enzka skólans var Josquin de Pres. Verk hans eru persónulegri og kraft- meiri en verk samtíðarmanna hans, og hann er ekki eins bundinn af föstum regl- um. Luther hefur lýst honum þannig : ”Önnur tónskáld verðb að gera það, sem nóturnar vilja, en Josquin lætur nóturnar gera það, sem hann vill. ” Hollenzki stíllinn er að mörgu leyti í andstöðu við anda rómversk-kaþólsku kirkjunnar, en engu að síður varð hann undirstaða allrar kaþólskrar kirkjutón- lisfcar á 16. öld, sem hófst með Pale- s tr ína s tí Inum. Pierluigi da Palestrína lifði í Róm á sextándu öld. Verk hans eru nær ein- göngu kirkjuleg tónverk, svo sem um það bil 100 messur, tæplega 200 mótettur og margt fleira. Stíll hans er listrænn og fágaður, raddfærslan er eftirlíkt ( Hfúg- eruð" ), en þó ætíð Ijós og óbrotin. Verk hans hafa yfir sér sérkennilegan og fagran blæ og eru yfirleitt auðskilin. Samtíðarmaður Palestrína var Orl- a.ndus Lassus. Hann var af hollenzkum ættum, en dvaldist lengst af í Miinchen. Hann er talinn vera annað mesta tónskáld 16. aldarinnar. Hann var með afkasta- mestu tónskáldum, sem uppi hafa verið, verk hans eru hátt í 2500. Tonlist hans var mjög litauðug og ber með sér nýjan blæ. Einkum er það í veraldlegum verk- um hans, sem það kemur bezt í Ijós. Það gefur að skilja, að í lítilli grein er ógerlegt að ætla sér að rekja til fullnustu sögu kirkjutónlistar, ég vil að- eins benda á það að lokum, að vissasta leiðin til að kynna sér þetta stórmerki- ALLT UM EKKERT. ....... frh. af bls. 160. Einna nýjast af því, sem komið hefur í. fram af þessu tagi, er leikrit Samuel Becketts "Beðið eftir Godot". Það leikrit fær mann til að hugsa. t því er ótriílega margt, og þó fer flest fram hjá okkur við fyrstu sýn. Það er ekki fyrr en eftir á, sem unnt er að draga ályktanir sínar. Enginn fær að vita, hver GODOT er, en allir hafa sinn GODOT að bíða eftir, og fylla út í hlutverk hans í samræmi við það. Trúaðir menn segja, að hann sé Kristur, vísinda- menn, að hann sé fullkomnunin, ungt fólk, að hann sé ástin og gamla fólkið dauðinn. Þannig gerum við okkur vissulega hug- myndir, en óöruggar og reikular eru þær svo sannarlega. Beckett lýsir þessu með einföldum orðum, orðum, sem í sjálfu sér eru svo sem ekkert merkileg, en meiningin á bak við þau, það er hún, sem allt veltur á. Hann getur verið ótrúlega fyndinn, mitt í hinni hræðilegustu neyð og örvæntingu, sem sézt hefur á nokkru leiksviði til þessa. Beckett er ekki brjálaður, þótt okkur kunni stundum að finnast það. Hann hefur aðeins uppgötvað leið til þess að sýna, á meðtækilegan og geysiáhrifa- mikinn hátt, að mannkynið er það, að heimurinn hefur staðið á ókortlögðu og xþekktu sviði vonlausrar, brjálæðislegrar örvæntingar, og stendur þar fastari fót- um nú en nokkru sinni áður. Við getum hlegið að því , sem okkur þóknast, en reynum bara að gleyma, hvað við sáum og hvaða tilfinningar það vakti með okkur. Við gætum reynt það, segi ég, en það er ekki unnt. Það hefur sezt að í hugum okkar, eilíft og óumflýjan- lega. Þetta er list, ný og enn ósnortin list. A. B. lega tímabil tónlistarinnar, er að reyna að verða sér úti um verk hinna elztu meistara og hlusta rækilega á þau. Ef lesendur þessarar greinar gera það, þá er tilgangi hennar náð. Reynir Axelsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.