Austri


Austri - 20.12.1957, Blaðsíða 4

Austri - 20.12.1957, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Neskaupstað, jólin 1957. SKÁLDIN, sem ortu alda- mótaljóðin hafa sjálfsagt þótt hálfgerðir skýjaglóp- ar af samtíðarfólkinu, þsgar þau sáu í anda knör og vagna knúða krafti, sem vannst úr fossa landsins skrúða og ótal margt annað, sem ekki var síður draumsjónum háð. En nú er margt af þessu orðið að veruleika og sitthvað fleira, sem engum hafði dottið í hug um síð- ustu aldamót. Öldin hefur á Islandi, ekki síður, og í sumum tilfellum frekar en annars staðar á Vesturlöndum, orðið öld hinna miklu hamskipta í lífi þjóða og einstaklinga. Það er ekki laust við að ungt fólk öfundi stundum „gömlu mennina" vegna þess að þeir hafa horft á hið mikla undur gerast, eða öllu heldur lát- ið það gerast með athöfnum, áhuga og löngum vinnudögum. Á Austfjörðum hefur athafna- sagan víða gerzt með nokkrum öðrum hætti en annars staðar. Nálægð fjarðanna við önnur lönd, Færeyjar og Noreg, hefur orðið þess valdandi að þar gætti á ár- unum fyrir og eftir aldamótin á- hrifa frá nýrri tækni með öðrum þjóðum. í nokkrum tilfellum stóðu útlendingar þar beint að umfangs- miklum athöfnum á sviði veiði- skapar og úrvinnslu afla. Er það merkileg saga, að miklu leyti ennþá óskráð, og því nokkurs virði að halda slíku efni til haga. Þeim mönnum fer nú óðum fækkandi, sem tóku þátt í athafna- lífi á áratugunum fyrir aldamót- in. Einn þeirra, sjósóknari og dugnaðarmaður á Norðfirði, verð- ur áttræður á næsta ári. Hann heitir Magnús Hávarðsson, fædd- ur í Hellisfirði, en fluttist ungur að Hólum í Norðfirði og ólst þar upp til 10 ára aldurs. Hann hefur orðið sjónarvottur að því, hvern- ig byggð varð fyrst til í Neskaup- stað og síðan, hvernig lítið verzl- unar- og fiskimannaþorp hefur vaxið og orðið að einum myndar- legasta kaupstað landsins. Kvöld eitt, er kyrrt var veður við fjörðinn, lá leiðin á fund hins gamla sjósóknara. Sumar af þeim minningum, sem hann rifjaði upp þessa kvöldstund, fara hér á eftir í þeirri von, að þær mættu verða einhverjum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Halið heillar Eftir andlát föður síns, 1889, fluttist Magnús Hávarðsson að Ormsstöðum, sem er næsti bær innan við fjarðarbotn Norðfjarð- ar. Þaðan er viðsýni og fagurt að líta út yfir fjörð og flóa. Fór þá Magnúsi sem mörgum unglingum öðrum, að sjórinn tók hug hans allan. Þar sigldu skip, þar drógu menn fisk úr djúpi, þar var lif, hreyfing og lokkandi óróleiki. Þau þrjú ár er Magnús dvaldi á Orms- stöðum mændi hann oft augum til sjávar. Eitt þessara ára fór Magnús sína fyrstu sjóferð. Hann var sendur út að hjöllum við fjarðar- botn. Þar lágu í kofum á bakkan- um tvær færeyskar skipehafnir. Þótti þá Magnúsi bera vel í veiði. Bað hann Færeyinga að lána sér bát, gerðu þeir það fúslega. Fylgdu þar með veiðarfæri, krók- ur og spotti. Ekki kunni „sjómað- urinn" áralagið, e)n gat gutlaðl með einni ár, ef báturinn var stöðugur. Lét hann reka með fjör- um og renndi án árangurs. Bar bátinn út hjá Naustahvammi, en þá rann á suð-vestan kylja og greip vindurinn bátinn. Tók Magn- ús til ára og vildi ná inn að vör Færeyinga, en nú gekk sínu verr en áður, bátinn bar að landi án þess að Magnús fengi við ráðið. En þá barst Magnúsi liðsauki. Piltur á svipuðu reki kom niður í fjöru og bauð hjálp sína, var hún þegin. Gekk nú förin greiðlega inn í lend- inguna. Var það hans fyrsta sjó- ferð en ekki sú síðasta þeirra fé- laga, því að hjálparmaðurinn var Jón Sveinsson, sem síðar varð út- gerðarfélagi hans. Útgerð Færeyinga Útgerð frá Norðfirði er gömul og á síðustu tugum „gömlu“ ald- arinnar tóku Færeyingar að venja komur sínar til fjarðarins. Þeir komu með báta sína með sér og reru aðeins að sumarlagi, en sneru flestir heim að hausti. Bátum sín- um komu þeir í geymslu yfir vet- urinn, hyggðu þeir á afturkomu næsta vor, en seldu ella. Þá gekk mikill fiskur á grunn- mið. Venjulegast reru þeir aðeins rétt út í fjarðarmynnið og öfluðu vel. Var gaman að kynnast ver- búðarlífi Færeyinganna. Var þar oft gleðskapur og margt brallað á björtum sumarkvöldum og tókust þarna oft mikil og varanleg kynni milli frændþjóðanna. Venjulega komu sömu mennirnir ár eftir ár til sjóróðranna frá Færeyjum og dæmi voru þess, að þeir tækju sér að lokum fasta búsetu hér. Meðal hinna færeysku sjómanna, sem þá komu til Austfjarða, var Jóhann- I es Patursson, kóngsbóndi í Kirkjubæ í Færeyjum. Giftist hann Guðnýju Eiríksdóttur frá Karls- skála við Reyðarfjörð. Færeyingar sáu sér sjálfir fyr- ir kosti, en leigðu tíðast verbúðir. Var það oftast fyrsta verk er komið var úr sjóferð, að einn þeirra tók til við matreiðsluna, en síðan settist allur hópurinn kring- um eitt stórt trog og mataðist. Var slík aðstaða í þessum verbúðum, að ekki var kömið við mikilli sund- urgerð í mat eða framreiðslu, en vel dafnaði fólkið. Á árunum eftir 1890 fóru Fær- eyingar að koma hingað á skútum. Gengu þeir þannig frá skútunum, að þeir lögðu öðru akkerinu út frá skipinu, en hitt fóru þeir með í land og festu rækilega, enda er allra veðra von og sviptibyljir snarpir í þröngum fjörðum. Síðla sumars 1893 lágu hér á firðinum þrjár skútur. Dag einn gerði af- takaveður af norðaustri. Tók þá djúpaklceri einnar skútunnar að krafla og rak hana upp að landi, en skipstjóri á skútunni var harð- ur sjómaður. Tókst honum að sleppa legufærum og koma fyrir seglalöppum og hélt sér við á þeim þar til birta tók og veðrinu slotaði. Útgerð eykst Nú er þessari íslandsútgerð Færeyinga að sjálfsögðu hætt fyrir löngu, en lengu hugsuðu Fær- eyingar til Islandsróðra á sumrum. Eru ekki mörg ár síðan Færeying- ur kom á trillu sinni frá Færeyj- um til Norðfjarðar og ætlaði að fara að stunda róðra, eins og í gamla daga. En nú voru ný lög í landi og ísland og Færeyjar orðið sitt stórveldið hvort. Þess vegna þurfti mikið vafstur og mörg leyfi til þess að Færeyingurinn fengi að stunda sjó við ísland sumarlangt. Hann varð því að fara heim aftur með trilluna sína. Frá fornu fari voru Nausta- hvammur, Þiljuvellir, Bakki, Ekra og Nes jarðir við norðanverðan Norðfjörð, en er leið á síðustu öld höfðu nokkrir tómthúsmenn setzt þar að, enda styttra að sækja á mið frá utanverðum firði, en innan frá fjarðarbotni. Sumir tómth'ís- mennirnir höfðu nokkrar gras- nytjar, en fengu megin lífsbjörg úr sjó. Eftir 1890 tók fólkinu að fjölga og um aldamót var komið dálítið sjávarþorp að Nesi. Margir yngri menn hófu útgerð um þessar mundir. Þá var Magn- ús sögumaður okkar tekinn að sinna sjósókninni fyrir alvöru. Hóf hana fyrir aldamótin og varð formaður aldamótaárið. Árið 1901 fengu þeir Magnús og Jón, er áð- ur var nefndur, sér nýjan bát, lít- ið átta manna far. Var hann nafn- laus í fyrstu, en síðar, er lög komu um skrásetningu skipa, var hon- um gefið nafnið „Tröllið", líklega af Einari Jónssyni 'hreppstjóra, en nafnið bendir til, að allmikið skip hafi farkostur þessi þótt í þá tíð. Hann þætti þó ekki tröllsleg- ur á sjó nú frá Neskaupstað við hlið stærsta togara Islendinga, Gerpis, en tímarnir br'eytás't. Hús Friðrjks Jóhannssonar, fyrsta kaupfélagsstjórans, býggt um 1890. Grjótveggir hlaðnir af Elísi Eiríkssyni. Vesturgafl rifinn við stækkun hússins. Þeir lélu undrið gerasi Rœtt við Magnús Hávarðsson —--—------------------i

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.