Austri


Austri - 20.12.1957, Blaðsíða 9

Austri - 20.12.1957, Blaðsíða 9
NeskaupstaS, jólin 1857. AUSTRI 9 trésmíðaverkstæðis á vegum Kaup- félags Héraðsbúa. Verktakafélagið Snæfell annast alls konar byggingavinnu og hef- ur 60—70 manns í þjónustu sinni að jafnaði og allt að 100 manns þegar mikið er um að vera, Meg- inverkefni félagsins á árinu eru á vegum rafveitnanna. — Hafa Snæ- fellingar meðhöndlað nærri 3 þús. smálestir af steinsteypu og flutt til jarðefni við fyrirgröft sem n:mur allt að 10 þús. smálestum á þessu ári. íbúðabyggingar í þorpum og j kaupstöðum voru töluverðar, mest j á vegum einstaklinga, en einnig er byggt á vegum byggingasamvinnu- I félaga og verkamannabústaðir í undirbúningi. Grímsárvirkjun átti að taka til starfa nú um áramótin. Nokkur dráttur hefur orðið á afgreiðslu rafalsins. Hann er nú kominn í skip. Vænzt er, að hægt verði að reyna vélarnar í apríl. I ár hefur einkum verið unnið við stíflugerð og við stöðvarhúsið neðan jarðar, byggt undir vélar og vatnsvélin sett niður. — Þá er unnið við aðalspennistöðvar á nokkrum stöðum, steypt húsin og undirstöður, en lítið byrjað á vinnu við rafbúnað í stöðvunum. Talið er að ekki standi á þeim þegar orku- vinnslan hefst. Unnið er að lokamælingum við Smyrlabjarg í Hornafirði og fram- kvæmdir þar fyrirhugaðar þegar Grímsárvirkjun lýkur. Nú segir frá línubyggingum. — Á þessu ári er m. a. byrjað á Stuðlaheiðarlínu til /Fáiskröðs- fjarðar, staurar reistir inn undir brekkur og gengið frá „loftbrú" til efnisflutninga upp á fjallið. Á Seyðisfirði, Egilsstöðum og Eski- firði eru lagðar dreifilínur frá að- alspennistöðvum til notendaspenni- stöðva og unnið að nýju innan- bæjarkerfi . á Seyðisfirði. Lokið verður lögn frá aðalspennistöð á Egilsstöðum norður yfir Lagar- fljót, Ekkjufellslína, og staurar | reistir í héraðsveitunni um Eiða- 1 þinghá. Á aðalorkuveitu er nú að • fullu lokið að strengja víra á leið- ! unum Grímsi—Eglsstaðir og frá j Egilsstöðum til Eiða, til Seyðis- í fjarðar og til Neskaupstaðar um ! rikif.iarðarheiði og Oddsskarð, og svo yfir Hólmaháls. Orkuflutning- ur er hafinn á Fjarðarheiðarlínu og fær Egilsstaðaþorp nú rafmagn frá Seyðisfirði, en vara-dísilstöð- in þar (250 kw.) er orðin starf- hæf. — Aflstöðvum kaupstaða og kauptúna verður ekki raskað fyrst í stað eða ■ ekki fyrr en nokkur reynsla fæst á það hversu veitu- kerfið þolir illviðri á fjallvegun- um. Samgöngur eru í megindráttum með líku sniði og fyrr. Siglingar Sambandsskipa á firðina eru með mesta móti, Fossarnir eru orðnir all tíðir gestir, og Ríkisskip sigla án afláts. Framan af ári voru þó ferðir þeirra með strjálla móti vegna gagnge'rðra lagfæringa á vélum Esju. — Flug til Egilsstaða færist í aukana, en lendingar í fjörðum eru nú orðnar fátíðar. Kyrrstaða hefur verið að heita má í áætlunarferðum bíla — en einkabílum fjölgar ört í sveitum og sjóþorpum. Dæmi: Meira en hálft hundrað jeppabíla komu til Austurlands á árinu. Vitar voru byggðir á Hlöðu, skeri út og nor'ður frá Streitis- horni og á Vattarnesi, ljóstæki vantar enn í Hlöðuvitann, sem kemur í stað gamla vitans á Streitishorni. Vitarnir á Hlöðu og í Seley (byggður 1956) þykja hin- ir þýðingarmestu fyrir siglingarn- ar við Austfirði sunnanverða. Hafskipabryggja var byggð á Fáskrúðsfirði og önnur er í bygg- ingu í Neskaupstað. Á Vopnafirði er byrjað á bryggju fyrir síldar- skip við bræðslu þá, sem þar er í smíðum. — Dýpkunarskipið Grettir vann að dýpkun innsigl- ingarinnar á Hornafirði, gróf sundur haftio hjá Helli, skammt innan við Fjörutangann. Skipið vann einnig um hríð á Bakkafirði við sams konar aðgerðir. Dálitlar lendingabætur voru gerðar í Loð- mundarfirði og víðar var hreyfing á hafnarmálum, þó hér verði ekki rakið. Vegagerð er í gangi um allar sveitir. Af ef.nstökum viðfangs- efnum á árinu má nefna fram- ■haldsframkvæmdir á Austurlands- vegi á Fjöllum, endurbygging Fagradalsbrautar, Lónsheiðarveg, veginn til Stöðvarfjarðar og á Sandvíkurheiði. Tvær sveitir, Loð- mundarfjörður og Mjóifjörður, eru enn sambandslausar, en vega- gerð á Mjóafjarðarheiði var hafin í haust. Brúin á Lagarfljóti er stærsta verkefnið á því sviði þessi misser- in. Hún er byggð fyrir fé úr Brúa- sjóði. Keypt var efni í gólfið, stál- bitar og timbur og viður gegn- dreyptur. Kostar það efni um 2 millj. króna. Brúnni verður lokið að vori. Unnið var að fimm öðrum brúm með yfir 10 m haf og þrem lokið: Stafdalsá á Fjarðarheiði (10 m), Fjarðará í Borgarfirði (18 m) og Berufjarðará (42 m). Við Hólmsá á Mýrum (70 m) voru. steyptir stöplar og unnið að fyrirhleðslu og undirbúningi við Virkisá í Ör- æfum (37 m). Verður brúnum lok- ið á næsta ári. — Byggðar voru 12 brýr með 5—10 m hafi. Flugvöllurinn á Egilsstöðum hefur verið „járnaður“ á kafla og er nú nothæfur sem varavöllur fyr- ir nýju millilandavélarnar. Þar er ■byrjað á nýrri flugstöðvarbygg- ingu og keyptur radar. Verður hann settur upp í nýju bygging- unni að sumri. Flugvöllurinn hef- ur fengið sérstakan snjóplóg. Á Norðfirði var byrjað á flug- vallargerð og unnið með sanddælu síðari hluta sumars. Hefur þegar fengizt nothæfur sjúkravöllur. Framkvæmdir halda áfram þegar vorar. Farþegaskýli var byggt við völl- inn á Hornafirði. — Unnið var að sjúkravöllum á tíu stöðum í fjórð- ungnum, gerðar nýjar brautir og aðrar lengdar og lagaðar. Fyrir-J hugað er að fjölga enn sjúkravöll- um á næsta sumri auk þess sem unnið verður að lagfæringum þeirra eldri. Framleiðsla rafmagn — sam- göngur — eru mál málanna hjá Austfirðingum í dag. Á fledra er að minnast þó fátt verði talið. Víða eru byggingar við skóla. Á Eiðum er verknámshús í smíðum, byrjað á gagnfræðaskóla ■' Nes- kaupstað og íþróttahúsi við sund- höllina á Seyðisfirði. Barnaskóli á Egilsstöðum nærri fullgerður, bygging heimavistarbarnaskóla á Eiðum fokheld, húsið í Eydölum tekið í notkun að nokkru upp úr áramótum, lokið skólastjórabú- stað á Höfn og mikil viðbygging fokheld ger, bygging barnaskóla hafin á Reyðarfirði. Á Austurlandi eru nú 19 fastir barnaskólar, þar af 6 heimavist- arskólar, en farkennsla í 18 skóla- hverfum. Barnakennarar 63. — Gagnfræðaskóli er í Neskaupstað en unglingadeildir víða. Á Hall- ormsstað og Eiðum er allt við sama, Eiðaskóli varð að vísa frá nemendum vegna rúmleysis. Félagsheimilum fjölgar. Esk- firðingar vígðu Valhöll 17. júní, Seyðfirðingar Herðubreið fyrir ári, Vopnfirðingar farnir að nota sitt, Vallamenn komnir undir þak, Bernesingar vel það, Norðfirðing- ar og Hornfirðingar byggja sem óðast. Sjúkrahúsið í Neskaupstað var vígt 18. janúar, nýtur þegar álits

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.