Austri


Austri - 20.12.1957, Blaðsíða 14

Austri - 20.12.1957, Blaðsíða 14
14 AUSTRI Neskaupstað, jólin 1957. "n BRÉFASKOLI SIS m mmmm k% > iimíww b & —immm, mmmmmmm m mm íiemimm íií: I Námsgreinar Bréfaskólans eru: Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. — Fundarstjórn og fundar- reglur. — Bókfærsla I. — Bókfærsla II. — Búreikningar. — íslenzk réttritun. — Islenzk bragfræði. — Enska fyrir byrjendur. — Enska, framhaldsflokkur. — Danska, fyrir byrjendur. — Danska, fram- haldsflokkur. — Þýzka, fyrir byrjendur. — Franska. — Esperantó. — Reikningur. — Algebra. — Eðlisfræði. — Mótorfræði I. — Mótor- fræði II. — Siglingafræði. — Landbúnaðarvélar og verkfæri. — Sál- arfræði. — Skák. — Skák, fyrir byrjendur. — Skák, framhaldsfl. Hvar sem þér búið á landinu, getið þér stundað nám við bréfaskólann og þannig notið tilsagnar hinna færustu kennara. Athygli skal valdn á því, að Bréfaskólinn starfar allt árið. Bréfaskóli SIS Sumardagar við Dalelv ■«*» Framhald af 3. síðu. einn hring enn, kinka kolli og hugsa hið sama: Ágætt ferðaveð- ur, kirkjan verður á sínum stað um næstu helgi og þá rignir kannske, já hver veit, en reyn- andi er að „gumman" taki böm- in með sér í kirkju, ef það mætti stuðla nokkuð að framhaldi góða veðursins. Innan tíðar sjást tveir menn dæsandi á tvíhjóli utangarðs á Uddnás og hafa tekið stefnu á Sáterdalen, þar ku vera úti- skemmtun í dag. Bóndi situr í framsæti og stýrir, aftar vinnu-: maður höfði lægri og sviptur útsýn fram á veginn af breiðu baki og bústnum lendum góðbónd- ans. Vegurinn er í fangið, báðir stíga en vegurinn er laus og gagn- kvæm tortryggni um pretti með- reiðarmannsins brýzt fram. „Trampa, trampa din jávla islánding“. En vegurinn batnar og keyrslan léttist og skapið með. Framundan liggur grunnur dalur þar sem skiptast á bæir og akr- ar. Hér og þar teygjast fram skógargeirar og grunnir suðandi lækir og gefa landinu ljúfan ■brosmildan svip. Fleiri eru á ferð þennan sumarmorgun og stöku sinnum kemur kankvís tilkynning frá bónda: Gægstu fram — dár kommer en fin flicka — og mikið rétt, andartak verður sólin eilítið bjartari og trampið léttara, en svo er sýnin að baki og fram- undan breitt bak Eriks bónda. „Trampa, trampa din latmask". Og tvíhjólið rennur, — í dag til Sáterdalen, síðar til Huseby, kóngsklapparinnar í skóginum, vítt um nálægar sveitir og bæi. Vikurnar líða og einn sunnu- dagur af öðrum. Dagarnir stytt- ast, án þess að eftir því sé tekið og Ijóst gegnsætt næturhúm júlímánaðar sortnar og þyngist. Nú líður mjög á ágústmánuð og fyrr en varir sígur að síðasta kvöld hinnar skömmu sumardval- ar við Dalelv. Næsta morgun, áður en bjömín þrjú, Mia-Lísa, Lars-Erik og Esbjöm, vakna, er Htla bátnum hrundið úr vör og haldið norður yfir fljót. Áætlun- arbifreiðin til Borlánge er snemma á ferð og Uddnás hverf- ur að baki. V. S. mmmmmmmMmmmmBmmmmmMmmmmmmmmmmmm Austur-Skaftfellingar Munið, að hjá kaupfélagi ykkar fáið þið allar nauðsynjar tíl jólanna. Nytsamar vörur til jólagjafa Allt í jólábaksturlnn Hreinlætisvörur Vefnaðarvörur Tilbúinn fatnað Skó á alla fjölskylduna Nýlenduvörur í úrvali Jólaávextina o. m. fl. Beztu vörurnar og hagstæðasta verðið er ávallt hjá kaupfélögunum. Kaupfélagið óskar öllum félags- mönnum og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, og þakkar jafnframt sívaxandi viðskipti. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn í Hornafirði

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.