Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 3

Skólablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 3
IN MEMORIAM FÆDDUR 1950 DAINN 1970 Hörmuleg tiðindi hafa borizt okkur til eyrna. Vinur okkar og félagi, Rúnar Vilhjálmsson, er látinn. Það er erfitt að henda reiður á fallvaltleik auðnunnar, þvf litum við með spurn f allar áttir, vinur þú fórst fyrir örfáum dögum og þú kemur aldrei aftur til þess að lýsa upp gráan hversdagsleikann með brosi þfnu og glaðværð. Já, - glaðværð, bros og hnyttin tilsvör ásamt skarpri dómgreind voru sannir þættir skapgerðar þinnar , vinur sem ert allur. Þvf er það raunar ekki einkennilegt, að við reynum að grfpa hvort annað örvæntingarfullu taki: "Hvers vegna þú, hvers vegna ekki ég?” Stærsta spor mannkynssögunnar ku hafa verið stigið, en það er hégómi einn hjá þvf ógæfuspori, sem þú steigst fjarri heimili þfnu. Við, sem erum ung og áður ósnortin af nöturleik Iffsins, fáum ekki skilið hvað veldur slfkum atburðum, en hitt skiljum við og finnum alltof vel, hvað það er að missa náinn vin. Þegar vinir Rúnars heitins hugleiða eigin missi og trega, hlýtur hugurinn að hvarfla til heimilis hér f borg, þar sem sorgin ræður rfkjum. Við vonum innilega, að hin styrka hönd megin leiða fjölskyldu hins látna á þessum erfiðu tfmum. Það þýðir hvorki að kalla né hrópa, ljárinn var reiddur til höggs og fallinn er góður drengur sá er við máttum sfzt missa. Hannes

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.