Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 12

Skólablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 12
ÍSLENZKIR STJÓRNMÁLAFLOKKAR eru allir haSir óbreyttu ástandi og vinna aS viShaldi þess. Þeir flokkar sem upprunalega hófust sem barattutæki alþySu, hafa 1 þess staS orSiS aS þungum stofnunum sem lifa afætulifi af alþySu og miSa aS því aS halda völdum og forrettinda- aSstöSu forkólfanna. Forystumennirnir eru allir í goSum stöSum innan kerfisins og eru þannig háSir þvf. Þeir hafa bóiS þannig um hnátana aS þeir eru ekki auShraktir úr valdasfclum; þeir halda sjaldan almenna felagsfundi og gæta þess aS almennir félagar viti sem minnst hvaS er aS gerast. Völdunum halda þeir einungis meS aS leyna aSra vitneskju og beita flokksvelinni miskunnarlaust til aS kæfa óánægju. Þannig eru AlþySuflokksbroddarnir all- ir hátt settir, annaShvort hjá verkalySshreyfingu, flokk eSa ríki. Framsóknarforystan lifir feitt a Sambandinu eSa embættum sem flokkurinn ræSur. AlþySubandalags- toppar lifa viS lífskjör all ólík alþySunni, þeir hafa rik- mannlegt lifsviSurværi af verkaljSshreyfingu, flokki og bitlingum. Forysta Samtaka frjalslyndra og vinstri manna er þrátt fyrir slagorS gegn flokksræSi aSeins hagsmunahopur bitlingaseggja sem orSiS hafa utundan. Einn helzti hornsteinn þessa flokksræSis er Alþingi, þar ræSur^ sama meginregla og annarsstaSar, almenningur kýs sér fulltrúa sem eru algerlega óhásir vilja þjoSar- innar milli kosninga. AfleiSingin er almennur sljoleiki og ráSskun valdamanna. Þetta er kallaS lySræSi, en eini mismunur þess og einræSis er sá aS mönnum eru gefnir örfáir kostir, sem í raun tákna allir hiS sama. Þetta má einnig heimfæra uppá atvinnulífiS. Skarpleg orS H. Marcuses skýra þetta vel : "Frjálst val þræla á hus- bændum útrýmir hvorki þrælum né húsbændum. " Hróplegt ainnuleysi og félagslegur doði virðist þjá nem- endur 3. bekkjar M. R. , svo algerlega, að þeir leggjast amenandi undir vönd óréttlætis og íhaldsams vanavalds. Þessi andlega bæklun kom mjög skýrt f ljós, þegar Einar Magnússon rektor, gerði sig sekan um brott- rekstur 49 nemenda frá skóla f þrjá daga, án þess að þesslr nemendur eða aðrir sæju ástæðu til mótmæla. Þetta ber vott um óskiljanlega syfju nemenda og svf- vlrðllegt misræmi f hegningum rektors. Tvær ástæður nefndi rektor fyrir brottrekstrinum. f fyrsta lagi, að við sem rekin vorum hefðum brotið reglugerð skótans með fjarvist úr kennslustund, án leyfis. A þessarri ástæðu er honum alls ekki stsett, þegar það er athugað, að sumir þeirra nemenda sem reknir voru höfðu aldrei verið fjarverandi úr kennslu- stund fyrr án leyfis, en aðrir höfðu oft verið fjarver- andl og þó aldrei fengið áminningu. Svo að þetta er engtn ástæða, En f þessarri margbrotnu reglugerð stendur m. a. f 73. gr. : "Nú gerist nemandi brotlegur við reglugerð skólanna eða starfsreglur. Skulu kennarar þá vanda um við hann eða tilkynna skólastjóra, ef brotið er stórt. Skipist nemandi ekki við slfkar umvandanir kennara eða skólastjóra, getur skólastjórn vikið honum úr skóla um stundarsakir eða til fulls, enda hafi forráðamanni hans, ef til næst, verið gert aðvart um brotið. Þó getur brot nemanda verið þannig vaxið, að skólastjóri megi vfsa honum burt tafar- og skilyrðislaust. " Og f 56. gr. : "Skólastjórn tekur ákvarðanir sfnar á kennarafundum." Samkvæmt þessu þarf samþykki kennarafundar fyrir brottrekstri nemanda, eftir endurtekið brot. Nema f sérstökum tilfellum fær skólastjóri einræðlsvald, sem hann virðist hafa talið réttlastanlegt nú, án þess þó að bera fram nokkur framba^rileg rök fyrir þvf. Þar sem rektor kemst upp með það að fara f kringum einstakar greinar reglugerðarinnar án þess að afsaka sig, ættu nemendur eins vel að geta fartð f kringum þær greinar, sem kveða á um mætingar, þvf að f 55. gr. segir m. a. : "Kennarar skulu leitast við að vera nemendum sfnum til fyrirmyndar. " f öðru lagi nefndi rektor það sem ástæðu fyrir brott- rekstrinum, að við hefðum brotið landslög með þvf að trufla störf Alþingis. Það hefur ekki enn verið sannað að neinn nemandi úr M.R. hafi valdið nokkurri truflun f Alþingishúsinu, né heldur að rektor astti að dæma f þvf máli. Eg hefði haldið að það væri mál dómsstól- anna. Eða er hlutverk rektors að verka sem bólusetning á nemendur gegn sjálfstæðri hugsun og frjálsi skoðana- túlkun? Vaknið þvf af þessum hættulega svefni, spyrnlð á móti, látið ekki bólusetja ykkur, leyfið sjúklingum, gamal- mennum og vanþroska unglingum að ganga fyrir.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.