Monitor - 06.01.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 06.01.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011 12 gullkorn SMART markmið SMART stendur fyrir skýr, mælanleg , alvöru, raunhæf og tímasett markm ið. Ekki setja þér óskýr markmið eins o g „að vera duglegri að hreyfa þig“. Markmiðið þarf að vera skýrt. Til dæmis: „Ég ætla að missa 8% fitu.“ Eða: „Ég ætla að hlaupa 10 kílómetra á innan við 50 mínútum.“ Ákveddu fyrir hvaða tíma þú ætlar að vera búin/n að ná þessu markmi ði og skrifaðu svo niður markmiðið, tíma setn- inguna og hvernig þú ætlar að ná þv í. Rannsóknir hafa sýnt að innan við 10% fólks skrifar niður markmiðin sín, e n þessi hópur er margfalt líklegri til a ð ná þeim en þeir sem gera það ekki. 1 Taktu stöðuna Til þess að geta sett þér raunhæft og mælanlegt markmið þarftu að vi ta hvar þú stendur í dag. Ef markmiðið er að missa fitu skaltu panta fitumælin gu, en það er hægt að gera á flestöllum líkamsræktarstöðvum landsins. Í kjölfarið gæti markmiðið til dæmis verið: „Ég ætla að missa 8% fitu fyrir 1. ap ríl“. Þetta markmið er síðan hægt að brj óta niður í nokkur smærri markmið ein s og að missa 2-3% fitu í hverjum mánuð i þar til lokamarkmiðinu er náð. 2 Forðastu kúra Forðastu kúra eins og heitan eldinn. Miðaðu við að gera breytingar fyrir lífstíð. Það er ekki raunhæft að borða aldrei aftur kolvetni, en það er raunhæft að hafa bara einn nammidag í viku. 3 Fyrirmyndir á vegginn Langar þig að verða jafn fitt og David Beckham eða Miranda Kerr? Eða er markmiðið kannski að kjöta sig upp eins og Jay Cut- ler eða Monica Brant? Veldu þér líkama sem þig langar í, finndu mynd af honum og hengdu hana upp þar sem þú sérð hana á hverjum degi. 4 Ekki verða svangur/svöng Einn algengasti misskilningur fólks í þessum efnum er að halda að það að koma sér í for m krefjist þess að maður sé svangur allan daginn. Þvert á móti áttu að borða oft yfir daginn í smær ri skömmtum. Mataræðið er mikilvægasti þátturin n og það hreyfir sig enginn vannærður. 5 Hafragrautur á morgnana Það er engin lygi að morgunverðuri nn er mikilvægasta máltíð dagsins. Kolvetna- og trefjar íkur morg- unverður gerir kraftaverk og morgu nverður sigurvegarans er hafragrautur. 6 Ávextir og grænmeti eru vinir þínir Allt sem kemur frá móður náttúru er gott fyrir þig. Ávextir og grænmeti eru næringarríkur orkugjafi en jafnframt fitusnauð fæða og fullkomið snakk á milli mála. 7 Því minna unnið, þeim mun betra Þetta er hollráð sem þú skalt hafa í huga þegar þú verslar í matinn. Eftir því sem bú ið er að vinna matinn meira, þeim mun min na er eftir af góðri næringu og meira af efnum sem þú vilt ekki setja ofan í þig. Þetta á við hvort sem um er að ræða kjöt, fisk eða grænm eti. 8 Hættu í djúpsteikta viðbjóðnum Í miðlungsstórum frönskuskammti eru tæplega 500 kaloríur og 22 grömm af fitu. Í 2 00 gramma poka af kartöfluflögum eru í kringu m þúsund kaloríur! Þessar fæðutegundir eru g jörsamlega næringarsnauðar og versti óvinur þ inn þegar þú ætlar að koma þér í form. 9 ÞÓ ÞÚ ÆTLIR AÐ NÁ ÁRANGRI ÞARF DISKURINN ÞINN EKKI AÐ LÍTA SVONA ÚT HAFRAGRAUTUR ER MORGUN- VERÐUR SIGURVEGARANS ÞAÐ ER ENGU LOGIÐ UM ÁGÆTI ÁVAXTA DONNA SIMPSON ER EKKI TIL FYRIRMYNDAR ÞÚ VILT EKKI LESA INNIHALDS LÝSINGUNA Á ÞESSUM MAT MÓMENT Í MUNNI EN EILÍFÐ Á MJÖÐMUM TAKTU STÖÐUNA OG ÁKVEDDU SVO HVERNIG ÞÚ VILT BÆTA ÞIG

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.