Monitor - 06.01.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 06.01.2011, Blaðsíða 10
10 strákar. Mér finnst það allt í lagi en stundum er þetta kannski aðeins of mikið. Hvað finnst þér um aðdáun Adolfs Inga á þér? Ég er mjög ánægður með Adolf og finnst hann mjög skemmtilegur lýsandi. Þessi frasi hans Adolfs er orðinn margfrægur og búið að sýna myndbrotið út um allt. Hann er orðinn frægur og ætti kannski að þakka mér fyrir. Hvaðan komstu? Hvert ertu að fara? Hvað ertu? Ég kom frá Lettlandi, er bara að fara í boltann og er Alexander vitleysingur. Horfðirðu á hetjulegu björgunina gegn Póllandi á netinu eftir á? Ábyggilega svona tuttugu sinnum. Þetta var ótrúlegt móment og svakalega tæp björgun. Það munaði sekúndubroti að ég hefði ekki náð boltanum enn í loftinu og fengið á mig rautt spjald. Verðurðu aldrei stressaður í svona æsispennandi leikjum? Ekki inni á vellinum. Þá er maður bara að spila leikinn og gera sitt besta allan tímann. Á bekknum er þetta mun verra, þá verð ég virkilega stressaður yfir leiknum og spennist allur upp. Hver er besti herbergisfélagi sem þú hefur haft á ferðum landsliðsins? Ég var lengi með Fúsa í herbergi en hann er hættur núna svo ég er mjög oft með Sverri. Það sögðu allir að það væri hræðilegt að vera með Fúsa í herbergi því hann er svo stór og hrýtur mikið en mér fannst það rosa fínt, Fúsi er góður karl. Ef þú myndir stranda á eyðieyju í tíu ár og mættir taka með þér einn úr landsliðinu, hver yrði það og af hverju? Þetta er erfitt val því tíu ár eru langur tími til að vera bara með karlmanni. Ég verð bara að segja Aron Pálmarsson því hann er svo ungur, skemmtilegur og sætur. Við gætum þá gert eitt- hvað saman. Ég veit samt ekki, þetta er erfitt val. Ertu hræddur um að fitna þegar þú hættir í boltanum? Já, það gerist oft fyrir íþróttamenn sem hætta að hreyfa sig. Ég þarf að passa mig vel því ég er vanur að borða svo rosalega mikið. Sem betur fer er ég ekki týpan sem fitnar auðveldlega. Hvenær heldurðu að þú leggir harpexið á hilluna? Vonandi get ég spilað nokkur ár í viðbót í at- vinnumennskunni en ætli ég hætti ekki eftir svona fimm ár. Ég er farinn að finna aðeins fyrir aldrinum og er oft stífur í líkamanum eftir æfingar. Það kemur alltaf að því að menn geti ekki spilað lengur og þá þarf að sætta sig við aldurinn og fara að gera eitthvað annað. Hvað gætirðu hugsað þér að gera þegar ferlinum lýkur? Ég er ekki alveg viss. Eivor vill flytja aftur til Íslands svo ég skelli mér ábyggilega í eitthvað nám og fer að vinna venjulega vinnu. Lífið er svo þægilegt núna, ég æfi mikið en fæ góðan pening fyrir það svo það verður ábyggilega skrítið að skipta yfir í venjulegt líf. Monitor FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011 Hver í landsliðinu er ... klikkaðastur? Óli. fallegastur? Aron. væmnastur? Enginn. feitastur? Ég veit það en ég vil ekki segja það. bestur? Guðjón Valur. fyndnastur? Snobbi, tvíeykið Snorri og Robbi. gáfaðastur? Óli. leiðinlegastur? Enginn. Þessi frasi hans Adolfs er orðinn margfrægur og búið að sýna myndbrotið út um allt. Hann er orðinn frægur og ætti kannski að þakka mér fyrir.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.