Monitor - 06.01.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 06.01.2011, Blaðsíða 6
Twiggy- klipping- in skaut upp kollinum hjá nokkrum stór- stjörnum á borð við Emmu Watson og Michelle Williams á árinu, en greiðslan þeirra hefur vakið töluverða athygli. Stutta hárið heldur þó áfram inn í 2011 og spurning hvort konur leggi í það að klippa síðu lokkana burt. 7 6 Monitor FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011 Það lítur allt út fyrir að Kardashian-systurnar deili fataskápnum sínum, en hérna klæðast þær sama H&M-kjólnum. Það fer Kourtney vel að vera ólétt og tekur hún sig vel út í kjólnum með hárið slegið. Hins vegar hefur Kim vinninginn. Hún er eins og gömul spænsk hefðarkona með þessa stóru eyrnalokka og aftursleikt hárið og hún púllar það mjög vel. Upprennandi stórstjarnan Marion Cotillard og leikkonan Jessica Stroup klæðast hér báðar gullfallegum rauðum silkikjól frá Vivienne Westwood. Kjóllinn fer líkamsbyggingu þeirra beggja mjög vel og óhætt að segja að þær séu báðar glæsilegar í kjólnum. Jessica er með fallegri hárgreiðslu, en Marion í fallegri skóm við kjólinn. Þær eiga báðar vinninginn. Leikkonurnar Lauren Conrad og Michelle Trachtenberg klæddust sömu doppóttu blússunni frá Rebecca Minkoff. Michelle ákvað að velja beisik svartar, síðar buxur við háa hæla. Lauren rokkaði dúllulegu blússuna aðeins upp og valdi sér leðurbuxur sem voru ekki alveg síðar og sást því aðeins í ökklana við hælana sem er mun fallegra. Stöllurnar Rose McGowan og Kirsten Dunst fjárfestu í eins kjól. Það er augljóst hver er sigurvegari hérna. Rose hefur greinilega viljað láta sjást í sitt heilaga, þar sem hún stytti kjólinn talsvert og það lítur út fyrir að hann sé of lítill, þar sem brjóstin hennar virðast vera að kalla á hjálp. Kirsten er sæt og seiðandi í sínum kjól og valdi sér miklu fallegri skó við. Stjörnustríð Árið 2010 var fjölbreytt og skemmtilegt ár tískunnar. Fylltu hælarn- ir, 60´s innblásturinn, sláandi fataval Hollywood-stjarnanna og margt fleira var það sem Stílnum fannst standa upp úr á liðnu ári. Eftirminnilegast í tískuheiminum Það var sorglegt þegar hönnuðurinn Alexander McQueen lét lífið í febrúar. Mikill missir fyrir tískugeirann. Minningarathöfn var haldin í nafni hans í september en meðal gesta voru meðal annars Sarah Jessica Parker, Anna Wintour, Kate Moss og Naomi Campbell. Einnig söng Björk lag eftir Billie Holiday við athöfnina. 5 Önnur bíómynd með vinkonunum úr Sex and the city kom út í maí eftir langa bið margra aðdáenda. Ekki voru þó allir sáttir þar sem svo virtist sem myndin gengi út á það að skipta sem oftast um föt en ekki skemmtilegan söguþráð. 6 ÁRIÐ 2010 Fylltu hælarnir hafa verið virkilega heitir í ár enda mjög þægilegt að ganga á þeim. Einnig hefur Jeffrey Campbell tröllriðið skómarkaðnum og allir æstir í að fjárfesta í einu slíku pari, enda gullfallegir skór frá merkinu. 1 Þykkar augabrúnir og dökkir varalitir gerðu konur að gyðjum. Plokkarinn fór á hilluna og dökkrauðar eða fjólubláar varirnar voru sjóðheitar og seiðandi. 2 Það er óhætt að segja að Lady Gaga hafi tekist vel að eigna sér árið 2010. Hún hefur sjokkerað marga með klæðaburði sínum og ber þá helst að nefna kjötkjólinn eftir Frank Fernandez en kjóllinn var saumaður saman úr sex vænum kjöthleifum. Getur ekki hafa lyktað vel! 3 Liturinn 2010 var án efa camel-liturinn og munstrin voru bæði röndótt og doppótt. Sætar sokkabuxur með doppum og fallegu munstri og gólfsíðir kjólar voru áberandi. Svarta gegnsæja efnið hefur þó án efa vinninginn. 4 Hvern hefði grunað að hallærislega kryddpían og snobbaða fótboltafrúin Victoria Beckham yrði ein af eftirsóttustu hönnuðunum? En samkvæmt tímaritinu Vogue, þá stenst þetta. Leikkonur á borð við Drew Barrymore, Cameron Diaz og Gwyneth Paltrow hafa verslað mikið við hæfileikaríka hönnuðinn. 8 9 Ungar og upp- rennandi tískudrottningar fengu athygli fjölmiðla. Það var umtalað þegar litla Suri Cruise, dóttir Tom Cruise og Katie Holmes klæddist hælum, aðeins 4 ára gömul. Einnig skaust hin 10 ára gamla söngkona, Willow Smith á stjörnuhimininn á árinu, en hún er dóttir Will Smith og Jada Pinkett-Smith. Klæðnaður hennar hefur einnig vakið lukku og er talið að hún sé framtíðar tískufrumkvöðull. 10 60s lúkkið kom aftur og var áberandi á árinu. Krullujárnið og karmenrúll- urnar hennar ömmu voru teknar fram og fallegir liðir litu dags- ins ljós frekar en renni- slétta hárið.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.