Austri - 15.12.1972, Qupperneq 5
Neskaupatað, jólin 1972.
AUSTRI
5
/WWSA»\^A/V»^A/N/\A»WVWW/N/W>«WV^W<W\^WW\^WWVW\/VVVWW>AA^W<yVWW>^V^W^-<V
r
Ailhagar
i.
Þar sem Ægis ölduföll
ymja þyngst við sanda,
hrein og glæst 'hin hvítu f jöll
■hæst á Fróni standa,
iherská fljót á hendur tvær
Ihart um auðnir streyma,
þar er byggð mér þe'kk og kær;
þar á ég glaður heima.
Þar má finna frið og skjól,
fegurð, tign og yndi,
tolasa móti bjartri sól
blómagrund og rindi.
Hrífa andann hæð og stærð
helgum töframætti.
Sé þar æsku lífsbók lærð,
lengi munast ætti.
Strangur agi straums og brims
stælti kjark og hreysti.
Yndisþokki taufs og lims
ljúfar vonir reisti.
Afla-för um fold og sjó
fórna dýrra krafði.
Fastar hvergi faðmi þó
fóstran börn sín vafði.
Löngum unnu lífsins tafl
lieikni, dirfð og festa;
samtakanna sigurafl
sízt þó máttd bresta.
Eins og grösins orka smá
auðn í skrúð að klæða,
félags hugur hollur má
héraðs farsæld glæða.
n.
Bóndi! geym þinn óðalsarf,
Islands tún og haga;
þar er tengd við þrek og starf
þjóðarmennt og saga.
Kynslóðanna kjarnamál
kennileitin tala.
List er að gæða lífi og sál
landið fjalla og dala.
Yngist þú við áraskil
allt frá strönd og heiði.
Frónið aldna finnur til,
falli byggð í eyði.
Hugumkærri unaðsóð
á ei nofckur tunga
en er sveitin sumarrjóð
signir lífið unga.
III.
Þótt ég sigldi heims um höf,
beilsaði löndum öllum,
út við heimskauts yztu nöf,
innst í kónga höllum
mundi ég æ í muna sjá
myndir átthaganna —
jökulbjarma brigði á
baksvið minninganna.
Aldna, hlýja ættarbyggð
undir breðans fjöUum,
við þið heillir haldi tryggð
heims á tíðum öllum.
Meðan leikur lá við strönd,
lífsþráð urtir spinna
veri Drottins hlífðarhönd
hjálpin barna þinna.
Sölusamband íslenzkra
fiskframleiðenda
ÓSKAR AUSTFIRÐINGUM
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs.
Þ. Jóh. Svínafelli.
Óskum viðskiptavinum okkar á Austurlandi
gleðilegra jóia
og farsæls nýárs
Olíufélagið Skel/ungur