Austri


Austri - 21.01.1977, Page 2

Austri - 21.01.1977, Page 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 21. janúar 1977. Utgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson, sími 97-1314. Afgreiðsla og auglýsingar: Snædís Jóhannsdóttir, sími 97-1335. HÉRAÐSPRENT SF. Byggðasjóður og byggðastefna Þýðingarmestu málin sem ríkisstjómin hefur einbeitt sér að eru landhelgismálið, full atvinna í landinu, batnandi ríkisbúskap- ur og viðskipti við útlönd, svo og miklar framkvæmdir á sviði orkumála. Þar ber hæst hitaveituframkvæmdir og raforkufram- kvæmdir, I flokki hinna þýðingarmestu mála er og stórefling Byggðasjóðs og vaxandi starfsemi hans. Það var ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar, sem setti Fram- kvæmdastofnun ríkisins á fót og stofnaði Byggðasjóð. Með myndun núverandi ríkisstjórnar var Byggðasjóðurinn stór- kostlega efldur. Hann hefur starfað í fimm ár og lánað samtals um 4.200 millj. kr. til margvíslegrar uppbyggingar víðsvegar um landið. Framsóknarflokkurinn hefur frá upphafi haft á stefnuskrá sinni að vinna að framför aílls landsins og allrar þjóðarinnar. Þetta er einn sterlcasti þátturinn í stefnuskrá flokksins. Það er fyrst og fremst fyrir baráttu og áhrif Framsóknarflokksins að öflugur og vaxandi Byggðasjóður er nú orðinn staðreynd. Ein helsta ástæðan fyrir stofnun Byggðasjóðs var hin gífur- lega byggðaröskun síðustu áratuga. Á árunum 1950-1970 var heildarfólksfjölgun í landinu 66 þús. manns. Þar af var fjölgun í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi 54,6 þús., en aðeins 11,4 þús. annars staðar á landinu. Ef þessi þróun hefði haldið áfram myndi það hafa leitt til þess innan tíðar, að langflestir íslendingar hefðu búið á suðvestur horni landsins. Sveitimar og byggðarlögin út um landsbyggðina hefðu þá smám saman lagst niður og sú starfsemi sem þar fer fram horfið. Ef lhtið er á hagnýtingu fiskaflans í einstökum landshlutum árið 1975 kemur á daginn, að framleiðsla Reykjanessvæðisins nemur 224.500 þús. smálestum en annarra landshluta 764.200 smálestum. Hlutur Austurlands í heildinni er um 19% eða 187.350 lestir. Þessar tölur tala skýru máli og sýna hina gífurlegu þýðingu landsbyggðarinnar fyrir sjávarútveginn. En svo er við að bæta allri framleiðslu landbúnaðarins. Lengra mál er óþarft til að rök- styðja starfsemi Byggðasjóðs. Það er allri þjóðinni fyrir bestu ekki síður Reykvíkingum en öðrum að stuðlað sé að jafnvægi i byggð landsins, Atvinnulífið á landsbyggðinni byggt upp og eflt til þess að styrkja þjóðina og gera henni kleift að hagnýta auð- lindir sínar. Þetta er hið sérstaka hlutverk Byggðasjóðs og hefur starfsemi hans í fimm ár þegar borið mikinn árangur. Það er ástæða til að gleðjast yfir því, að árið 1974 er fyrsta árið um ára- tugi, sem fólksfjölgun var meiri á landsbyggðinni en á Reykjavík- ur og Reykjanessvæðinu. Þetta er meðal annars ávöxtur af öflugu og vaxandi starfi Byggðasjóðs. T.Á. Smáauglýsingar c-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-k-k-K-k-K-k-k-K-K-k-k-K-K+ Verð smáauglýsinga: 1 auglýsing kr. 850.- 2 birtingar kr. 1400.- 3 birtingar kr. 2000.- Óska eftir að taka á leigu liúsnæði til bílaviðgerða í hálfan mánuð. Upplýsingar í síma 1158 eða 1232 á Egilsstöðum. Auglýsiö í Austra. Bridgefréttir Nú er lokið aðaltvímenningskeppni Bridgefélags Fljótsdalshéraðs og urðu úrslit þessi: Nr. 1 Steinþór Magnússon og Sigm-jón Jónasson 913 stilg. 2 Sigurður Stefánsson og Þórarinn Hallgrímsson 906 stig. 3 Kristján Kristjánsson og Þorsteinn Ólafsson 862 stig. 4 Kristmann Jónsson og Aðalsteinn Jónsson 860 stig. 5 Bergur Sigurbjörnsson og Garðar Stefánsson 832 stig. 6 Magnús Guðmundsson og Sveinn Björnsson 831 stig. 7 Ingólfur Steindórsson og Björn Pálsson 822 stig. 8 Pálmi Kristmannsson og Sigfús Gunnlaugsson 820 stig. 9 Kapitola Jóhannsdóttir og Helga Aðalsteinsdóttir 795 stig. - 10 Sveinn Árnason og Ari Sigurbjömsson 792 stig. Nú um sinn hefur verið slegið á léttari strengi hjá bridgemönnum og í kvöld á að blóta þorra, en föstud. 28. janúar n.k. verður bikarkeppni Bridge- sambands íslands í tvímenning. Keppnin fer þannig fram, að tölva er látin gefa spilin fyrirfram og eru notuð sömu spilin um allt land. Hvert félag, sem þátt tekur, fær sér trúnaðarmann, sem raðar upp spilunum og lítur eftir þeim á meðan á keppninni stendur. Úrslitin á hverjum stað eru svo send suður og þar er allt reiknað út, sem einn riðill væri. Hefir þessi keppni þegar verið haldin í 3 ár og gefist vel. Ekki hefir félagið hérna eignast bikar- meistara Islands ennþá, en best höfum við náð sjöunda sæti, fyrsta árið. Föstudaginn 4. febrúar n.k. hefst svo aðal sveitakeppni félagsins. Mun hún standa fram undir páska. Sig. J. Bílasnla Árg. BRONCO 6 cyl. BRONCO 6 cyl. — BRONCO 6 og 8 cyl. — BRONCO 8 cyl. — JEEPSTER 4 cyl. — JEEPSTER 6 cyl. — JEEPSTER 6 cyl. — LANDROVER Margar árgerðir RÚSSAJEPPI diesel — RÚSSAJEPPI Framb. benzín — RÚSSAJEPPI Framb. benzín — SCOUT 6 cyl. — WILLYS Flestar eldri árgerðir WAGONEER 8 cyl. — WAGONEER 6 cyl. — WAGONEER 6 cyl. — TOYOTA LANDCRUSIER LENGRI GERÐ ÁRG. 1972. EINNIG SCANIA og VOLVO vörubílar, snjósleðar, mótorhjól og mikið úrval af fólksbílum. Fell sf. 1966 1767 1772 1974 1967 1967 1973 1966 1973 1974 1974 1970 1972 1974 Hlöðum Sími 97-1179 OKKUR VANTAR FÓLK TIL STARFA í FRYSTIHÚSI VORU. FISKVINN SLAN Kaupfélag Austur Skaftfellinga HÖFN HORNAFIRÐI Sími: 8200.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.