Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1989, Page 5

Skólablaðið - 01.02.1989, Page 5
opna Sjálfsmynd Ég horfi á þig. Mér líkar ekki við þig. Ég vil ekki sjá þig, en í staðinn fyrir að líta undan kasta ég steini í hausinn á þér. Spegilbrotunum rignir yfír mig. Elsa B. Valsdóttir. Pandóra Þú fagra Pandóra! Það elska þig allir. Þú ert svo fögur að karlmennirnir færa þér hjörtu sín í kippum, svo skilningsrík að konurnar þyrpast að þér með vandamál sín, svo blíð að börnin dá þig og dýrka, svo óhamingjusöm að ég gæti grátið. Þú ert svo óhamingjusöm, því þrátt fyrir allar gjafirnar fannstu aldrei neinn sem vildi þiggja hjarta þitt. Þú fékkst aldrei að gefa. Elsa B. Valsdóttir. Við Hlutir í nánu sambandi móta hvorn annan. Öldurnar sverfa klettana sem valda briminu. Áin eyðir stöllunum sem valda fossum og flúðum. Við rennum saman, vatn og berg, og mótum hvort annað þar til allar ójöfnur eru á bak og burt. Elsa B. Valsdóttir.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.