Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 5
opna Sjálfsmynd Ég horfi á þig. Mér líkar ekki við þig. Ég vil ekki sjá þig, en í staðinn fyrir að líta undan kasta ég steini í hausinn á þér. Spegilbrotunum rignir yfír mig. Elsa B. Valsdóttir. Pandóra Þú fagra Pandóra! Það elska þig allir. Þú ert svo fögur að karlmennirnir færa þér hjörtu sín í kippum, svo skilningsrík að konurnar þyrpast að þér með vandamál sín, svo blíð að börnin dá þig og dýrka, svo óhamingjusöm að ég gæti grátið. Þú ert svo óhamingjusöm, því þrátt fyrir allar gjafirnar fannstu aldrei neinn sem vildi þiggja hjarta þitt. Þú fékkst aldrei að gefa. Elsa B. Valsdóttir. Við Hlutir í nánu sambandi móta hvorn annan. Öldurnar sverfa klettana sem valda briminu. Áin eyðir stöllunum sem valda fossum og flúðum. Við rennum saman, vatn og berg, og mótum hvort annað þar til allar ójöfnur eru á bak og burt. Elsa B. Valsdóttir.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.