Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 9
Skemmst er þess að minnast að Ronald Reagan lét
af embætti forseta Bandaríkja Norður- Ameríku eftir
að hafa um átta ára skeið verið einn valdamesti maður
heims. Vart þarf að fjölyrða um gjörðir hans á því tíma-
bili svo ferskar sem þær eru í minni flestra. En hver
er bakgrunur hans, og hvernig kom það til að hann
forframaðist svo mjög sem raun ber vitni?
Ronald Wilson Reagan fæddist hinn 6. febrúar 1911
í Tampico, Illinois. Hann var yngri sonur hjónanna
Nelle Wilson og John Edward Reagan. Fyrstu æviár
Ronalds þvældist fjölskyldan frá einum stað til annars
en árið 1921 settist hún loks að í Dixon, sem er í 100
mílna fjarlægð frá Chicaco. Vart er hægt að segja að
smér hafi dropið af strái hverju á Reagan-heimilinu
þar eð farandskósalinn faðir Ronalds taldi sínum fáu
aurum betur varið til áfengiskaupa en til að fæða fjöl-
skylduna. Ronald lagðist þó ávallt eitthvað til og hóf
hann, fjórtán ára að aldri, að vinna hvert sumar til
að safna fyrir skólagjöldum í háskóla. Ekki dugði það
og þá var siður. Einnig höfðu menn á orði að hann
væri málglaður úr hófi fram. Er hann lauk námi 1932
fór hann að leita sér vinnu við útvarp, sem lá beint
við vegna fyrrnefnds eiginleika, en þetta var mikið
blómaskeið útvarpsmenningarinnar og leituðu þar
margir framagjarnir menn fanga. Eftir nokkuð þóf fékk
hann vinnu við lestur auglýsinga og annað slíkt en
fékk fljótlega góða stöðu við að lýsa íþróttakappleikj-
um. A þeim fjórum árum sem hann starfaði hjá útvarps-
stöðinni lýsti hann hornabolta- og rugbyleikjum svo
hundruðum skipti. Varð hann fljótt vinsæll og þótti
standa sig með mestu prýði.
Einhverju sinni elti Reagan íþróttalið til California
til að lýsa mikilli úrslitakeppni og datt í hug að reyna
að fá vinnu við kvikmyndaleik fyrst hann var svo
nærri Hollywood. Ekki þarf að orðlengja það að honum
var boðinn sjö ára samningur hjá Warner Brothers
með tvö hundruð dali í vikukaup. Þeim þótti hann svo
æðislega sætur. Að sjálfsögðu hikaði hann ekki við
þó til en hann fékk styrk frá skólanum vegna góðrar
frammistöðu í íþróttum. Einnig var honum útveguð
kvöldvinna við að vaska upp á heimavistinni. Þetta
gerði honum kleift að hefja nám í hagfræði með leik-
list sem aukafag í Eureka College 1928 þar sem hann
varð einnig mjög virkur í félagslífi og leikritum.
A þessum árum var Reagan bezt lýst sem ungum
manni á uppleið enda var hann ákveðinn í að segja
skilið við fátækt og volæði. Hann var bráðmyndarleg-
ur að áliti skólasystra sinna en þó háðu sífelld blank-
heit honum og var hann því yfirleitt ófær um að bjóða
vinstúlkum sínum í kvikmyndahús eða á ölstofu eins
að taka boðinu enda var um hærri laun að ræða en
honum höfðu nokkurn tíma boðizt áður. Ekki var til
setu boðið þar heldur var hann drifinn í förðunardeild-
ina þar sem útliti hans var breytt þannig að skiptingin
í hárinu var færð frá miðju út á hlið eftir nýustu tízku,
einnig var hann sviptur hornspangagleraugum sínum
og honum tjáð að hann þyrfti ekkert að sjá. Reagan
undi þessu illa en spinna rættist þó úr með tilkomu
„contact-linsanna“ í júnímánuði 1937 lék Reagan í
fyrstu mynd sinni, „Love is on the air“. Vart er hægt
að segja að kvikmynd þessi hafi verið mjög merkileg
en hann lék aðalhlutverkið og var þetta því ágæt byrj-
Einu tónleikarnir sem farandi er á eru alltaf haldnir í baðkörum.
Gregory Stevenson