Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 10
un á ferlinum. Síðan fór annasamur tími í hönd hjá
Reagan. Hann var látinn leika í hverri myndinni á
fætur annarri. Til að byrja með var annað hvort um
aukahlutverk eða B-myndir að ræða. Fyrsta áhuga-
verða hlutverk sitt fékk Reagan 1938 í myndinni „Brot-
her rat“. Einn mótleikara hans í þeirri mynd var Jane
Wyman en svo vel fór á með þeim upp úr þessu að þau
gengu í hjónaband 27. janúar 1940.
Of langt mál yrði að telja allar kvikmyndir Reagans
upp hér, enda flestar fallnar í gleymsku. Vert er þó
að minnast vinsælla mynda svo sem „Knute Rockne -
all American“ (WB-1940), sannsögulegrar myndar þar
Rétt er að greina frá upphafi stjórnmálaafskipta
Reagans. En enginn skyldi halda að hann hafi leitt
þau hjá sér á leikferli sínum. Árið 1938 var Reagan
settur í að tala máli nýbyrjaðra leikara í Stéttarfélagi
kvikmyndaleikara í Hollywood. Sökum tungulipurðar
var hann oft milligöngumaður félagsins og yfirmanna
kvikmyndaveranna þegar verkföll og hagsmunaá-
rekstrar komu til, enda leið ekki á löngu þar til hann
var valinn í yfirstjórn félagsins.
Þótt ýmsum kynni að koma það spánskt fyrir sjónir,
var Reagan demókrati á yngri árum og heldur frjáls-
lyndari í skoðunum en seinna varð, þótt aldrei hafi
sem hann lék íþróttakappann George Gipp. „Kings
row“ (WB-1941), sem telja má þekktustu mynd Reag-
ans, er óvenjulegur smábæjarharmleikur og þótti Re-
agan þetta sín skemmtilegasta mynd. Síðan má nefna
„Desperate journey" (WB-1942), hressilega stríðsmynd
þar sem hann og Errol Flynn taka Þjóðverjana til
bæna. Eftir nokkurra ára dautt tímabil náði hann sér
á strik með gamanmyndunum „The voice of the turtle“
(WB 1949) og „The girl from Jones beach“ (WB 1949),
í harmleiknum „The hasty heart“ (WB-1950) og öðrum
gamanleik, „Bed time for Bonzo“ (Universal 1951).
Eftir þetta fór kvikmyndaferli Reagans hrakandi, hann
lék í færri myndum en áður, og sneri sér í auknum
mæli að sjonvarpi sem þá var að verða útbreytt í
Bandaríkjunum og stjórnaði þar hinum ýmsu þáttum.
Reyndar var síðasta mynd Reagans, „The killers“
(NBC TV-1964) gerð fyrir sjónvarp, en þótti svo hrotta-
fengin að Universal dreifði henni aðeins í kvikmynda-
húsin.
Eins og fyrr var sagt giftist hann Wyman 1940 en
samkomuleg þeirra hjóna var ekki með bezta móti og
1947 fór Wyman af heimilinu í fússi og kom ekki aft-
ur. Reagan lét þetta ekki á sig fá og giftist Nancy
Davis 5. marz 1951.
hann beinlínis veifað rauðum fánum. Árið 1962 skipti
hann um skoðun og gekk í Repúblikanaflokkinn og
bauð sig fram til Ríkisstjóra California fjórum árum
síðar. Ekki dró úr fylgi hans að hann átti kunningja
á borð við James Cagney og John Wayne. En Reagan
sjálfur var ræðuhöldum og því að leika góða karlinn
vanur. Leik hans í „The Killers“ var svo lýst í Vari-
ety: „Reagan á erfitt með að sannfæra áhorfendur um
að hann sé í raun fantur og skepna eftir að hafa verið
einstakt góðmenni í óteljandi myndum.“ Hann náði
kjöri og gengdi embættinu til 1974. Tveimur árum
seinna gaf hann kost á sér til forsetaframboðs Repú-
blikanaflokksins en Gerald Ford var valinn í hans stað.
Árið 1980 komst Reagan í framboð og nýtti sér til fulln-
ustu hæfileika sína til að sameina haldbær rök og leik-
ræna tilburði í málflutningi sínum. Til dæmis burstaði
hann James Carter í sjónvarpskappræðum og er reynd-
ar talinn hafa staðið sig forseta bezt í sjónvarpi.
Brynjar Frosti Arnarson.
Við ritun greinar þessarar var stuðzt við bókina „The
All-Americans“ eftir Robert Parish og Don E. Stanke.
B.F.A.
Stíg ég á bak og brott ég held
beint inn í sólarlagsins eld.
Olafur Jóhann Sigurðsson