Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1989, Page 11

Skólablaðið - 01.02.1989, Page 11
Listasíðan góða Skelj amaðurinn Það var Páskaeyjan. Fjara. Maður gengur um og safnar skeljum. Það er skeljamaðurinn. Hann safnar margs konar skeljum, gulum og grænum, greindum og góðum, slöppum og slepjulegum, þykkum og þunnum. Alls konar skeljum. Af hverju? Stundum hugsar hann svo mikið um það að safna skeljum að hann gleymir af hverju hann safnar þeim. Hjálp. Skeljamaðurinn þarf hjálp. En hver getur hjálpað honum. Kannske enginn. Kannske allir. Líklega enginn. Skeljamaður- inn gefur nefnilega öllum skeljar. Margar skeljar, hel- víti margar skeljar. Allir þurfa skeljar. Þeir vilja eign- ast skeljar. Samt vilja þeir ekki eignast skeljar. Skelja- maðurinn hættir aldrei að tína skeljar. Það eru svo margar skeljar, svo mikil eftirspurn. Komdu þér burt bölvaði barnamorðingi! Góðan daginn FRÖKEN PET- ERSEN. Skelfiskur er viðbjóðslegur. Erlingur II von Afghanistan (Armenía) Hraunstreymi Mannlífið hefur þróazt. Um aldanna raðir. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þegar ekkert er eftir nema auðn og dauði fer að sneyðast um fjölbreytileika. Hve snautt er ekki mannlíf á volaðri storð, menn eiga ekki anda menn eiga ekki orð. Til einskis er að streitast á móti, örlögin verða ekki umflúin. Þó sakar ekki að reyna. Það gæti stytt vora hinztu stund ef vjer verðum heppin. Líklegra er þó að eingungis villi það um fyrir einföldum sálum. Að vísu eru sálir huglægar og geta því hvorki verið einfaldar nje tvöfaldar. Því miður. Styrkár Sveinn Storkur. Svo ljótur Ég stóð við gluggann Ég sá þig svo ljótan að ég fór á sal ernið og söng fýlan minnti mig á þig Ég skil ekki nóttina sem kom svo björt ó Sveinn minn hreinn Sveinn gakktu inn í morguninn gakktu inn í daginn og heyrðu vatnið syngja þú ert dauður nema... Hið eina yfirnáttúrulega sem ég hef nokkurn tíma kynnzt, er mannleg heimska Georg Brandes

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.