Skólablaðið - 01.02.1989, Side 12
A minn herra vin ?
- af starfi Húsnæðisnefndar
í vetur
í byrjun þess vetrar, sem nú er liðinn, boðaði inspec-
tor til fundar í Cösu. Ræða skyldi húsnæðisvandræðin
og var rektor fenginn til að rekja sögu málsins og
hver staðan væri. A fundinum spunnust nokkrar um-
ræður og var samþykkt ályktun þar sem skorað var á
stjórnvöld að kaupa hús Isafoldarprentsmiðju við
Þingholtsstræti. Einnig var ákveðið að inspector
skyldi skipa nefnd nemenda um málið. I þessa nefnd
voru síðan fengnar Kristrún Heimisdóttir, Auður
Loftsdóttir og Asta Kristjana Sveinsdóttir. Nefnd þessi
var þó frá upphafi afar óformleg, eiginlega fremur
áhugahópur en virðuleg nefnd.
Við urðum fljótt sammála um að nauðsynlegt væri
að vinna að málinu af þrautseigju, þ.e. reyna að beita
stjórnvöld jöfnum og stöðugum þrýstingi í stað þess
að blása srax í herlúðra og marsera í mótmælagöngu.
Þetta mál væri nefnilega gamalt og yrði ekki unnið á
einni nóttu með einni mótmælagöngu. ( Af hverju að
ganga á nóttunni? Innsk. ritn.)
Við hugðumst læra af sögunni. Arið 1972 voru slík
þrengsli í Menntaskólanum í Reykjavík að annað eins
hefur ekki þekkst fyrr né síðar. Þá fóru nemendur og
kennarar í mótmælagöngu með miklum látum, afhentu
ráðherrum áskoranir og buðu þeim í skólann, er árang-
urinn varð sáralítill. Við vildum því ekki gera neitt
nema að vel athuguðu máli, byrja rólega en herða
róðurinn smátt og smátt.
Við gerðum okkur ljósan vanmátt okkar, að við sem
eyðum aðeins örfáum árum í skólanum, gætum ekki
þekkt allar hliðar málsins, hefðum ekki reynslu ýmissa
annarra. En við þekktum líka styrk okkar. Við vissum
að reynsla getur einnig deyft baráttuanda og trú á það
að menn fái nokkru breytt. Að það væri kannske ein-
mitt reynsluleysi okkar og unggæðingsháttur sem
gerði það að verkum að lagt yrði út í einhvers konar
aðgerðir.
Við urðum að fá alla þá er málið snerti í lið með
okkur og fyrst áttum við fund með stjórn kennarafé-
lagsins. Sá fundur varð síðan til þess að aðalfundur
kennarafélagsins ályktaði um málið og sendi fréttatil-
kynningu til fjölmiðla. Sú fréttatilkynning birtist í
flestum dagblöðum og varð til þess að fjallað var nokk-
uð ítarlega um málið á STÖÐ 2. A fyrrnefndum aðal-
fundi kennarafélagsins kom einnig fram að ekki voru
allir jafn hrifnir af ísafoldarhúsinu því menn óttuðust
að um yrði að ræða enn eina bráðabirgðalausn á vand-
anum, það sem sem þyrfti væri framtíðarlausn.
Ráðherrar í sturtu.
Hver dáð sem maðurinn drýgir
er draumur um konuást.
Stefán frá Hvítadal.