Skólablaðið - 01.02.1989, Qupperneq 13
Inspector, rector, consules et magistra in caduca Casa Scholæ Reykjavicensis
Við í nefndinni vildum nú reyna að fara út í ein-
hverjar meiri aðgerðir og æsktum samstarfs kennara.
Varð úr að þrír kennarar, þau Guðfinna Ragnars-
dóttir, Guðbjartur Kristó Fersson og Ragnheiður
Torfadóttir voru fengin í eins konar samstarfshóp með
okkur. Þá gengum við á fund Jónatans Þórmundsson-
ar, forseta nemendasambands M.R. (sem í eru allir eldri
nemendur M.R.) og er skemmst frá því að segja að
Jónatan tók okkur afar vel og sat upp frá þessu í sam-
starfshópi okkar og kennaranna.
Astæða þess að við lögðum svo ríka áherslu á að fá
Jónatan til liðs við okkur var sú að við vildum reyna
að ná til alls þess fjölda stúdenta frá Menntaskólanum
i Reykjavík sem gegnir ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu
og getur lagt sínum gamla skóla lið. Einnig vissum
við sem var, að það væri auðvelt að afgreiða nemend-
ur skólans sem fávísa skólanemendur. Með málsmet-
andi fólk í okkar röðum álitum við að meira mark yrði
a okkur tekið. Með þetta í huga var ákveðið að efna
til undirskriftasöfunar meðal eldri nemenda skólans.
Við vissum að of mikið fyrirtæki yrða að ná til allra
eldri nemenda og leituðum því eingöngu til fyrrver-
andi inspectora og fyrrverandi forseta framtíðarinnar.
Skólafélagið unnu sameiginlega að þessari söfunun og
lögðu margir nemendur þar hönd á plóginn. Söfnunin
tókst prýðilega og skrifuð 70 stúdentar undir áskorun
um að þegar yrði fundin framtíðarlausn á húsnæðis-
vanda skólans, sá elsti frá árinu 1917. Þessi áskorun
var birt í öllum blöðum 1. desember og auk þess helg-
aði MORGUNBLAÐIÐ Menntaskólanum í Reykjavík
heila opnu þann dag. Vakti þetta nokkra athygli fólks
og áreiðanlega athygli þeirra sem mestu ráða; fjár-
málaráðherra taldi ekki getað skrifað undir stöðu
sinnar vegna, menntamálaráðherra var erlendis en
forsætisráðherra skrifaði undir.
Nú vorum við þeirrar skoðunar að næsta skrefið yrði
að vera það að virkja hinn almenna nemanda. Lengi
vel var stefnt að því að hafa útifund eða mótmæla-
göngu þann 17. febrúar en veðurfar gerði allt slíkt
afar óráðlegt. Ástæða þess að rætt var sérstaklega um
17. febrúar, var sú að þann dag fyrir 40 árum hélt
Eysteinn Jónsson þáverandi menntamálaráðherra
ræðu á alþingi þar sem hann lýsti húsnæðisvanda
Menntaskólans í Reykjavík. Það er athyglisvert að
þessa ræðu gæti núverandi menntamálaráðherra, Sva-
var Gestsson, allt eins flutt nú; hin fjörutíu ára gamla
Eysteins gæti svo hæglega átt við núverandi ástand.
Annað sem rætt hafði verið var að bjóða ráðherrum
í skólann, leiða þá um skólahúsnæðið svo þeir sæju
með eigin augum hvernig ástandið er. Það er nefnilega
ekki hægt að lýsa því með orðum, menn verða að koma
og sjá. Eftir tveggja mánaða þref tókst að fá þá þrjá
í skólann, sem mestu um málið ráða, þá Steingrím
Hermannsson, Ólaf Ragnar Grímsson, og Svavar Gests-
son. Þeir voru leiddir um skólann undir stjórn rektors
og í fylgd fjölmiðlahers. Þá afhenti inspector þeim
áskorun nemenda með nokkrum vel völdum orðum.
Þegar þetta er skrifað er ekki enn vitað hver árangur
hefur orðið af þeirri heimsókn.
Enn er ekki getið heimsóknar okkar til fjárveitinga-
nefndar alþingis, sem varð til þess að fjárveiting ríkis-
ins til viðhalds á skólahúsum Menntaskólans var
Ég og hamingjan skildum aldrei hvort annað
og eflaust má kenna það vestfirzkum framburði mínum.
Aðalsteinn Kristmundsson (Steinn Steinarr)