Skólablaðið - 01.02.1989, Side 14
hækkað úr 3,1 milljón í 8,1 milljón . Það skal viður-
kennt, að þegar við hófum að kynna okkur þetta mál
í haust, héldum við að það yrði mun einfaldara við-
fangs en raun varð á. Okkur, nemendunum í þessum
skóla, finnst nefnilega svo sjálfsagt að stjórnmála-
mönnum sem öðrum mönnum blöskri ástandið svo
mjög að þeir hlaupi til og færi allt til betri vegar. Því
miður er það ekki svo einfalt. Þeir segjast hafa í mörg
horn að líta, nefna alls skyns skóla um allar jarðir,
sjúkrahús og barnaheimili, en gleyma því að Mennta-
skólinn í Reykjavík hefur mátt bíða í tugi ára. Þeir
gleyma því að á meðan framhaldsskólahallir hafa risið
í hverjum dal og hverjum firði hafa nemendur Mennta-
skólans í Reykjavík stundað nám í gömlum fatahengj-
um og salernum í ýmis konar bráðabirgðahúsnæðum
á víð og dreif um Þingholtin. Sums staðar við aðstæð-
ur sem vart eru boðlegar fólki.
Því finnst okkur M.R.-ingum hlægilegt þegar nefndir
eru til tíu-tuttugu ára gamlir skólar og að þar sé
ástandið svo slæmt að úr verði að bæta. Við efumst
ekki um að ástandið geti líka verið slæmt annars stað-
ar en teljum einnig að nú hljóti röðin að vera komin
að okkur. - Við viljum ekki bíða í 40 ár enn.
Kristrún Heimisdóttir
Asta Kristjana Sveinsdóttir
Jónatan Þórmundsson mættur á svæðið ásamt
Þóri Einarssyni, Þóri Auðólfssyni inspector
scholæ, ofl
Ég hef ekki gaman af neinum kvennaíþróttum, nema þá helzt leðjuslag.
Kristinn Tryggvi Þorleifsson