Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 16

Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 16
Quid novi ? Á skólafundi 25. 2. sl lagði Þórir Auðólfsson, inspec- tor scholæ, fram lagabreytingatillögu er varðaði lög- bindingu á skipan svk skemmtinefndar. Aldrei þessu vant var málið afgreitt með handauppréttingu. Hugs- anlega hefur ofurlítis klausa í lögum Skólafélagsins gleymzt: „Lagabreytingar þurfa 2/3 atkvæða í skrif- legri atkvæðagreiðslu, svo fram nái að ganga“ Þess má geta að nú í vor bauð enginn sig fram í Skemmtinefnd í 4.bekk Z í vetur var Halldór Narfi að flytja fyrirlest- ur um Voltaire. Þá átti eftirfarandi samtal sér stað: Haukur sögukennari: Halldór Narfi! Hvað átti Volta- ire við þegar hann sagði að menn ættu að rækta garð- inn sinn? Löng þögn. Halldór Narfi: Eh, átti hann ekki við að menn ættu að stunda búskap? Frá öndverðu hefur sú venja ríkt að að loknum vorpróf- um haldi ö.bekkingar í einhvers konar ferðalag, oftast með þau orð á vörum að tilgangurinn sé að styrkja vináttuböndin er myndazt hafi á liðnum árum og að létta sér upp eftir erfiðan vetur. Lengi vel nægði Island íslenzkum Menntaskólanemum, en hin síðari ár hafa þeir þótzt eiga brýn erindi að reka á sólarströndinni Ibiza. Hefur hinum yngri nemum skólans oft leikið hugur á að vita hver þau erindi kynnu að vera. Til að gefa dæmi um skemmtan íslenzku unglinganna þyk- ir rétt að nefna það, er nemendur eðlisfræðideildar I, tóku sér fyrir hendur sl sumar. Hófst skemmtan þess- ara unglinga venjulega í býtið hvern morgunn. Var þá haldið niður til strandar þar sem and- og veraldleg- ur leiðtogi hópsins stjórnaði aðgerðum. Piltur þessi hafði þá sérstöðu að vera frönskumælandi, en ekki er þess getið að sú fötlun hafi háð honum að ráði. Eftir að gleðifólk þetta hafði buslað um stund fór leikur að æsast og fötum að fækka. Olmuðust hnokkar þessir og hnátur daglangt, unz að því kom að sómakærar innfæddar húsmæður skökkuðu leikinn. Á sama tíma og Augusto Pinochet hélt frjálsar kosn- ingar í Chile var haldinn skólafundur í Menntaskólan- um. Þar átti að afgreiða tillögu fjölmargra 6.bekkinga um breytingar á stjórn íþróttamála í skólanum. Þegar að kosning var þegar hafin og margir því gengnir af fundi, lagði inspector fram frávísunartillögu og lagði um leið til að hann skyldi skipa nefnd er fjalla skyldi um „breytingar á stjórn íþróttamála“. Urðu ýmsir hvumsa og þótti annarlegt að leggja fram frávísunartil- lögu við tillögu er þegar væri farið að greiða atkvæði um. Skólafélagið og „Framtíðin“ hafa hvort um sig haft þann sið að nefna skrifstofu sína „kompu“. Er ekki ráð að taka upp ólíkt hljómmeira nafn og tala um kytru? Nú er svo komið að dansskólar höfuðborgarinnar leggja upp laupana, hver á eftir öðrum. Að sögn kunn- ugra hafa hinir stöðugu danstímar í Menntaskólanum orðið til þess að fáir hafa séð ástæðu til að kosta sig í dansskóla. Aðspurður segir Haukur að ástæða þessar- ar aukningar danstíma í Menntaskólanum sé sú stefna að kynna mönnum flest það sem þeir ekki kunna fyr- ir. Er nú búizt við að á vetri komanda verði tekin upp tónlistarkennsla í leikflmi, leirkeragerð verði stunduð í efnafræðitímum, og einnig standa vonir til að jarð- fræðitímar geti nýtzt fyrir kennslu í félagsfræðum. Útgefandi er sá maður sem skilur kornið frá hisminu - og prentar síðan hismið Adlar Stevensen

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.