Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1989, Page 17

Skólablaðið - 01.02.1989, Page 17
Magnús Þorbergsson, helzti forvígismaður að að- ild Menntaskólans að „Kvikmyndaklúbbi lslands“ j^íeðal stofnenda svo kallaðs „Kvikmyndaklúbbs ís- jands,, er Listafélag Menntaskólans í Reykjavík, og Par með allir innritaðir nemendur skólans, hvort sem Peim líkar betur er ver. Eftir að klúbburinn var stofn- aður hafa aðstandendur hans farið mikinn í fjölmiðlum a veggjum framhaldsskólanna. Þeir voru samt það hogværir áður en hlaupið var með stofnun klúbbsins i fjölmiðla, að Þórir Auðólfsson, inspector scholæ, og 'lúmur Jón Björnsson 6.X, sem ma á sæti í kvikmynda- deild Listafélagsins fréttu fyrst um hana í fjölmiðlum. Nýustu fréttir af klúbbnum eru þær að honum hefur Pegar verið úthlutað hálfri milljón króna af almannafé hl starfsemi sinnar. Ber að fagna því, enda sízt of mik- jð af sjóðum og klúbbum í landinu til að auka alt of ietta skattbyrði almennings. Á kosningafundi fyrir vorkosningar í ár spurði Orri Hauksson 4.Z., frambjóðandi til embættis forseta ,,Framtíðarinnar“, mótframbjóðanda sinn, hinn góð- kunna Kristin Tryggva Þorleifsson, hvort hann „vildi nokkuð ná kjöri“. Þá þegar hafði Kristinn veggfóðrað skólann með auglýsingum og ritað heillrar blaðsíðu grein í kosningablað er gefið var út. Ef frá eru skildar 5 línur í sama blaði hafði Orri ekkert gert til að ná kjöri. Fyrirspurn Orra var þó ekkert eindæmi, enda töldu flestir vítaverða ,,léttúð“ fólgna í því að maður sem ekki hafði tekið þátt í „Morfís“ keppni teldi sig hæfan til að stýra málfundafélagi. „Félagseigendafélagið“ er einnig sagt hafa óttast svo mjög að margir einstaklingar myndu ekki greiða at- kvæði á „tilhlíðilega ábyrgan“ hátt að á kjörseðli var kjósendum sagt að „kjósa þann einstakling er þú telur hæfastan“ Vitaskuld er ekkert út á það að setja að menn greiði þeim atkvæði er þeir telja hæfastan. Hins vegar er frekar óvenjulegt að slíkar leiðbeiningar" séu settar á kjörseðla. .....(óstaðfest) Yfirlýsing. Eg, Halldór Stefánsson, oft kallaður „Narfi“, óska hér með eftir því að vera kallaður Halldór. í góðra vina hópi, Dóri. Heyrzt hefur að Quid Novi? verði óvenju dauft í þessu blaði. Lítið verði um heiðarlegar kjaftasögur en þeim meira verði um lúalegar og með öllu ófyndnar árásir á embættismenn nemenda Áhugamenn um forna ljóðlist í Menntaskólanum hafa nú um nokkurt skeið örvænt um hvað taki við er Bald- ur útskrifast. Er nú séð fyrir endann á þeim áhyggjum, því fundizt hefur nýtt prósaskáld í þriðja bekk. Dag einn, eftir hádegi, í vetur, var eftirfaranmdi snilldar- verk hengt upp í F-stofu: Að næturlægi við götuna fer Nonni næs af stað stígur beint upp í löduna og rennir henni í hlað. I þessu ljóði gefur að líta alt það er í nútíma ljóðum skal felast ; Stílhreint mál, skýrar áherzlur og djúpa skírskotun. Einnig er hið rammíslenzka tungutak svo meitlað að Toggi Fónem sagðist aðspurður vart hafa heyrt annað eins frá því Rikshaw var upp á sitt bezta. Höfundar sem skrifa ljóðrænt óbundið mál eru sjáldnast góð skáld. Oscar Wilde

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.