Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 18

Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 18
Elskhuginn Það er sumar og loftið er hlýtt þótt sólin sé að ganga til viðar. Ég stend ein í grýttri fjörunni og horfi dálít- ið annars hugar á hafið, sólsetrið og daufur ilmur af salti og þara fyllir vit mín. Ég stend ein, eins og oft áður, og bíð komu þinnar. Síðustu geislar kvöldsólar- innar gylla skýin við sjónarrönd, og meðan ég dáist að þeim finn ég þig nálgast. Þú byrjar á að strjúka létt yfír hárið á mér og fara mjúkum höndum um mig alla, meðan ég sný enn baki í þig. Þegar hreyfingar þínar verða ákveðnari, tak þitt fastara, sný ég mér við og þú faðmar mig að þér. Togar svo í peysuna mína, buxurnar og ég hjálpa þér að afklæða mig. Brátt stönd- um við nakin í fjörunni og þú heldur áfram að gæla við mig, strýkur nakinn líkama minn. Við finnum okk- ur dæld milli steinanna þar sem sandurinn er mjúkur, leggjumst þar niður og höldum ástarleik okkar áfram við undirleik aldanna og garg þeirra fáu máva sem enn eru á ferli. Þú ert frábær elskhugi, þú uppfyllir allar mínar óskir og fullnægir öllum mínum þrám, og við veltumst um í sandinum og ég hvísla að þér ástarorðum án þess að vita af því. Þegar ég átta mig aftur er sólin sigin í sjóinn, öldurnar þagnaðar og mávarnir sofnað- ir. Ég horfi á eftir þér þar sem þú ferð út eftir fjö- runni, þyrlar upp litlu rykskýi hér og feikir rusli þar, gárar yfirborð pollanna og vaggar melgresinu. Hafgol- an á leið til sjávar. Elsa B. Valsdóttir

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.