Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 25

Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 25
Dándimaður Síðsumars árið 1971 fló storkur nokkur yfir hafið í átt til Reykjavíkur. Þar kom að flogþol hans þvarr og kom hann niður á útnesi því er nefnt er eftir pytti nokkrum og kallast Seltjarnarnes. Samkvæmt Hagstofunni er dándimaður í heiminn borinn í Seltjarnarnesshreppi á Ágústínusarmessu 1971. Dándimaður varð snemma ólæs en það eltist af honum er hann, 5 ára gamall, brauzt til mennta og hélt til skóla þess er kenndur er við bæ einn í pláss- inu, Mýrarhús. Undi dándimaður sér þar um sjö ára skeið unz hann hélt til stofnunar þeirrar er í daglegu tali er nefnd Valhúsaskóli. Strax í frumbernsku varð dándimaður einn efnilegasti krakki er nokkurn tíma hafði stigið í sandkassa í plássinu og á fyrsta ári sínu í Valhúsaskóla var dándimaður skipaður stuðnings- maður meðmælanda frummælanda ræðuliðs skólans í hinni árlegu ræðukeppni við Hagaskóla; keppni sem af ókunnum ástæðum er kennd við vináttu. Að sjö- unda bekk dándimanns loknum hafði Ólafur skóla- stjóri Óskarsson sannfærzt um að annar bekkur gagn- fræðaskólans yrði tímasóun á leið dándimanns til vegs og virðingar og settist dándimaður því í þann bekk er nútímamenn nefna hinn níunda. Þann vetur var dándi- maður gerður að liðstjóra ræðuliðs skólans og var ekki að sökum að spyrja; landsbygðarbúar sigruðu. Slíkt hafði þá ekki gerzt í háa Herrans tíð. Þegar dándi- maður hafði lokið því námi er skólakerfi Seltjarnar- ness bauð upp á hélt hann til byggða og settist í þriðja bekk Menntaskólans. Bar ekkert til tíðinda fyrstu tvo vetur dándimanns í skólanum en er dándimaður hafði setzt í fimmta bekk sá hann að hann yrði að láta meira að sér kveða. I sagnfræðibókum birtast myndir af helztu mikil- mennum sögunnar. Eitt sinn riðu hetjur um héruð og sátu þá konungar fyrir á hestbaki en í seinni tíð hafa helztu menn verið myndaðir í risastórum marmara- lögðum skrifstofum. Þetta vissi dándimaður vel en gerði sér einnig ljóst að eins og ástand var í húsnæðis- málum Menntaskólans yrði þess langt að bíða að sess dándimanns í sögubókum framtíðarinnar yrði með þeim hætti er vert væri. Gerðist dándimaður brátt ákafur talsmaður þess að þegar yrði bætt úr því er lengi hefur nefnzt húsnæðisleysi Menntaskólans. Gekk dándimaður manna á milli og leitaði ásjár. Slíkur var sannfæringarkraftur dándimanns að honum hafði brátt tekizt að fá forsætisráðherra landsins til að skora á ríkisstjórnina að bæta brátt úr böli þungu. Er því ekki að efa að ríkisstjórnin mun innan skamms leggja áherzlu á að stefnt verði að því að reynt skuli að leita leiða til að freista þess að gera eitthvað. Einnig voru ráðherrar boðnir í skoðunarferð um Menntaskólann. Ma voru þeir teymdir í svk sturtuklefa undir leik- fimihúsi (byggðu 1895) skólans. Datt þar hvorki né draup af ráðherrunum fremur en sturtunum dags dag- lega. Barátta dándimanns fyrir bættum húsakosti skólans hafði fleiri kosti en þá að fjárveiting til skólans hækk- aði og Þórir Auðólfsson komst í sjónvarpið. Svo mikla athygli hafði dándimaður fengið að í inspectorsforvali 5. bekkjar skömmu síðar varð dándimaður í efsta sæti, hverju hann hélt í kosningunum viku síðar. Því verður vart haldið fram að dándimaður hafi setzt í inspec- torsstól á friðsömum tímum. Miður rólegt kennara- verkfall hófst daginn eftir kosningar. Óþarft er að taka fram að kunnara sé en frá þurfi að segja að það væri að bera í bakkafullan lækinn að segja að það hafi víst ekki farið fram hjá neinum að margir nemendur hafi æstst ekki minna en samningsaðilar og klögumál og brigzlyrði gengið á víxl. Þó skrifa mætti langa grein um þau mál og þátt dándimanns og annarra í þeim verður að eftirláta sagnfræðingum framtíðarinnar þann öfundsverða starfa þar sem um munn minn þvert nú mjög er hert, mér er gert að þegja. En opinbert það alt er gert er frá er vert að segja. Þ.D. Ég trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni. Þorsteinn Erlingsson.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.