Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.02.1989, Side 29

Skólablaðið - 01.02.1989, Side 29
 Hafa ungskáldin ruglazt í ríminu? Lengi hafa áhugamenn um íslenzkar bókmenntir haft það fyrir sið að gaumgæfa verk yngstu rithöfunda þjóðarinnar, oft með þann gamla orðskvið á vörum, að snemma hafi margur krókurinn beygzt. Hafa þeir þá gjarnan vitnað í buxur, vesti, brækur og skó Jónas- ar, auk annars er liggur eftir barnunga Islendinga. Um langa hríð hefi ég talið mér trú um að ég, á ein- hvern hátt, beri hag íslenzkrar menningar fyrir brjósti, og hafi áhuga á því hvernig hún muni þróast. Og til að svala þessum áhuga mínum hefi ég reynt að fylgj- ast með því er kemur frá „íslenzkum ungskáldum“ í dag. I framangreindum tilgangi hef ég því reynt að lesa skólablöð og slíka pappíra. Hið fyrsta sem blasir við er ljóð nútíma ungskálda eru lesin er sú staðreynd að ungskáldunum er fátt fjær en að halda sig við hið hefðbundna ljóðform er lifað hefir með þjóðinni öldum saman. Og slíkur tjáningarmáti á vissulega alls ekki við um ungskáldin ein. Flest öll skáld, sem ekki eru komin yfir fimmtugt, láta reglur og hefðir lönd og leið. I dag nægja fingur annarar handar til að kasta tölu á þær sálir, undir tvítugu, er enn aga mál sitt við hina þrískiptu grein stuðla og höfuðstafa. Og gera það rétt. Hægt er að nefna mýmörg dæmi um hvernig áherzlur ungskálda hafa breytzt. Allir kunna kvæðið er Jónas Hallgrímsson setti saman, þá sex ára gamall, um klæði sín: „Buxur, vesti brók og skó...“ en líklega kunna færri þetta ljóð Baldurs A. Kristinssonar, er amk hefur birzt í 2.tbl. 8.árg. Nýs Skóla, útg. Rvk. 1988: Við gerum brúður Við gerum brúður úr höndum fingur mínir færa upp örsmáa harmleiki á líkama þínum þú ert svið þú ert fullur salur Ef menn hafa nennu til að lesa kveðskap þann er boðið er upp á í öllum helztu ritum Menntaskólans þurfa þeir ekki að velkjast í vafa um hvor tjáningar- mátinn höfði meira til Hins almenna skólaskálds. Af 24 ljóðum 2. tbl. 63. árgangs Skólablaðs Menntaskól- ans, útg. 1988, er eitt með stuðlum, höfuðstöfum og rími. Þó er Skinfaxi sama árs fjölbreyttari. Af 21 Ijóði eru 5 þar sem leitazt er við að fylgja bragreglum. En þau ljóð er mörg hver sköðuð af hvimleiðri ofstuðlun og öðrum braglýtum. Ekki skal fullyrt hvor tjáningar- mátinn fellur almenningi betur í geð, en spyrja má hver viðbrögðin hefðu orðið ef engir hinna svokölluðu hagyrðinga hefðu verið í hinum vinsælu spurninga- þáttum, Hvað heldurðu?, en í þeirra stað hefðu nokkr- ir unglingar farið með nokkur verðlaunaljóð úr ljóðas- amkeppni Skólablaðsins frá undanförnum árum. Rétt er að taka það fram að hér var ekki reynt að dæma um hvor ,,aðferðin“ er ,,betri“. Það verður hver að gera fyrir sig. Né má taka þessi skrif sem svo að höf. hafi verið að gera lítið úr rithöfundarhæfileikum íslenzkra ungskálda. Slíkt kemur engum til hugar . Höfundurinn. Quid novi? Að sögn Þjóðviljans mun lítil stemmning hafa verið á afmælisfagnaði Sjálfstæðisflokksins á dögunum. Frá þeim fjögur hundruð mönnum er voru viðstaddir hefur heyrzt að aðeins einn ræðumanna hafi sýnt umtals- verða takta. Þar inni var engin sál, nema ein sem agaði mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein. próf. Jón Helgason

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.