Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1989, Page 30

Skólablaðið - 01.02.1989, Page 30
Af meðalmennsku Enga kynlífsfordóma TAKK! (Mynd og texti Per Henje) Það er leitt til þess að vita hve meðalmennskunni hefur tekizt að hreiðra um sig í þjóðfélaginu. Til tíð- inda má telja ef einhvers staðar má greina menn sem þora að vera öðruvísi en aðrir, sem þora að tala um annað en „launamisréttið" og „vanda landbúnaðar- ins“, sem þora að segja eitthvað sem annar hver mað- ur hefur ekki sagt áður. Til undantekninga heyrir ef í umræðum í þjóðfélaginu er fjallað, af sæmilegri rök- vísi, um eitthvað er máli skiptir. T.a.m. er ekki langt síðan þjóðin talaði vart um annað en hið háskalega ástand í sláturhúsamálum Bílddælinga, að ekki sé minnzt á þá þætti er útvarpsstöðvarnar bjóða hlustend- um sínum til þess að þeir geti rætt það sem þeim ligg- ur helzt á hjarta. Sé símhringjandi ekki drukkinn er hann yfirleitt að kvarta yfir því að hafa misst af stræt- isvagni fyrr um daginn. Einnig er vinsælt að frambjóð- endur stjórnmálaflokka hringi sem „maðurinn á göt- unni“ og ræði lítillega um misréttið í landinu; „tvær þjóðir“, osfrv. Á alþingi hafa tímarnir breytzt. Nú er runninn upp tími hins „Alþýðlega stjórnmálamanns“. I því að vera Alþýðlegur mun felast að „koma til dyranna eins og menn eru klæddir“, gaspra og láta plata sig. Vinsæld- ir stjórnmálamanna fara svo væntanlega eftir afköstum við Alþýðleika. Oneitanlega er orðum Þorsteins Erlíngssonar enn óhaggað: „Við vonum þú senn eigir svipmeiri þjóð, og senn verði heiðari bráin. Til þess orti Jónas sín þjóðfrægu ljóð, til þess er Jón Arason dáinn.“ Veit maðurinn ekki að það er búið að finna upp tann- burstann? Einnig í bókmenntum og ,,listum“ er meðalmennskan dýrkuð. Ef einhver tekur upp á því að setja nokkur samhengissnauð orð á blað er það umsvifalaust „ein- læg tjáning, mikil list og djúp skírskotun“. Detti ein- hverjum hins vegar í hug sú firra að ætla að yrkja með ljóðstöfum og bragreglum hrista menn yfirleitt höfuðið og segja í vorkunnartón að það sé svo sem að ágætt að nokkrir sérvitringar stundi þetta úrelta skitt- erí. Vart er þorandi að minnast á íslenzk fræði. Nú er það stærðfræðin sem koma skal. [Einnig er það al- kunn staðreynd að „tölvurnar eru framtíðin“.] I ís- lenzkutíma hér í skóla, fyrir eigi mjög löngu, munu hafa upphafizt mikil ramakvein er kennari dirfðist að minnast á ljóðstafi. Meðal þeirra er ekki mun hafa heyrt á stuðla og höfuðstafi minnzt var einstaklingur er eitt sinn bar sæmdartitilinn Dux scholæ. Vandað íslenzkt mál er einnig hvarvetna á undanhaldi. Vart er hægt að hlusta á hljóðvarp eða lesa dagblað án þess að setja dreyrrauðan. Jafnvel hefur mönnum borizt til eyrna að hugmyndir séu um að draga úr ,,kröfum“ um árangur í stafsetningu á vorprófum þriðju bekkinga! Ef rétt er hermt skal það sýtt. Sá er hér heldur á penna vill hvetja nemendur Menntaskólans til að berjast gegn meðalmennskunni áður en það verður of seint og skólalífinu bezt lýst með orðum úr Fjallgöngu Tómasar Guðmundssonar: ,,að eiginlega er ekkert bratt, aðeins mismunandi flatt.“ Ég er ekki ég, ég er annar. Magnús Þór Jónsson

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.