Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 35

Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 35
Frá kosningaskrifstofu Orra Haukssonar. ins, deildum er oft hafa verið ómannaðar. í tónlistar- deild náðu kosningu 3 nemar í 4.A og einnig kemur ný[sjálf|kjörinn inspector instromentorum, Stefán Már Magnússon úr þeim bekk. Til myndlistardeildar náðu kjöri Sigríður Heimisdóttir, Eirún Sigurðardóttir og Anna Jónsdóttir. I myndbandsnefnd náðu kjöri Sigurð- ur Kjartansson, Ingvar Sverrisson, Bjarni Sigurðsson og Júlíus Schopka. I fyrra mátti heita að annar hver nemandi skólans væri í framboði til útvarpsráðs. Nú bar svo við að aðeins fjórir gáfu kost á sér. Þar af þrír 3. bekkingar, Konráð Garðar Aðalmundsson, Sveinn Zoga, og Guðný Isaksen auk Björns Birgissonar, ð.bekk. I fyrsta sinn frá því Birgir einn Armannsson, þá 3. bekkingur, var kjörinn forseti Framtíðarinnar bárust fleiri en eitt framboð til þessa embættis. Náði gjald- keri félagsins, Orri Hauksson, kosningu með um 80 af hundraði atkvæða, en hinn góðkunni Kristinn Tryggvi Þorleifsson náði rúmlega 11 % atkvæða. Nokkra athygli vakti að um 5 % nemenda gerðu ekki upp á milli frambjóðenda og skiluðu auðum seðli. I stjórnarkjöri sama félags varð Guðmundur Steingríms- son blaðamaður hlutskarpastur með 229 2/3 atkvæða. Gjaldkeri var kjörinn Jón Ragnar Örnólfsson með 171 1/3 atkvæða og fyrsti meðstjórnandi Lilja Björk Krist- insdóttir með 163 1/3. Annar meðstjórnandi verður svo 3.bekkingurinn Dagur Eggertsson, hann hlaut 110 at- kvæði. Dögg Baldursdótttir hlaut 90 atkvæði. Gunnar Gylfason var í framboði annað árið í röð en hafði ekki erindi sem erfiði; hann hlaut 63 2/3 atkvæða. Niður- stöðurnar geta vart annað en talizt sigur fyrir Guð- mund Steingrímsson. Hann hlaut að vísu færri at- kvæði en Orri Hauksson í fyrra og Auðunn Atlason þar áður, en engu að síður ætti forsetastóllinn að vera innan seilingar að ári. Jón Ragnar má einnig vel við sinn hlut una. Þrátt fyrir að hafa hvorki ritað grein í kosningablað það er dreift var um skólann, eða mætt á framboðsfund fyrir kosningar (einhv. heyrt minnzt á framboðsf. eftir kosningar?) náði hann öðru sæti. Ýmsir piltar skólans áttu auðvelt með að dylja hrifn- ingu sína yfir því að kvenmaður skyldi kjörin inspec- tor scholæ. Hið firnaháa hlutfall auðra seðla sem kom fram í inspectorkjöri verður líklega aðeins skýrt sem einhverskonar andmæli við kveninspectorinn. Tæpt var á ,,helgum tradisjónum“, „krosstré falla eins og aðrir raftar", ,,o tempora o mores“ og saa videre. Sá er þetta ritar hefur lengi þótzt vera ágætlega íhaldssamur en getur engu að síður vart séð að alda- langri sögu skólans sé mikil hætta búin þó nú hafi kvenmaður náð kosningu. Ekki sízt þar sem á síðustu 11 árum hafa 4 stúlkukindur komizt í inspectorsstól- inn. Honum hefur þvert á móti sýnzt að með því að hafna kvenframbjóðanda eingöngu á grundvelli kyn- ferðis séu menn komnir niður á sama plan og það fólk er eyðir atkvæði sínu á stjórnmálaflokk vegna kynferð- is og lítt útskýrðs „reynsluheims" frambjóðenda. en enginn Magnús. Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað? Jóhann Jónsson

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.