Skólablaðið - 01.02.1989, Qupperneq 37
Er lífið
Hann vaknar upp úr ljúfum draumi. Hann hafði
dreymt, að hann væri staddur í leikfimisal. Hann stökk
yfir hesta, sveiflaði sér í köðlum og fór margföld heljar-
®tökk. Allt þetta var svo létt, svo auðvelt. I enda salar-
Uis stóðu nokkrar stúlkur og störðu á hann bergnumd-
ar- Hann naut athyglinnar, og hnyklaði vöðvana svo-
lítið. Já, nú áttar hann sig á því. Draumurinn á auðvit-
að að minna hann á tímann sem hann á pantaðan í
líkamsræktinni í kvöld. Hann hafði næstum verið bú-
lI}n að gleyma honum. Hann fer fram úr, og í sturtu,
eins og hann gerir alltaf á morgnana. Hann tekur sér
Soðan tíma og lætur vatnið renna lengi niður vöðva-
stæltan líkaman og ímyndar sér að hann sé að leika í
gosdrykkjarauglýsingu. Loks lætur hann þvottinum
|okið og þurrkar sér vel og lengi fyrir framan spegil-
lan. Síðan blæs hann hárið og greiðir af kostgæfni.
Hann er líka vanur að lesa Morgunblaðið á meðan
hann snæðir morgunverðinn. Lesturinn tekur ekki
|angan tíma, enda les hann bara myndasögurnar og
^þróttasíðuna. Annað kemur honum ekki við, póíitík
°g annað slíkt sem hann hefur hvort sem aldrei þotnað
r Þegar hann er ferðbúinn, stekkur hann upp í þýska
sportbílinn og ekur af stað í vinnuna. Hann er rólegur
yfirvegaður við aksturinn, allt óðagot er honum
fjarri. Hann kveikir á útvarpinu, sem fyrir slysni er
aUtaf stillt á Ríkisútvarpið. Það eru auglýsingar: „Ein-
'lagi afnotagjalda Ríkisútvarpsins er í dag“ „Eindagi
afnotagjalda,“ hugsar hann með sér, „hvað er nú
það?“.
leikfimi ?
Hann stoppar við gangbrautarljós. Börn með skólat-
öskur á bakinu ganga yfir götuna í skjóli rauða ljóss-
ins. Skyndilega slær niður í huga hans gömlum minn-
ingum, óþægilegum minningum. Hann minnist þess
tíma þegar hann var í skóla. Honum hafði aldrei geng-
ið vel, hvorki innan skólaveggja né annars staðar. Það
eina sem honum hafði fundist skemmtilegt í skóla var
leikfimi. Þar hafði hann alltaf verið fremstur í flokki.
Gula ljósið var farið að blikka svo hann spólaði af
stað, svona til að losa um spennuna sem hann hafði
snöggvast fundið fyrir. Hann fer að fikta í útvarpstæk-
inu til þess að dreifa huganum. Þetta er dýrt og full-
komið tæki. Að vísu hefur ekki tekist að læra almenni-
lega á það. Táknin á sumum tökkunum eru honum
framandi og notagildið því óljóst. En það skiptir svo
sem ekki öllu máli. Hann fiktar bara þangað til hann
fær sínu framgengt. Nú er hann næstum kominn á leið-
arenda. Það eru engin bílastæði laus í næsta nágrenni
við vinnustaðinn, svo hann verður að leggja bílnum
langt frá. „Ég hef bara gott af því að ganga“ hugsar
hann með sér þegar hann yfirgefur bílinn og röltir af
stað. Framundan sér hann að búið er að grafa skurð
þvert í gegnum gangstéttina. Hann tekur tilhlaup og
stekkur fimlega yfir skurðinn. Að vísu hefur verið lögð
göngubrú yfir skurðinn miðjan, „en hún er bara fyrir
börn og gamalmenni“ hugsar hann, og röltir áfram á
vit sinnar einföldu tilveru.
Sem sagt lífið er leikfimi
L.M
Kæru vinir! Beztu óskir um gleðileg jól, gott og farsælt
nýtt ár. Þakka liðið, Helgi og fjölskylda.
Jólakveðja í Rikisútvarpinu 23.12.1988
(Ats. ritn. Taki þeir til sín sem eiga.)