Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 39

Skólablaðið - 01.02.1989, Síða 39
Alt er í heiminum hverfult ! Um langa hríð hefur það verið regla að Menntaskól- inn sigri, eða sé amk í fremstu röð, í innbyrðis keppni íslenzku framhaldsskólanna. Iþróttamenn Mennta- skólans hafa ætíð hlaupið hraðar en Verzlingar, Menntaskólinn hefur sigrað eða næstum því sigrað í spurningakeppni framhaldsskólanna, og bikarinn í „Morfís“ er hartnær okkar þinglýsta eign. Félagslíf Menntaskólans hefur ár hvert hafizt á því að Mennta- skólinn hefur sigrað Verzlunarskólann í hlaupum og ræðumennsku. Síðan hefur ræðuliðið unnið auðvelda sigra á öðrum skólum, unz það hefur í úrslitum unnið annan hvorn fjölbrautaskólanna ; Garðabæjar eða Hamrahlíðar. En strax um haustið 1988 varð séð að ekki yrði margt um fína drætti. Nýnemar vóru inn- vígðir af vítaverðri linkind og þó tekizt hafi að merja sigur á Verzlingum í krembrauðaáti og ræðumennsku sáu hlauparar Menntaskólans einungis reykinn aftan úr Verzlunarskólamönnum, og Þórir Jökull inspector reið ekki feitum hesti í vélritunarkeppni við forseta Verzlinga. (Skylt er þó að taka fram að í stúlknaflokki hlupu ungmeyjar Menntaskólans mammonshnáturnar af sér, eins og lög gera ráð fyrir). Ræðulið Menntaskól- ans náði þeim einstæða árangri að falla úr keppni strax í annari umferð „Morfís“, og þó sveitir Menntaskólans á ýmsum öðrum vettvangi geti kvartað yfir reynslu- leysi er ekki sama að segja um ræðumenn. Forseti og gjaldkeri „Framtíðarinnar" voru í liðinu, ásamt ungum og efnilegum nýnema. Um skeið hafa nemendur framhaldsskólanna keppt sín á milli í stærðfræði. Alla jafna hafa níu af tíu efstu sætunum komið í hlut nema Menntaskólans. í ár voru sigurvegar neðra stigs úr Harmahlíð, þá kom akur- eyringur og þá náungi úr Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Sá er þetta ritar hefur ekki lyst á frekari upptaln- ingu. Sú var tíð að Skólablaðið var flaggskip frjórrar hugs- unar innan íslenzku framhaldsskólanna. Vart þarf að fjölyrða um hvert Skólablaðið er komið. Fáum dettur í hug að skrifa í það og litlu fleiri lesa það. Vissulega hafa margir sýnt þann árangur sem náðist í vetur. Ekki tjóir þó að skella skuldinni eingöngu á þá er hafa reynt að verja heiður skólans víða vega. Ein helzta ástæða hrakfara vorra manna er sú að æ stærri hópur manna telur sitt hlutverk í félagslífinu eingöngu vera hlutverk gagnrýnandans. Slíkt þarf að leiðrétta. Og þó sumir segist sjá vísbendingar þess að ein- hverjir séu að vakna er ljóst að Menntaskóli landsins getur ekki látið bjóða sér svipaðar trakteringar næsta vetur. Nemendur Menntaskólans verða að sína félags- lífinu snefil af áhuga þannig að þeir er keppa fyrir hönd hans sjái eitthvað annað en hálftóma sali og hrópandi fjölbrautaskólamúg. Eina siðferðisreglan sem nokkru sinni hefur gert vöxt þróaðrar siðmenningar mögulegan var reglan um frelsi einstaklingsins. Friedrich A. von Hayek

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.