Monitor - 24.02.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 24.02.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 Stíllinn heldur áfram að kíkja í fataskápinn hjá áhugaverðu fólki. Gaman að grúska á fatamörkuðum Stórar skyrtur og víðar buxur Ósk Gunnarsdóttir 24 ára, er annar eigandi umboðsskrifstofunnar NÓ Management. Hún er sálfræðinemi í Háskóla Íslands og er við það að útskrifast. Ósk hefur mikinn áhuga á fötum og finnst gaman að grúska á fatamörkuðum. „Ég reyni að blanda saman flíkum úr öllum áttum og löndum. Ég elska fatamarkaði í borgum eins og New York, detta til dæmis inn á einhverja flík sem gjör- samlega heillar mann, smellpassar og var eflaust eign 8 barna móður árið 1970 í Brooklyn“. Aðspurð hvernig hún myndi lýsa sínum eigin stíl segist Ósk vera smá hippi í sér. „Ég elska stórar skyrtur og víðar buxur. Svo upp á síðkastið hef ég verið óð í kaupum á samfest- ingum! Eina sem angrar menn þegar maður fer út á lífið í samfesting, er að þú þarft nánast að klæða þig úr öllu, hinum konunum sem bíða eftir klósettinu ekki til mikillar lukku“. Skemmtistaðurinn? „Kaffibarinn og Boston“. Veitingastaðurinn? „Eldhúsið hjá mömmu og pabba! Það er allt guðdómlega gott sem foreldrar mínir gera á hverjum sunnudegi fyrir okkur stórfjölskylduna“. Hvað er á döfinni? „Klára BS og takast á við ný og spennandi verkefni. Ég er heppin að fá að vinna með frábæru og hæfileikaríku fólki í þeirri vinnu sem ég er í og það heldur klárlega geðheilsunni í lagi. Svo eru Færeyjar og London næst!“ Er að vinna að áttunda undri veraldar Stíllinn fékk að kíkja í fataskápinn hjá Alexander Kirchner. Hann er 24 ára ungur maður og rekur Bar46 á Hverfisgötu. Í frítíma sínum hannar hann, saumar og prjónar föt og fylgihluti. Alexander hefur mikinn áhuga á fötum og verslar hann fötin sín á hinum ýmsu stöðum. „Ég versla bara fötin mín allsstaðar,“ segir hann. „Bara ef ég sé eitthvað sem mig langar í, versla bara hvar sem er, þó aðallega í Europris“. Hver er stíllinn þinn? Street sophisto. Hvernig myndiru útskýra það? „Ég myndi kalla það vera hástemmdan götustíl í bland við eitt og strax annað. Það er engin regla og kannski flókið að útskýra. Ég klæði mig bara eins og vondi tvíburabróðir minn.“ Aðspurður um tónlist segir Alexander að hann hlusti nánast á hvað sem er, bara allt sem nær til hans. „En James Blake er að gera mikið fyrir mig þessa dagana“. Skemmtistaðurinn? „Það er Bar46 á Hverfisgötunni. Þetta er eini staðurinn sem býður upp á pool í 101 Reykjavík“. Drykkurinn? „Vatn er drykkurinn. Vatn, og mikið af því (út í vodka)“. Veitingastaðurinn? „Ég myndi segja að það væri O Sushi niðri í Iðuhúsi á Lækjargötu. Ég gæti helst borðað þarna alla daga vikunnar enda mikill sushi-aðdáandi“. Hvað er á döfinni? „Er að vinna að áttunda undri veraldar“. Stíllinn talaði við Ósk Gunnarsdóttur ogAlexander Kirchnerog fékk að sjá hvaða dressþau myndu velja sér fyrirskólann eða vinnuna,djammið en einnig hverjaruppáhaldsflíkurnar þeirra eru. stíllinn SKÓR: FATAMARKAÐUR Í BROOKLYN BUXUR: TOPSHOP MANCHESTER SAMFELLA: TOPSHOP LONDON BELTI: URBAN OUTFITTERS LEÐURJAKKI: MAMMA ÁTTI HANN BOLUR: PRIVAT BUXUR: CHEAP MONDAY SKÓR: CONVERSE LEÐURJAKKI: SPÚTNIK PEYSA: CHEAP MONDAY SAMFESTINGUR: SPÚTNIK SKÓR: GS SKÓR BELTI: URBAN OUTFITTERS KJÓLL: JAPANSKUR HÖNNUÐUR Í CAMDEN/LONDON SKYRTA: MAMMA SAUMAÐI HANA Á YNGRI ÁRUM SKÓR: HM ÚT Á LÍFIÐ HVERSDAGS UPPÁHALDS BOLUR: PRIVAT BUXUR: ANDERSEN&LAUTH SKYRTA: ANDERSEN&LAUTH SKÓR: GK RVK BINDI: Y3 (BELTI) PEYSA: PRIVAT BUXUR: AF HAUGUNUM BOLUR: AMERICAN APPAREL LEÐURJAKKI: SPÚTNIK GALLAVESTI: RAUÐI KROSSINN SKÓR: Y3 ÚT Á LÍFIÐ UPPÁHALDS HVERSDAGS Myndir/Sigurgeir

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.