Monitor - 23.06.2011, Blaðsíða 21

Monitor - 23.06.2011, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Monitor Britney Spears gladdi aldeilis einn aðdáenda sinna er hún gaf kauða kjöltudans uppi á sviði á miðjum tónleikum sínum í Staple Centre í Los Angeles fyrr í vikunni. Söngkonan flutti lagið Leather and Lace af nýjustu breiðskífu sinni, Femme Fatale, á meðan hún dansaði ögrandi dans fyrir karlkyns aðdáandann og notaði bleikan fjaðurkúst til að daðra við hann á meðan. Poppprinsessan var með svipað atriði á tónleikum sínum í San Jose fyrir stuttu og hefur greinilega gaman af að kjöltudansa. Leynilega trúlofuð Fyrr í mánuðinum fréttist af söngkonunni þar sem hún batt kærasta sinn, Jason Trewick, á höndum og fótum áður en hún dansaði í kjöltu hans fyrir framan vini og vandamenn í matarboði. Talið er að parið hafi nýlega trúlofað sig í leyni og er Britney sögð vera í skýjunum með trúlofunina. Britney hefur trúlofað sig tvisvar áður og hefur einkalíf hennar verið mikið í fjölmiðlum. Flassar lögregluna Í nýjasta myndbandi sínu við smellinn I Wanna Go gefur hún paparazzi-ljósmyndurum og slúðurblöðum tóninn en í myndbandinu sést hún meðal annars ráðast á ljósmyndara með snúru úr hljóðnemanum sínum. Hún lætur ekki þar við sitja heldur flassar hún einnig lögreglumann og hótar blaðamönnum öllu illu á blaðamannafundi í myndbandinu sem hefur nú þegar vakið mikla athygli. Britney kann svo sannarlega að halda sig í sviðsljósinu. Britney Spears gefur hvern kjöltudansinn á fætur öðrum og ögrar fjölmiðlum í nýjasta tónlistarmyndbandi sínu. Gaf aðdáanda kjöltudans 6.666 kr. á mánuði í 12 mánuði. Staðgreitt: 79.990 kr. Nokia N8 á Angry Birds tilboði Frábært tilboðsverð í tilefni Íslandsmótsins í Angry Birds Gildir aðeins í verslunum Vodafone um helgina vodafone.is

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.