Monitor - 23.06.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 23.06.2011, Blaðsíða 22
Kvikmynd Bíóferð mín á 127 Hours mun seint falla í gleymsku en framúrskarandi leikur James Franco fékk mig ekki bara til að gráta heldur líka öskra í miðri mynd. Óneitanlega einn besti leikur sem ég hef séð. Ég mæli ekki með þessari mynd fyrir hjartveika. Sjónvarpsþáttur Freaks and Geeks er besta upp- finning sem ég hef gert í langan tíma. Ekki er annað hægt en að elska þennan þátt, sérstaklega vegna karakteranna sem eru allir hin ýktustu form staðalímynda. Bók Síðasta rúma árið hef ég tekið leikrit fram yfir bækur sem lestrarefni og stendur Hedda Gabler eftir Henrik Ibsen upp úr. Á einhvern undar- legan hátt þrái ég að vera þessi siðblindi, ögrandi og jafnframt valdagráðugi kvenmaður. Plata Hljómsveitin Beach House er í miklu uppáhaldi og er platan Teen Dream óneitanlega plata ársins hjá mér. Þeirra eitursvölu en rólegu tónar hafa algjörlega fangað mig. Síðan skemmir ekki fyrir að þau munu spila á Iceland Airwaves þetta árið, loksins var ég bænheyrð. Vefur Nú fæ ég loksins að velja mína eigin vinnutónlist og hefur tónlistarsíðan Pitchfork.com hjálpað mér mikið með sínum góðu gagnrýnum og fréttum. Staður Kúbanski staðurinn Café Habana í New York er óneitanlega uppáhalds- staðurinn minn í heimin- um, ekkert á Íslandi toppar hann. Þegar ég dvaldi í New York í dágóðan tíma fyrr á árinu var skyldumæting þangað í enchiladas, maís og frosna margaritu með guava. 22 Monitor FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Síðast en ekki síst » Hallfríður Þóra, lífskúnstner með meiru, fílar: Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: ReykjavíkuRaPótek, Seljavegi 2 // LyfjaboRg aPótek, Borgartúni 28 //gaRðSaPótek, Sogavegi 108 uRðaRaPótek, Grafarholti //RIMa aPótek, Grafarvogi aPótek HafnaRfjaRðaR, Tjarnarvöllum 11 ÁRbæjaRaPótek,Hraunbæ 115 //LyfjaveR Suðurlandsbr. 22 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 23. júní 2011 | fílófaxið fimmtud23júní Útihátíðin Galtalækur fer fram um helgina. Skipuleggjendur hátíðar- innar lofa mikilli bombu en á meðal tónlistarmanna sem troða upp eru Ensími, Dikta, Friðrik Dór og Emmsjé Gauti. Þá er þó enn ónefndur BlazRoca. „Þetta verður einhver alger geðveiki. Ég rúlla þarna inn og tek massíf- an klukkutíma með alls konar trýnum sem eru með mér á bestu plötu ársins, Kópacabana,“ segir Erpur Eyvindarson sem stígur á svið um tvöleytið aðfaranótt sunnudagsins. „Menn munu enda bara allsberir í einum skó ofan í einhverri gjótu þegar við verðum búnir.“ Forsala á hátíðina fer fram í Mohawks og N1. Miðaverð er 6.500 kr. í forsölu. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu hátíðarinnar. Allsberir ofan í gjótu GALTALÆKUR 2011 Helgina 24. – 26. júní föstudag24júní ORION – MASTER OF PUPPETS Sódóma 20:00 Hljómsveitin Orionsamanstendur af fimm þungarokkhundum og er þar þekktastur hann Magni Ásgeirsson. Hún var stofnuð í tilefni af því að í ár er liðinn aldarfjórðungur frá því að Metallica gaf út meistaraverk sitt Master of the Puppets. Hér eru á ferðinni tvennir tónleikar með tribute-sniði þar sem sveitin flytur lagalista plötunnar í heild sinni ásamt fleiri lögum. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 20:00 en þeir seinni á miðnætti. 20 ára aldurstakmark er á tónleikana og miðaverð er 2.000 kr. JÓNSMESSUTÓNLEIKAR Viðey 20:00 Kristjana Stefáns og SvavarKnútur standa saman fyrir tvennum tónleikum úti í Viðey á Jónsmessu. Kristjana og Svavar hafa gert góða hluti sem söngdúett frá árinu 2008 en lagaval þeirra er gífurlega fjölbreytt. Ef veður leyfir fara tónleikarnir fram utandyra, annars í Viðeyjarstofu. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er því æskilegt að fólk mæti klukkutíma fyrr en síðari tónleikarnir hefjast kl. 23:00. Miðaverð er 3.000 kr. fyrir fullorðna en þar af eru 1.000 kr. í ferjuna. Fyrir börn kostar 1.000 kr. BLOODGROUP UNPLUGGED Hvíta perlan 21:00 Gogoyoko stendur fyrirtónleikaröð sem þeir kalla gogoyoko Wireless. Pælingin á bak við hana er að fá hljómsveitir til að flytja lög sín í órafmögnuðum búningi og er röðin nú komin að rafhljómsveitinni Bloodgroup. Virkilega forvitnilegt verður að sjá hvernig þeim tekst til en einungis komast að 100 gestir. Miðar eru seldir í 12 tónum á Skólvörð- ustíg á 1.500 kr. laugarda25júní DIMMA OG SÓLSTAFIR Sódóma 23:30 Metalhausar ættu að getafengið góða útrás með gallhörðu rokki á Sódóma á laugardaginn. Þá troða upp metalsveitirnar Dimma og Sólstafir sem eru án efa á meðal þéttustu banda landsins. Upphitun verður í höndum Asks Yggdrasils. Húsið opnar kl. 22:30, miðaverð er 1.000 kr. og aldurstakmark er 18 ára.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.