Monitor - 04.08.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 04.08.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2011 Engar sérstakar „gay“ gallabuxur Söngkonan Hera Björk syngur lag Hinsegin dagan na ásamt Haffa Haff og BlazRoca. Hún virðist njóta gífurlegra vinsælda í heimi samkynhneigðra því á dögunum tróð hún u pp á vegum keppninnar Mr. Gay World USA víðs vegar um Ban daríkin. Hvers vegna fellur tónlistin þín svona sérstaklega vel í kramið hjá samkynhneigðum? Guð, ég hef ekki hugmynd um það. Ég held að hún falli líka í kramið hjá öðrum en þeir samkynhneigðu hafa bara hátt og ráða miklu. Ég syng nú mikið fyrir gagnkynhneigða líka en það er mest skrifað um það þegar ég er að syngja fyrir samkyn- hneigða og þeir hafa náttúrlega bara svo góðan smekk (hlær). Hefur þú sjálf lagt upp úr því að höfða til þessa markhóps? Ertu með eitthvað markaðssetningartrix? Nei, ekkert þannig, maður kaupir sér ekkert einhverjar sérstakar „gay“ gallabuxur. Myndir þú segja að þú værir hin íslenska Cher? Guð minn góður, nei, ég myndi ekki segja það (hlær). Hún er náttúrlega algert „icon“ í heimi samkynhneigðra þannig að ég get alls ekki borið mig saman við hana en mér líkar svo sem ekkert illa við samanburðinn. Hún hefur gert góða hluti og er alveg hokin af reynslu. Þú tróðst upp í hinum og þessum stórborgum Bandaríkjanna á vegum keppninnar Mr. Gay World USA. Hvernig var það? Það var voða gaman en þetta er ekkert glamúrlíf. Maður er á túrnum, býr bara í ferðatösku og svo kom upp alls konar drama á leiðinni sem maður þurfti að eiga við. Að sama skapi hittir maður samt helling af skemmtilegu fólki og skoðar fallega staði og það var samt sérstaklega gaman, sérstaklega eftir á að hyggja. Maður ferðast ekkert um á limmó þarna, þetta var bara týpískt „ród tripp“. Í öllu þessu umstangi í kringum þessa keppni hefur þú væntanlega umgengist marga stæðilega karlmenn. Hvernig kanntu við þig í þessum félagsskap? Já, bæði stæðilega karlmenn og konur. Það er alltaf gaman að vera innan um fallegt fólk en ég laðast nú meira að skemmti- legheitum. Þessi keppni miðar líka að því að horfa á persónu- leika fólks, ekki bara ytra byrðið. Þú þarft að hafa eitthvað til málanna að leggja og hafa þennan „X-þátt“ í fari þínu til að fólk nenni að hlusta á þig. Þeir vinna undir formerkjunum „gay for good“, þannig að það er ekki nóg að vera bara í fallegu boxi, þótt það skemmi náttúrlega ekki. Þú syngur Gay Pride-lagið í ár ásamt Erpi og Haffa Haff sem ber nafnið Finnum ástina. Þú hefur líka verið að syngja ensku útgáfu lagsins á erlendri grundu. Er þetta hið alþjóðlega Gay Pride-lag árið 2011? Það getur alveg verið það. Ég hugsaði þetta svolítið sem gjöf til samfélags samkynhneigðra. Þetta er náttúrlega fyrst og fremst íslenska lagið en við kynnum það svolítið svona „with love from Iceland“. Réttindabarátta samkynhneigðra á Íslandi er mjög langt komin samanborið við önnur lönd og samkyn- hneigðir á Íslandi hafa verið mjög duglegir og barist vel. Það má þó alltaf betur gera og það koma upp ný mál sem það þarf að taka á en baráttubræður og –systur úti í hinum stóra heimi eru komin miklu styttra. Til að mynda verður fyrsta Gay Pride- hátíðin í Prag, Tékklandi haldin núna í ágúst, þar er baráttan tuttugu, þrjátíu árum á eftir því sem við þekkjum. Ísland er leiðandi í þessum málum og það var hugsunin á bak við lagið og kynninguna á því erlendis, að sýna fram á að þetta sé hægt. Hvað tekur við hjá þér eftir Hinsegin daga? Ég er að fara að syngja úti í Danmörku á Gay Pride þar og síðan fer ég að undirbúa haustið. Ég er að fara til New York og svo er ég með lítinn söngskóla sem ég er að bóka kennara í og þannig og svo eru það Frostrósirnar. Svo það er bara keyrsla og aldrei frí? Já, algjörlega. Maður tekur sér bara frí þegar maður sest að á dvalarheimili aldraðra tónlistar- manna. Mynd/Eggert Gleði, gleði! Monitor þefaði uppi myndir frá Gay Pride hátíðum fyrri ára sem virðast hafa verið hver annarri gleðilegri. ÓMAR SLÆR Í GEGN Á GULA BÍLNUM ÁR HVERT GLEÐIN RÆÐUR RÍKJUM Á GAY PRIDE LOFTKOSS ER BETRI EN ENGINN KOSS

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.