Monitor - 20.10.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 20.10.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2011 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 20. október 2011 | Allt að gerast - alla fimmtudaga! ERT ÞÚ AÐ GERA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT? monitor@monitor.is fílófaxið fimmtud20okt DJ ATLI KANILSNÚÐUR Faktorý 21:00 Ef þig langar að takahelgina snemma með tjútti á fimmtudagskvöldi skaltu skella þér á Faktorý og dilla þér við skífuþeytingar Dj Atla Kanilsnúðs. PUB QUIZ MEÐ HJÖRVARI HAFLIÐA Úrilla Górillan 21:00 Hinn mikli knattspyrnuá-hugamaður Hjörvar Hafliða stendur fyrir fótboltaspurningakeppni sem stendur í tvo tíma. Að því loknu stíga á svið trúbadorarnir Hafdalsbræður. Frítt inn. LAY LOW – ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Hof, Akureyri 21:00 Lay Low kynnir nýja efniðsitt fyrir Akureyringum en hún sendir senn frá sér sína þriðju breiðskífu. Miðaverð er 2.500 kr. MUGISON Ráðhús Þorlákshafnar 21:30 Mugison leikur lögin af sinninýjustu plötu, Haglél, í bland við eldra efni. Miðaverð er 2.500 kr. PUNK 2011 Molinn/Spot 14:00 Á laugardaginn fer fram helj-arinnar pönkhátíð í Kópavogi þar sem fram koma allar helstu pönksveitir landsins, ungar sem aldnar. Dagskráin er tvöföld en kl. 14 hefst ókeypis dagskrá í Molanum en kl. 22 hefjast aðalherlegheitin á Spot þar sem aðgangseyrir eru 1.500 kr. SVAVAR KNÚTUR OG KARÍTURNAR Café Rosenberg 21:00 Svavar Knútur syngursína hugljúfu tóna með stúlknakórinn Karítur með sér. laugarda22okt Kvikmynd: Allar þrjár myndirnar eftir Hringadróttinssögu, sem á ensku heitir Lord of the Rings, eru klárlega í uppáhaldi hjá mér. Ég botna ekkert í fólki sem horfir ekki á þessar snilldarmyndir. Þáttur: Þegar ég hef tíma til að horfa á sjónvarps- þætti þá horfi ég á „White Collar.“ Þættirnir fjalla um menn sem leysa ráðgátur og það eru áhugaverðir menn. Er það ekki? Bók: Ég held mest upp á allar bækur með litlum texta og mikið af myndum. Plata: Undanfarið hef ég hlustað á lítið annað en „The Suburbs“, nýlegustu plötuna með meistur- unum í Arcade Fire, og „Horn of Plenty“ með Grizzly Bear frá Brooklyn, New York. Vefsíða: Þetta er einfalt. Google er einfaldlega sú síða sem ekki væri hægt að vera án. Ég nota hana sennilega meira en allar aðrar síður. Staður: Bælið hans Merk- úrs, það finnst ekki betri staður til að leggja sig á. Síðast en ekki síst » Arnar Rósenkranz Hilmarsson, trommuleikari, fílar: HJÁLMAR Fös. 21. okt. og lau. 22. okt. Faktorý kl. 22 „Við erum búnir að vera að æfa efnið á fullu ásamt blásurum og ætl- um bara að koma nýju plötunni í gang,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, oftast kallaður Kiddi Hjálmur. Hjálmar luku nýverið upp- tökum á nýrri plötu en platan á að koma út þann 27. október. Þeir spila á tvennum tónleikum um helgina, einum á föstudagskvöldinu og einum á laugardagskvöldinu. „Einir tónleikar duga ekki, húsið er ekki það stórt og svo finnst okkur gaman að spila á litlum stöðum og spila þá frekar oftar. Það er oft meiri fílingur í því. Maður hefur tekið eftir því að bönd sem vilja gera vel við „crowdið“ sitt spila frekar oft á litlum stöðum heldur en eitthvað annað. Það er ákveðinn fílingur í því að spila þegar buxurnar festast við mann af svita.“ Miðaverð er 1.500 kr. Einir tónleikar ekki nóg

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.