Austri


Austri - 13.11.1981, Blaðsíða 3

Austri - 13.11.1981, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 13. nóvember 1981. AUSTEI 3 . " ' % Þubyrö ódýrt og miðsvæðis hjá okkur #Hon II 9 Utivistartími barna 09 ungmcnna Frá YIDEO - MYNDSEGUL- BAND Eins og margir vita, lét stjórn U.l.A. taka upp afmæl- ishátíðina, sumarhátíðina og landsmótsferðina á mynd- band. Er nú búið að klippa og vinna úr þessum upptökum hæfilega langt efni, sem hvert fyrir sig er ein spóla. Nú hefur komið fram sú hugmynd að félög gætu feng- ið þessar spólur leigðar eða jafnvel keyptar. Það ætti að vera framkvæmanlegt, en þá er nauðsynlegt að félög láti vita á skrifstofu U.I.A., ef þau vilja fá spólu og geti þess í hvaða kerfi. Þessar upptökur eru nú all- ar í VHS-kerfi, en mögulegt væri að fá þær í Betamax og 2000-kerfinu líka. Þar sem þetta er nú frum- raun okkar í svona upptök- um á starfi okkar, þá má allt- af finna að, en samt er nú von okkar að fólk hafi gaman af þessu, og þá gæti orðið framhald á þessu. Ekki er komið neitt endan- legt verð á spólurnar, svo ekki verður sagt frá því að sinni. Að lokum: Látið vita strax á skrifstofuna, ef þið hafið á- huga á að kaupa eitthvað af þessum spólum og munið að nefna í hvaða kerfi. AFMÆLISPLATAN Hann Gunnar Baldvinsson sem kvaddi okkur svo virðu- lega í síðasta fréttabréfi hef- ur ekki gert það endasleppt. Og í síðustu viku hafðist það. Hann náði afmælisplöt- unni margeftirspurðu úr vinnslu. Helmingur upplags- ins er nú kominn á skrifstof- una og bíður þess að vera sendur til dreifingaraðila. Samþykkt var að fela aðild- arfélögum söluna, en þeim í sjálfsvald sett, hvort gengið verður í hús, eða ákveðnum aðila falið að liggja með hana. Verðið er kr. 50 og er von- ast til að upplagið, 1000 stk. renni út, enda hefur platan nú þegar heyrst í útvarpinu. TÝNDUR BIKAR Fundist hefur svohljóðandi reglugerð vegna bikars, sem gefinn var 1969: REGLUGERÐ um gjafabikar Sveins Magn- ússonar Neskaupstað til minningar um son hans Víði Sveinsson skipstjóra, VÍÐISBIKAR Áletrun bikarsins er svo- hljóðandi: *■ „Til minningar um Víði Sveinsson skipstjóra, F. 6. 8. 1930 - D. 19 9. 1968. Gefinn af Sveini Magnússyni Nes- kaupstað árið 1969. Einkunn- arorð: Þróttur, drengskapur, vinátta. Drengjabikar U.I.A. Fyrir besta afrek í frjálsum íþróttum á drengjameistara- móti U.I.A.” Bikarinn er farandbikar, er vinnst aldrei til eignar, en veitist fyrir besta afrek í frjálsum íþróttum á drengja- meistaramóti U.I.A. á 15 ára tímabili - árin 1970-1984. HúsniEði Bílskúr eða annað sam- bærilegt húsnæði óskast til afnota sem geymsla. Þarf að vera þurrt og rakalaust (má vera óupp- hitað). Fyrirframgreiðsla í boði fyrir gott húsnæði. Upplýsingar í síma 1427 á kvöldin. Kauptilboð óskast í hús- eign mína að Stekkjar- tröð 2 (bláa húsið) Egilsstöðum. Gunnlaugur Helgason símar 97-1267 og 1284. Ibúð óskast á leigu í Egilsstaðakauptúni, eða nágrenni. Upplýsingar í síma 1691 og 1452. Magnús Þórðarson Skal frjálsíþróttaráð UlA afhenda sigurvegara bikarinn hverju sinni og innkalla hann aftur fyrir næsta mót. Er framangreind 15 ár eru liðin skal bikarinn afhentur Byggðasafni Neskaupstaðar til varðveislu og eignar. Þrátt fyrir nokkra eftir- grennslanir hefur mér ekki tekist að hafa upp á þessum grip, en miður væri það ef hann er með öllu glataður. Af lestri fundargerða og frjálsíþróttaskýrslna varð ég engu fróðari. Vil ég því biðja þá sem kynnu að hafa orðið varir við þennan grip að láta mig vita. S.B. Uaustið er roott Nýlega er komin út og í bókabúðir ný skáldsaga sem ber heitið „Haustið er rautt.” Þetta er fyrsta skáldsaga ungs höfundar sem heitir Kristján Jóhann Jónsson og hefur hann jafnframt rit- störfum unnið við kennslu við Menntaskólann á Egils- stöðum. Undirritaður hefur ekki enn lesið þessa bók, en hún f jallar að sögn um mann- lífið í litlu þorpi úti á lands- byggðinni og í sveitunum þar í kring. Umhverfi það sem sagan gerist í mun að sögn koma Egilsstaðabúum og Héraðsbúum kunnuglega fyr- ir, og m.a. af þeim sökum ætti að vera forvitnilegt að sjá hvaða skil höfundur gerir mannlífi sem lifað er í hlið- stæðu samfélagi og hér er. J. K. Barnaverndarnefnd Egils- staðahrepps hefur nýlega sent dreifibréf í öll hús á Egilsstöðum um útivistartíma barna og ungmenna, og þar með hvatt alla foreldra/for- ráðamenn til að virða gild- andi reglur um útivistartíma. Skv. reglugerð nr. 105/ 1970 um vernd barna og ung- menna mega b'óm yngri en 1 dra ekki vera á almanna- færi eftir kl. 20 frá 1. sept. til 1. maí nema í fylgd með fullorðnum, aðstandendum sínum eða umsjónarmönnum. Unglingar yngri en 15 ára mega ekki vei'a á almanna- færi eftir kl. 22 frá 1. sept. til 1. maí nema í fylgd með fullorðnum eða um sé að ræða beina heimferð frá skóla- skemmtunum, íþróttasam- komu eða frá annarri viður- kenndri æskulýðsstarfsemi. UMFERÐARMÁL Bamaverndarnefnd sendi nýlega hreppsnefnd og lög- Frá blaðinu Undanfarið hafa verið send út kynningareintök af Austra og er þetta síðasta blaðið sem sent er út á þennan hátt. Þeir sem hafa fengið slík eintök og óska eftir því að gerast áskrifendur að blaðinu eru minntir á áskriftarsímana reglu á Egilsstöðum eftirfar- andi ályktun: „Barnaverndarnefnd Eg- ilsstaðahrepps vill leyfa sér að vekja athygli á þeim mikla umferðarþunga sem er á Tjarnarbraut. Sérstaklega vill nefndin beina því til hreppsyfirvalda að sérstakar ráðstafanir verði gerðar við gatnamót Tjamarbrautar - Seláss-Tjarnarlanda á mesta umferðartímanum fyrir og eftir hádegi þegar mikill fjöldi skólabarna er á leið úr og í skóla. Nefndin leyfir sér að benda á ráðningu gang- brautarvarða eða uppsetn- ingu umferðarljósa. Nefndin væntir þess fastlega að ein- hverjar ráðstafanir verði gerðar sem dregið geti úr slysahættu á umræddum gatnamótum.” Frá Barnaverndarnefnd Egilsstaðahrepps. 1314 og 1585 á kvöldin og um helgar. Nýir áskrifendur fá blaðið ókeypis til áramóta. Enn skal minnt á það að innheimta blaðsins fyrir árið 1981 stendur yfir, og eru þeir sem hafa fengið innheimtuseðla og ekki hafa gert skil, beðnir að gera það sem fyrst. Veggflísar — gólfflísar Nýkomnar ítalskar vegg- og gólfflísar í miklu úr- vali. Margar gerðir, margir litir. Höfum allt á gólfið, allt á vegginn. Opið virka daga frá 9 - 6 og laugardaga frá 9 - 12. mi Kjartans Innorssomir Lyng-ási 1, Egilsstöðum Sími 97-1215 og 1189 Er ykkur kalt? Ef svo er þá smíða ég allar stærðir af miðstöðvar- ofnum. Tek einnig að mér að setja nýtt byrði á gamla ofna. Hef í miklu úrvali koparrör og fittings. Hringið og kynnið ykkur verðið og þjónustuna. Björn Oddsson Sími 97-1491 Egilsstöðum

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.