Morgunblaðið - 03.05.2010, Síða 1
MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2010
íþróttir
Valur jafnaði Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í hand-
knattleik karla með 22:20-sigri á Haukum. Arnór Þór Gunnarsson tryggði sigurinn. 4-5
Íþróttir
mbl.is
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
Í ÁTTA liða úrslitunum var það
Göppingen sem varð að játa sig sigr-
að og nú er næst á dagskrá hjá Björg-
vini Páli og félögum að fullkomna
þrennuna því þeir mæta Vigni Svav-
arssyni og félögum hans í Lemgo í úr-
slitum.
„Það væri ekki leiðinlegt að slá þá
út líka og fullkomna þar með þýsku
þrennuna,“ sagði Björgvin Páll.
Hann átti stórleik í markinu á laug-
ardaginn ef marka má erlenda miðla,
en hann gerði ekki mikið úr því.
„Þetta byrjaði rosalega rólega hjá
mér og það var allt vörninni að kenna
hvað ég varði lítið framan af leiknum.
Vörnin var svo góð að það koma varla
skot í gegn og ég komst því ekki í
stuð,“ segir Björgvin Páll.
Kadetten lenti fimm mörkum und-
ir í seinni hálfleik en þá tók Björgvin
Páll til sinna ráða og lokaði markinu
síðustu mínúturnar og varði þá meðal
annars tvö vítaköst.
„Það var svo rosaleg stemning í
húsinu, það var fullt, tekur 1.500
manns en það voru eitthvað yfir 2.000
áhorfendur og nokkur hundruð fyrir
utan sem komust ekki inn. Það gekk
vel á þessum lokakafla og ég varði þá
tvö vítaköst meðal annars,“ sagði
Björgvin Páll. „Ég gæti trúað að síð-
asta korterið sé besti stundarfjórð-
ungurinn sem ég hef átt á ævinni, í
það minnsta sá skemmtilegasti.“
Alexander Petersson var marka-
hæstur hjá Flensborg. „Hann var yf-
irburðamaður hjá þeim í þessum
leikjum. Hann vann fyrri leikinn fyrir
þá og núna var hann líka mjög góður.
Við vorum að vona að þjálfarinn léti
hann vera á bekknum þar sem hann
hefur meira og minna geymt hann
síðustu mánuðina, en það var ekki,“
sagði landsliðsmarkvörðurinn.
Hann sagði stemninguna hafa ver-
ið gríðarlega enda ekki á hverjum
degi sem svissnesk lið slá út þýsk
stórlið. „Tilfinningarnar voru rosa-
legar í lokin og báru mann nærri því
ofurliði. Þetta var eiginlega of mikið
af því góða. Maður er enn að jafna sig
eftir þetta. Það eru allir í skýjunum
hérna enda erum við litla liðið í þessu
og erum komnir í úrslitin,“ sagði
Björgvin Páll í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi, en leikurinn var
á laugardaginn.
Á morgun verður dregið í Evr-
ópukeppninni, bæði í meistaradeild-
inni og eins hvort Vignir og Björgvin
Páll mætast fyrst í Þýskalandi eða
Sviss.
Fullkomnum
vonandi þýsku
þrennuna
Björgvin Páll lokaði markinu í lokin
„Það venst alveg ágætlega að slá
Þjóðverja út úr keppninni,“ sagði
kampakátur landsliðsmarkvörður Ís-
lands, Björgvin Páll Gústavsson, eftir
að hið svissneska lið hans, Kadetten,
hafði slegið Flensburg út úr EHF-
bikarnum í undanúrslitunum.
Í HNOTSKURN
»Björgvin Páll lokaði markiKadetten á laugardaginn
þegar liðið vann Flensburg
»Liðið lenti fimm mörkumundir í síðari hálfleik þeg-
ar Björgvin Páll sagði lok, lok
og læs.
»Hann varði meðal annarstvö vítaköst á lokakafla
leiksins.
» Íslendingar mætast í úr-slitaleijunum, Björgvin hjá
Kadetten, og Vignir hjá
Lemgo.
ERLA Steina Arnardóttir stóð í
marki Kristianstad í fyrsta sinn á
ævinni þegar liðið vann frækileg-
an sigur á Umeå í gær eins og
fram kemur á síðu 2. Að-
almarkvörður liðsins á við höf-
uðmeiðsli að stríða og hefur El-
ísabet Gunnarsdóttir, þjálfari
Kristianstad, brugðið á það ráð að
fá ítalska landsliðsmarkvörðinn
Önnu Mariu Picarelli til félagsins.
Picarelli, sem er 25 ára, lék
með Ítölum á EM í Finnlandi á
síðasta ári og stóð sig vel en er
samningslaus sem stendur. Hún
var síðast á mála hjá Los Angeles
Legends í Bandaríkjunum. Hún
mun verða hjá Kristianstad næstu
þrjár vikurnar hið minnsta. sindr-
is@mbl.is
Elísabet fær
ítalskan lands-
liðsmarkvörð
ALFREÐ Gíslason er kominn í undanúrslit
Meistaradeildarinnar í handknattleik annað
árið í röð. Alfreð stýrði Kiel til 31:30-sigurs á
Rhein-Neckar Löwen um helgina og samtals
60:58. Önnur lið í undanúrslitum eru Ciudad
Real, Medvedi og Barcelona. Ólafur Stef-
ánsson gerði fjögur mörk fyrir Löwen og
Snorri Steinn Guðjónsson tvö en Aron Pálm-
arsson komst ekki á blað hjá Kiel.
Það gekk mikið á í leik Medvedi og Mont-
pellier því liðin stóðu jöfn þegar flautað var til
leiksloka í seinni leiknum og því varð að fram-
lengja en það dugði ekki til, enn var allt jafnt.
Þá var gripið til vítakastskeppni og þar hafði
Medvedi betur þegar markvörður liðsins varði
eitt víti franska liðsins, en það var fjórtánda
vítakastið. Sannarlega spennuþrunginn leikur.
Róbert Gunnarsson, línumaðurinn snjalli, er
fyrirliði Gummersbach og liðið hans lagði San
Antonio í síðari leik liðanna í undanúrslitum
Evrópukeppni bikarhafa um helgina, 31:28, en
leikið var á Spáni. Róbert og félagar mættu
gríðarlega einbeittir til leiks og höfðu und-
irtökin allan tímann, voru 16:12 yfir í hálfleik.
Róbert gerði tvö marka Gummersbach.
Róbert og félagar mæta öðru spænsku liði í
úrslitunum því Granollers vann Steaua Búk-
arest samtals 60:55.
Þess má geta að Róbert varð Evrópumeist-
ari með Gummersbach í fyrra þegar liðið sigr-
aði í EHF-bikarnum og alveg ljóst að Íslend-
ingur mun handleika þann verðlaunagrip tvö
ár í röð. skuli@mbl.is
Alfreð aftur í undanúrslit og Róbert í úrslit
Morgunblaðið/G.Rúnar
Áfram Alfreð og Róbert eru komnir áfram.
BIRKIR Bjarna-
son var óvænt í
leikmannahópi
Viking í gær eft-
ir að hafa verið
rúman mánuð
frá vegna
meiðsla, og hann
gerði sér lítið
fyrir og skoraði
eftir að hafa
komið inn á sem
varamaður í upphafi seinni hálf-
leiks þegar liðið gerði 1:1-jafntefli
við Kongsvinger á útivelli í norsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Birkir meiddist illa á olnboga í
leik gegn Strömsgodset fyrr á leik-
tíðinni en hrökk strax í gang eftir
meiðslin og skoraði jöfnunarmark
Viking með skoti af stuttu færi.
Indriði Sigurðsson og Stefán Gísla-
son léku saman vörn Viking.
Björn einnig á skotskónum
Annar Íslendingur, Björn Berg-
mann Sigurðarson, var einnig á
skotskónum í gær en hann gerði þá
annað mark Lilleström í 4:0-sigri á
Sandefjord. Markið skoraði Björn
eftir klukkutíma leik með laglegum
hætti eftir að hafa leikið í gegnum
vörn Sandefjord. sindris@mbl.is
Birkir hrökk
strax í gang
Birkir
Bjarnason
Ljósmynd/Tomasz Marian Kolodziejski
Best Signý Hermannsdóttir, leikmaður Íslandsmeistaraliðs KR, og Hlynur
Bæringsson, leikmaður bikar - og Íslandsmeistaraliðs Snæfells, voru valin
bestu leikmenn úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik á lokahófi KKÍ. 4