Morgunblaðið - 03.05.2010, Page 5

Morgunblaðið - 03.05.2010, Page 5
Íþróttir 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2010 Jamaíkumað-urinn Usain Bolt virðist til alls líklegur á þessu keppnistímabili í frjálsum íþróttum en hann hóf tíma- bilið af miklum krafti í heimalandi sínu um helgina þar sem hann keppti í 200 metra spretthlaupi og kom í mark á 19,56 sekúndum. Þetta er fjórði besti tími í 200 metra hlaupi frá upphafi og ljóst að heimsmet Bolts frá því í Berlín í fyrra, sem er 19,19 sekúndur, er í mikilli hættu í sumar þegar Evr- ópumeistaramótið í Barcelona fer meðal annars fram.    Sigurður Ari Stefánsson átti sinnþátt í því að Elverum tókst að tryggja sér bronsverðlaun í norsku úrslitakeppninni í handknattleik á laugardaginn. Sigurður Ari skoraði þá fjögur mörk í 27:26 sigri á Öyestad en Elverum var 12:14 undir í hálfleik. Fyllingen tryggði sér gullverðlaunin með sigri á Runar en Andri Stefan gat ekki leikið með liðinu þar sem hann er frá keppni með slitin kross- bönd.    Einar Hólm-geirsson gerði eitt mark fyrir liðið sem hann kveður í vor, Grosswall- stadt, þegar það gerði 23:23 jafn- tefli við Göpp- ingen í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í gær. Sverre Jakobsson lék einnig með Grosswallstadt og lét til sín taka í vörninni. Grosswallstadt er nú í 8. sæti deildarinnar en Göpp- ingen er í því fimmta.    Spænski knattspyrnumaðurinnXavi, besti leikmaður síðasta Evrópumóts landsliða, á á hættu að missa af heimsmeistaramótinu í júní vegna meiðsla sem hann glímir við. Xavi er lykilmaður í spænska lands- liðinu en einnig hjá Barcelona sem á í harðri baráttu um Spánarmeist- aratitilinn og má illa við því að missa kappann. Þriggja sentimetra rifa er í öðrum kálfa Xavi en hann hefur bitið á jaxlinn í síðustu leikjum að sögn Pep Guardiola þjálfara Börsunga.    LeBronJames körfuknatt- leiksmaður hjá Cleveland vann yfirburðasigur, engum að óvör- um, í kjörinu á verðmætasta leikmanni NBA- deildarinnar í gær. James hlaut 116 af 123 atkvæðum sem í boði voru og hjó nærri meti Shaquille O’Neal sem árið 2000 hlaut 120 af 121 atkvæði. „Þetta er mikill heiður. Ég er hrærð- ur yfir þessu,“ sagði James sem varð tíundi leikmaðurinn til þess að hljóta viðurkenninguna tvö ár í röð.    Spænski tennisleikarinn RafaelNadal jafnaði í gær met Andre Agassi þegar hann landaði sínum 17 meistaratitli með því að sigra landa sinn David Ferrer í úrslitum Rómar- meistaramótsins, 7:5 og 6:2. Nadal er aðeins 23 ára gamall og hefur því nægan tíma til að bæta met Banda- ríkjamannsins en Agassi var 34 ára þegar hann vann sinn síðasta titil.    Inter hélt toppsætinu í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu um helgina með 2:0 útisigri á Lazio. Roma hafði komist á toppinn með sigri á Parma en hélt toppsætinu í einn dag. Fólk sport@mbl.is Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is SENNILEGA átti Aron Krist- jánsson, þjálfari Hauka, drjúgan þátt í að Valsmenn fengu möguleika á að tryggja sér sigurinn. Eftir að Haukar höfðu minnkað muninn í eitt mark, 21:20, þegar ein mínúta var eftir, hófu Valsmenn sókn, þá tveimur leik- mönnum færri. Haukar hreinlega önduðu ofan í hálsmálið á leik- mönnum Vals sem sennilega hafa eitt andartak leitt hugann að lokamín- útum leiksins á föstudaginn þegar sigurinn gekk þeim úr greipum. Eins og gefur að skilja gekk Valsmönnum illa í sókninni tveimur leikmönnum færri og allt stefndi í að dæmd væri töf. Í has- arnum á síðustu mínútunni mótmælti Aron, þjálfari Hauka, heldur kröft- uglega að mati dómaranna, og fékk fyrir vikið gult spjald. Þar með fengu Valsmenn að byrja sóknina upp á nýtt, ef svo má segja, án þess að á þá væri dæmd töf. Þetta nýttu Vals- menn sér út í hörgul og Arnór Þór Gunnarsson innsiglaði sigurinn með 22. marki liðsins 12 sekúndum fyrir leikslok. Tapið á föstudaginn var mikið áfall fyrir leikmenn Vals. Þeir létu von- brigðin ekki hafa áhrif á sig þegar komið var út í leikinn í gær. Sigur var þeim nauðsynlegur. Tap hefði þýtt að Haukar væru komnir með tvo vinn- inga og að minnsta kosti sjö fingur á Íslandsbikarinn. Leikmenn Vals mættu afar ákveðnir til leiks. Þeir léku sína fínu vörn áfram og líkt og áður áttu Hauk- ar fá svör við henni né stórleik Hlyns Morthens í marki Valsliðsins. Valur komst í 5:0 áður en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark eftir 8 mínútur og 50 sekúndur. Þótt Haukar næðu að minnka mun- inn þá lánaðist þeim aldrei að jafna metin í fyrri hálfleik. Í stöðunni 10:9 fyrir Val fengu Hafnfirðingar tvö tækifæri til að jafna áður en Vals- menn náðu að auka forskot sitt á nýj- an leik. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11. Lengst af síðari hálf- leik voru Valsmenn sterkari. Haukar voru miður sín. Þeim lánaðist ekki að brjóta á bak aftur vörn Vals og mark- vörð. Þegar 43 mínútur voru liðnar af leiknum hafði Valur sex marka for- skot, 20:14. Þá var sem Valsmenn misstu flugið. Haukar náðu að loka vörn sinni betur en áður og í fram- haldinu að skora eitt og eitt mark. Skyndilega var forskotið uppurið að mestu og óvænt spenna hlaupin í leik- inn. En að þessu sinni náðu Vals- menn að halda sjó þótt litlu hafi mun- að. Áfram er járn í járn í kapphlaupinu um titilinn  Gult spjald á þjálfara Hauka 20 sek. fyrir lok reyndist dýrt Varnarleikur Vals veldur Haukum erfiðleikum Á ný missti Valur flugið  Tvö mörk á 17 mínútum Litlu munaði að Haukar endurtækju í gær leikinn frá fyrstu viðureign sinn við Valsmenn um Íslandsmeistaratit- ilinn frá því á föstudaginn. Eftir að hafa verið undir allan leikinn komu Haukar sterkir inn í leikinn á enda- sprettinum og höfðu nærri því jafnað metin. Að þessu sinni lánaðist Vals- mönnum að standast álagið og tryggja sér sigur, 22:20, en litlu munaði að Haukar næðu að jafna metin og krækja í framlengingu. Morgunblaðið/Kristinn Í dauðafæri Orri Freyr Gíslason hefur snúið á vörn Hauka og er í þann mund að skora annað marka sinna í gær. Vodafone-höllin við Hlíðarenda, úr- slitakeppni Íslandsmóts karla í hand- knattleik, N1-deildarinnar, annar leikur sunnudaginn 2. maí 2010. Gangur leiksins: 5:0, 5:3, 6:3, 7:6, 10:9, 11:10, 13:10, 14:11, 14:12, 16:12, 20:14, 21:15, 21:20, 22:20. Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 6/3, Fannar Þór Friðgeirsson 6/1, Sig- urður Eggertsson 3, Elvar Friðriksson 2, Orri Freyr Gíslason 2, Gunnar Ingi Jóhannsson 1, Ingvar Árnason 1, Sig- fús Páll Sigfússon 1. Varin skot: Hlynur Morthens 19 (þaraf 8 til mótherja), Ingvar Guðmundsson 1/1. Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 11/5, Einar Örn Jónsson 2, Pétur Páls- son 2, Björgvin Þór Hólmgeirsson 1, Elías Már Halldórsson 1, Freyr Brynj- arsson 1, Guðmundur Árni Ólafsson 1/1, Heimir Óli Heimisson 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 7 (þaraf 2 til mótherja). Birkir Ívar Guð- mundsson 6/1 (þaraf 2 til mmótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svav- ar Pétursson, mistækir. Áhorfendur: 1.100. Valur - Haukar 22:20 kjavíkur ri í sundk- Sundfélag fa sundk- eikurinn á kur um tit- kemmti- KR betur, gerði hvort fyrir SKR tefán Karl stján Guðna- den Te- ku liðin vin- G Dragor b 8:2 og SH tari í sundknattleik Morgunblaðið/Kristinn EIÐUR Smári Guðjohnsen leikur sem kunnugt er með Tottenham í Englandi. Engu að síður hefði hann getað orðið franskur bikarmeistari í gærkvöldi. Eiður er í láni frá Móna- kó og liðið lék í gærkvöldi til úrslita við PSG í frönsku bikarkeppninni. PSG hafði betur 1:0 þannig að Eiður Smári missti af þeim titli. Eiður Smári lék með Mónakó í 64 liða úrslitum bikarsins og skoraði þá í vítaspyrnukeppninni á móti Tours, en hann kom ekkert við sögu í næstu umferð þegar Mónakó sló Lyon út. Mónakó hefur fimm sinnum orðið bikarmeistari, síðast fyrir 19 árum, en þetta var í áttunda sinn sem PSG fagnar bikartitlinum. skuli@mbl.is PSG bikar- meistari í Frakklandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.