Nýr Stormur - 24.09.1965, Side 2
2
%miur
FÖSTUDAGUR 24. september 1965
RANGSNÚINN
Framhald af bls i
issjóð og sveitarsjóði. Síðan
notar hin opinbera fjármála-
stjórn, ríkisstjórnin og sveit
arstjórnirnar þessa sjóði til að
mæta hinum sameiginlegu
þörfum þegnanna.
Sá, sem bregzt þeirri skyldu
að greiða gjald sitt í þessa
sjóði ,er að taka til sín fjár-
muni, sem honum ekki ber.
Magnús
Var hann neyddur til að veita
skattsvikurum fyrirgefningu?
Hann er á grófara máli að
fremja þjófnað, sem er refsi.
verður á sama hátt og refsað
er fyrir rán og innbrotsþjófn-
aði.
Skattsvik og smygl eru sams
konar afbrot.
Ai þessu er ljóst, að baeði
skattsvik og smygl ganga út
á þáð, að hlunnfara ríkissjóð
um réttmætar tekjur. Afbrot
þessi eru því í eðli sínu þau
sömu.
Löngum hefur það verið lát
ið viðgangast átölulaust, að
farmenn hefðu með sér til
lands eitthvert góss til eigin
nota án þess að greiða af því
tolla. Slík framkvæmd laga er
sanngjjjrn, ef varningurinn er
einungis ætlaður til nota flytj
andans eða fjölskyldu hans.
Ef hins vegar á að nota góss
þetta til sölu á innlendum
markaði, er málið komið í allt
annan farveg því að þá er fjár
gróðinn orðinn aðalforsendan
fyrir innflutningnum, Ekki
virðist ástæða til að amast við
því, þótt ferðamenn kaupi sér
í utanferðum ýmsa persónu-
lega muni án þess að greiða
af þeim toll. Annað væri of
ströng og í rauninni ófram-
kvæmanleg beiting tolllaga.
Þegar menn á hinu leitinu
hegða sér þannig að gerð er
tilraun til innflutnings á eftir-
• sóttum vörutegundum, t.d. á-
fengi og tóbaki i stórum stíl
til almennrar sölu án tollaf-
greiðslu, er fégræðgin orðin
höfuðmarkmiðið. Þeirri hátt-
semi er eðlilegt að refsa eftir
því, sem lög standa til. Með
slí.kum smyglurum hafa
menn ekki samúð.
Skattsvikin eru margfalt stór
kostlegri en smyglbrotin.
Það getur að vísu munað
um, ef hátollavörrur eru flutt
REFSIVÖNDUR
ar inn án tollafgreiðslu í veru-
legum mæli. Svo var málum
t.d. farið í sambandi við
smygltilraunina í Langjjjkli,
þar sem verðmætin voru talin
nema 1.2 milljónum króna.
Enginn getur því haft á móti
að réttvísin taki skörulega á
þeim málum, eins og raunin
hefur á orðið. En hér má
segja- Maður, líttu þér nær.
Áhugi almennings beinist
fyrst og fremst í þá átt að upp
ræta toll- og skattsvik vegna
þess, að undankoma eigna frá
lögmætri skattgreiðslu í opin-
bera sjóði leiðir til þess, að
skattbyrðin verður þeim mun
þyngri á herðum hinna heiðar
legu og löghlýðnu borgara.
Það er að vísu nokkuð alvar-
legt íhugunarefni, þegar gerð
er tilrau ntil að smygla í land
með einu skipi ólöglegum
varningi, er nemur að sölu-
verðmæti yfir eina milljón
króna. ,,En hvað er ein millj-
ón nú á dögum?“ sagði Sigurð
ur heitinn Berndsen einu
sinni í útvarpsviðtali. Og enn
má spyrja: Hvað er ein millj-
ón nú á dögum, ef tekið er
tillit til þeirra stjarnfræði-
legu upphæða, er sviknar eru
undan skatti árlega á íslandi?
Skatsvikin eru erfið vandamál
Nú ber það ð játa, að skatt
svik eru érfið vandamal til úr
lausnar' ggfíiji |i|]o^gt fyr-
irbrigði. Hér á landi hefur
þetta mál aldrei verið tekið
föstum tökum fyrr en núver-
andi ríkisstjórn gerði tilraun
Gunnar
Hann varð aS flýja úr ráðherra-
stóli að kröfu skattsvikaranna.
til að leysa þau með stofnun
skattaeftirlitsinr eða skatta-
lögreglunnar svonefndu.
Höfuðástæðan til stofnunar
skattalögreglu mun hafa ver-
ið hin slælega innheimta sölu
skattsins. Söluskatturinn er,
eins og kunnugt er, ein af að-
altekjulindum ríkissjóðs og
að nokkru sveitarfélaganna,
en þa ufá í sinn hlut nokkurn
hluta skattsins. Atvinnufyrir-
tækin eiga að leggja skattinn
sem nú er 7V2% á seldar vör
ur og þjónustu. Þetta gera
þau samvizkusamlega. Það
bregzt ekki. En þau reyna eft
ir megni og gera í ríkum mæli
að draga svo úr bókfærðri
veltu að skil á skattinum til
ríkissjóðs verði sem allra
minnst. Söluskatturinn hefur
því reynzt óhlutvöndum fjár-
aflamönnum kærkomið tæki-
færi til að selja neytendum
vörur og þjónustu hærra
verði í skjóli skatsins, en bara
skila honum ekki til rétts eig
anda. Skattþjófnaðurinn er
hvergi augljósari..
Hræðslan við skattalögregl-
una.
Til að stemma stigu við sölu
skattssvikum og herða á skatt
eftirlitinu að öðru leyti, lét
ríkisstjórnin Alþingi lögfesta
ákvæðin um embætti ríkis-
skattstjóra og skattrannsókna
stjóra. Voru þessi lagaákvæði
vissulega gflugasta viðleitni
ríkisvaldsins, sem gerð hefur
verið hérlendis til að fletta
ofan af skattsvikum og fyrir
byggja þau. Svo vel vildi til,
að í hin tvö áðurnefndu emb-
ætti völdust tveir ungir vel
menntaðir og harðduglegir
menn þeir Sigurbjörn Þorkels
son og Guðmundur Skapta-
son. Var þegar ljóst við skip
un þeirra og fyrstu embættis
störf, að enginn bilbugur yrði
á þeim að framkvæma þau
lög réttlátlega og dyggilega,
er þeim hafði verið falin for-
sjá á.
Þessir embættismenn munu
fljótléga hafá’kómizt að ráun
um, að við hverja skóflu-
stungu í starfi komu þeir nið-
ur á rotið fjármálalíf, sem um
vafið var svikum og prettum,
röngum skattaskýrslum og
röngum vottorðum til yfir-
valda. Ríkisskattstjóri og
skattarannsóknarstjóri voru
til þess albúnir að moka flór
inn og komast niður á fast,
þannig, að einhverrar heið-
ríkju hefði mátt vænta í ís-
lenzku athafna- og fjármála-
lífi.
En þegar málum er hér
komið, eiga sér stað undar.
legir hlutir. Skattsvikararnir
sem voru í ratsjá lögreglunn-
ar, áttu „sín sambönd á æðri
stöðum“. Þessi „sambönd“
leiddu til þess, að æðstu yf-
irmenn skattalögreglunnar
báðu hana að fara hóglega í
vinnugleði sinni. Þegar þess-
um háttsettu yfirmönnum var
bent á hin skýlausu laga-
i ákvæði varðandi störf skatta
lögreglunnar, fór skattamála-
ráðherra þá einfjjldu en óskyn
samlegu leið að láta Alþingi
breyta ’ Vunum um fram-
kvæmd skattalaga.
Ber Magnús ábyrgðina?
Um þetta leyti urðu manna
skipti í sæti fjárrr>"1aráðherra.
Sá fráfarandi, Gunnar Thor-
oddsen, var að eigin sögn orð-
inn þreyttur á erilsömum
I stört'um i s:ðr3tiiðin átján ár,
I og óskaði að hverfa aðrólegra
Upphafsorð
Framhald af bls. 1
ir þættir úr æviminingum merkra stjórnmálamanna,
sem m.a. eru til þess fallnir að varpa ljósi á þá atburði^
sem daglega eru að gerast, en eiga auðvitað allir rætur
í fortíðinni. í blaðinu verða flutt drög að stjórnmála-
sögu íslands, sem enn hefur ekki verið rituð í heild.
Mannkynssaga verður birt í dagblaðsformi, en slíkt
lesefni hefur hvarvetna vakið mikla athygli og verið
vinsælt. Sagan um Bör Börson verður flutt í mynda-
sögu. Vonast er til, að hún falli í góðan jarðveg, eins og
ávallt fyrr.
í blaði þessu verður tekinn upp sá gamli og góði
siður að birta kjallaragreinar um ýmis málefni, inn-
lend og erlend. Er mönnum sérstaklega bent á þennan
vettvang, ef þeim liggur eitthvað mikilvægt á hjarta,
sem erindi á til almenings. Palladómar verða fluttir um
þekkta þjóðfélagsborgara í léttum tón. Birtir verða
þættir af bellibrögðum ýmissa manna, sem hafa það
að iðju sini að féfletta einstaklinga og samfélagið.
Þessir þættir verða fluttir undir nafninu „Fílistear".
Nöfn verða ekki birt, en almennt ættu þau að þekkjast.
Þáttur verður af erlendum vettvangi, og væntanlega
verða síðar birtir ýmsir aðrir smærri þættir.
Eins og áður segir, tekur blaðið með þakklæti öllum
ábendingum um efni og frágang. Það er von útgefanda
að geta byggt upp þróttmikið, eftirsótt og áreiðanlegt
vikublað, sem fái tiltrú almennings fyrir vandaðan mál-
flutning. Þessu marki geta útgefendur ekki náð nema
með góðri samvinnu við lesendur.
Þar sem blaðið flytur talsvert af samfelldu efni, sem
missir meira eða minna leyti gildi sitt, ef lesendur fá
ekki öll blöðin, er mönnum bent á að gerast áskrifend-
ur að blaðinu, og verður það þá sent í pósti á útgáfu.
degi.
-Þe'tta blað ber nafnið NÝR STORMUR. Útgefendur
vænta þess að blaðið kafni ekki undir nafninu. Það
verði þess umkomið að blása fersku lofti inn í þá
lognmollu, sem nú virðist einkennandi fyrir íslenzkt
þjóðlíf. En þessi lognmolla leggst með sívaxandi þunga
á þegnana og varnar þeim sýn í hinum tryllta dansi
í kringum gullkálfinn, dansi, sem færist æ nær bjarg-
brúninni, en enginn fær séð, hvað við tekur.
Útgefendum er ljóst, að takist vel með útgáfu þessa
blaðs, þá muni það verða litið hornauga af ýmsum
þeim, sem vinna í leynum og byggja starfsemi sína bak
við tjöldin. Fyrir þeim er sannleikurinn bannorð. Fyrir
þeim er sá einn sekur, sem tapar. Þeir lifa og starfa
á bak við tjöld sýndarmennskunnar Ef blaðinu tekst
að svipta þessum tjöldum til hliðar, þótt ekki verði
nema að litlu leyti, er tilganginum náð.
starfi sem yfirmaður íslenzka
sendiráðsins í Kaupmanna-
höfn.
Við starfi fjármálaráðherra
tók hinn skagfirzki alþingis-
maður, Magnús Jónsson, síð-
ast bankastjóri Búnaðarbank-
ans. Magnús er fjölhæfur
hæfileikamaður, vel greindur
reglusamur og umfram allt
tápmikill dugnaðarmaður.
Með fullri virðingu fyrir hæfi
leikum Gunnars Thoroddsen
bjuggust menn almennt við,
að nýtt loft, nýr stormur,
mundi str". 'n inn í íslenzka
fjármálastjórn. Vel má vera,
að svo verði. Slíkt vona menn
af heilum huga.
En ekki verður sagt, að
fyrsta ganga Magnúsar í hinu
virðulega embætti hafi verið
i f”’1" samrfp- bær vonir
sem menn höfðu tengt við
hann sem fjármálaráðherra.
Fyrsta verk hans var sem sagt
að knýja fram áðurgreindar
breytingar á skattalögunum.
Þessar breytingar eru í því
fólgnar, að ,"'ð er algerlega
refsilaust að telja rangt fram
til skatts og brjóta drengskap-
arheit með undirritun skatta
framtals. Þótt skattlögregla
geti sannað og hafi sannað,
að skattþegn hafi framkvæmt
skattsvik, er það refsilaust
með því eina skilyrði, að ’-att
þegn hafi á ný talið rétt fram
fyrir 1. marz 1966. Vera má,
að þessi frestur verði fram-
lengdur. Lagaákvæðin í þess
um efnum eru því nú þannig
að það er allt í lagi að reyna
að gefa rangt upp til skatts.
Komist skattsvikin ekki upp,
eru þau fullkomnuð. Fari
hins vegar svo illa, að upp
komist, er sagt við skattþegn-
Framhald á 6. síðu.