Nýr Stormur - 24.09.1965, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 24- september 1965
MOLDVIÐRI UM
LANDBÚNADINN
Landbúnaðurinn er og hefur ávallt verið grundvallaratvinnuvegur þjóð-
arinnar. Röng efnahagsmálastefna síðastliðin 25 ár er orsök fyrir erfiðleik-
um landbúnaðarins. Búin eru rekin með tapi og allar líkur fyrir samdrætti,
sem skapa mun skort á landbúnaðarvörum til innanlandsneyzlu innan ör-
fárra ára. Dýrtíðarófreskjan er afkvæmi misviturra stjórnmálamanna.
BÓNDI ER BÚSTOLPI
BÚ ER LANDSTÓLPI
ÞVÍ SKAL HANN VIRÐUR VEL
Það mál sem er efst á baugi
í íslenzku þjóðlífi í dag, er
landbúnaðarmálin. Um fátt er
meira rætt manna á milli en
verðlagningu landbúnaðaraf-
urða. Æsingarnar út af þess-
um málum rísa svo hátt, að
rætt er og ritað að leggja beri
landbúnað niður og flytja inn
landbúnaðarvörur. Heimskir
menn hrópa óhróður um
bændur og samtök þeirra og
heill stjórnmálaflokkur virð-
ist helzt eygja það sér til
bjargar að skapa tortryggni
í garð bænda, þótt sjálfur eigi
hann mikla sök á, hvernig
komið er.
Við enga stétt hefur óða-
verðbólgan komið eins harka-
lega og bændur.
Aðrar stéttir hafa í nauð-
vörn sinni getað gripið til ó-
hemju- og óvenjumikillar yf-
irvinnu, og sumar verðlagt
vinnu sína langt yfir gerða
samninga. Engu slíku hafa
bændur kost á. Þeirra kaup
hefur verið lögbundið og sína
vinnu hafa þeir ekki getað
selt hærra. Um framleiðslu-
aukningu hefur ekki verið að
ræða án þess tilkostnaðar sem
gleypt hefur allar tekjur.
Bóndinn getur ekki framleitt
meiri afurðir, nema með auk
inni ræktun, stærri bústofni
og meiri vinnu og hana verð
ur hann að ' lupa.
Ræktunin kostar óhemju fé.
Aukinn bústofn krefst mik-
illar fjárfestingar. Penings-
hús og hlöður og annað slíkt
gleypa upphæðir, sem hljóða
upp á mörg hundruð þúsund
krónur. Lán þau, er bændum
eru ætluð til þessara fram-
kvæmda, bera hærri vexti en
tíðkast í nágrannalöndunum,
Þau eru einnig miklu lægri
Sigurður Sigurðsson,
búnaðarmálasijórL
og auk þess til helmingi
skemri tíma eða meir. Mis_
muninn verða bændur svo að
fá lánað á stuttum víxlum, ef
þeir eiga ekki sjálfir féð, sem
sjaldgæft er. Hinar stífu af-
borganir og háu vextir gera
svo það að verkum, að bónd-
inn er í sífelldri fjárþröng og
verður að skera allt við negl-
ur sér í búskapnum, sem þýð
ir, að hann verður að spara
eyrinn, en henda krónunni.
1 framkvæmdum sínum
verður hann að kaupa vinnu-1
kraft, sem oft er yfirborgað-
ur, því fáir fást til að vinna
fyrir umsamið kaup.
Sjálfur hefur hann enga|
möguleika á að koma við slík;
um brögðum sjálfum sér til;
bjargar, því að laun hans eru
ákveðin af opinberum aðilum.
Það er því augljóst mál, að '
bændur geta engri vörn kom-1
ið fyrir sig hver um sig, eins
og einstaklingar annarra
stétta.
Ekkert land er talið byggi-
legt og hefur aldrei verið, ef
ekki er hægt að framleiða mat
væli fyrir fólkið, sem þar býr.
Að vísu eru mörg lönd ekki
sjálfum sér næg í framleiðslu
matvæla, og er það fyrst og
fremst sökum þess, að löndin
eru ekki nógu sfór til að
brauðfæða íbúa sína. Þau
framleiða þá aðrar vörur, sem
þau láta í skiptum fyrir mat-
væli. Ekkert land í heimi flyt
ur inn matvæli, svo nokkru
nemi, sem það getur framleitt
sjálft. Hér eru hins vegar
uppi raddir um að leggja nið
ur elzta atvinnuveg þjóðarinn-
ar, og þann sem hún hefur lif
að á í yfir þúsund ár. Að vísu
tekur enginn vitiborinn mað
ur undir þennan söng en skiln
ingsleysi ráðamanna þjóðar-
innar undanfarna áratugi á
grundvallarþýðingu landbún-
aðarins er það að kenna, að
hagkerfi þjóðarinnar riðar
vegna erfiðleika landbúnað-
arins.
Fjármunum þjóðarinnar er
varið í brask til einnar nætur
en heilli stétt, sem vinnur
störf sem samkvæmt eðli sínu
gefa ávöxt á löngum tíma,
er gert svo erfitt fyrir með
með rekstrarfjárskorti, stutt
um lánum .ir”m vöxtum og
hátollum á rekstrarvörur sín
ar ,að ástæða er til að ætla,
að bændur gefist upp í stór-
um stíl.
Ef litið er yfir farinn veg
síðastliðin tuttugu og fimm ár
er ljóst, að framfarir í land-
búnaði hafa orðið geysilegar,
eigi síður en í öðrum atvinnu
greinum. Þetta sýnir að bænd
ur hafa ekki síður en aðrar
þjóðfélagsstéttir, þekkt vitjun
artíma sinn. Og ef litið er
hlutlægum augum á þessi mál
er augljóst, að þeim fram-
kvæmdum hefur ekki verið
tjaldað til einnar nætur.
Það starf, sem unnið hefur
verið í sveitum landsins á
þessum tíma sýnir okkur einn
ig það, að það er ekki unnið
einni kynslóð, heldur munu
komandi kynslóðir njóta þess
í ríkum mæli. Þetta starf hef
ur heldur ekki verið unnið
í von um skjótan og fljóttek-
inn gróða, eins og viljað hef
ur brenna við í flestum öðrum
atvinnuvegum okkar. Verzlun
mestu lausafjármunamyndun,
sem gengur úr sér á tiltölu-
lega skömmum tíma, bæði
vegna slits og tækniframfara
enda afskriftir miðaðar við
það. Ræktun jarðar er hins
vegar framkvæmdir sem vara
um langa framtíð, svo langa,
að barnabarnabörnin okkar
hafa af þeim fyllstu not. Þann
ig er það starf, sem þarna er
unnið, starf framtíðarinnar,
og þjóðinni ber að meta það
samkvæmt því. Og þá kemur
spurningin: er það gert? Marg
ir mundu vafalaust óska þess,
að unnt væri að svara spurn-
ingunni jákvætt og víst er,
að ekki myndi sumum stjórn-
málamönnum okkar verða
skotaskuld úr því. Þeir eru
því vanastir að meta hlutina
í orði en ekki á borði. Þeim
er að vísu nokkur vorkunn,
því að þeir eiga sökina á því
ástandi, sem nú ríkir í þess-
um málum, og er þá enginn
flokkur undanskilinn. En því
miður verður að svara þessari
spurningu neikvætt. Forysta
bænda er í höndum manna,
sem eru annað hvort stjórn-
málamenn að atvinnu, eða þá
í nánum tengslum við þá og
hlýta ráðum þeirra nauðug-
ir viljugir.
Svikulir starfsmenn.
Það hefur stundum komið
fyrir, að svikulir starfsmenn
hafa beinlínis rænt frá
Heyvinna á björtum sumardegi er unaðsleg.
fyrirtækjum, sem þeir hafa
unnið hjá. Það hefur og kom
ið fyrir, að hinir eiginlegu
húsbændur og eigendur hafa
orðið að víkja fyrir svikurun-
um. Þeir hafa setið eftir með
sárt ennið og óbættan skað-
ann og nagað sig í handarbök
in fyrir trúgirni sína. Á svip
aðan hátt hefur farið fyrir
bændum og viðskiptamönnum
þeirra við sjávarsíðuna. Þeir
fengu tunguliprum loddurum
lykilvöldin að húsinu og eru
svo sjálfir á götunni. Engu
skal um það spáð, hvort unnt
verður að ná þeim lyklum aft
ur, en skaðinn er skeður og
hann verður ekki bættur.
Þá eignaaukningu, sem orð
ið hefur af vinnusemi og heil
brigðum viðskiptaháttum, ber
að virða, Þær hundruð, ef
ekki þúsundir milljóna, sem
liggja faldar í erlendum bönk
um ber að finna og skila þeim
þjóðinni aftur. Þeim hundruð-
um milljóna, sem stolið er af
þjóðinni með skattsvikum ár
lega, verður að skila með rent
um og renturentum. Ein af or
sökum verðbólgunnar eru
skattsvikin og söluskattsþjófn
aðurinn fyrr og síðar.
Skattpíning almennings af
völdum þeirra hefur kallað á
hærra kaupgjald og þar af
leiðandi hærra verðlag og svo
koll af kolli. Og sviknu skatt
arnir eru víða sjáanlegir, þótt
meiri hluti þeirra sé falinn.
Við sjáum verzlunar- og í-
búðarhallir manna með verka
mannaskatta blasa hvarvetna
við, og þar er ekkert skorið
við nögl. Við vitum um óhófs
eyðslu og lúxuslifnað manna,
sem samkvæmt framtali sínu
hafa varla salt i grautinn.
Skemmti- og innkaupaferðir
nar til útlanda eru ekki á færi
manna, sem ekki eru aflögu
færir um að greiða venjuleg
vinnukonuútsvör. Bændur
hafa a.m.k. ekki ráð á slíku,
enda mun titillinn bóndi sjald
séður á farþegalistum flugfé-
laganna og skipafélaganna.
Aftur á móti gera ráðherrar
víðreist, nema vera kynni
landbúnaðarráðherrann, sem
telur sig hafa öðrum hnöpp-
um að hneppa. Eyðslunni og
sukkinu verður að vísu ekki
skilað aftur, en það ætti að
vera hægt að koma í veg fyr-
ir áframhald þess. En það
mun áreiðanlega kosta átök,
en áður en þau verða, er þrúg
andi almenningsálit eina vörn
in gegn ósómaum,
Misheppnað val.
Verkamönnum og alþýðu-
stéttunum við sjávarsíðuna
hefur mistekizt val á forystu
mönnum sínum, svo sem dæm
in sanna. Þeir hafa leitt þess
ar stéttir út í hverja ófæruna
á fætur annarri með skamm-
sýni sinni g yfirborðs-
mennsku. Verðbólguófreskj-
an hefur verið á hælum
þeirra, en þeir hafa ekki látið
sig það neinu skipta. Þeir
hafa att verkalýðnum út 1
tilgangslaus verkföll og hróp
að síðan um sigra, sem eftir
nokkra daga var snúið upp í
megnasta ósigur. Um raun-
verulegar kjarabætur hefur
minna verið hirt.
Bændastéttinni hefur einn-
ig mistekizt sitt val. Fulltrúar
bænda á Alþingi, sem fæstir
eru bændur sjálfir, hafa
gleymt því hlutverki, sem
bændur fólu þeim, jafnskjótt
og þeir voru komnir inn úr
dyrum Alþingis.
Þeir virtust hafa ótal úrræði
til að leysa vandann, er þeir
ræddu við kjósendur sína, en
um leið og þeir stigu inn í
þingsalina, voru þeir komnir
á kaf í hringdansinn kringum
gullkálfinn. Hvér hinna sex
tíu þingmanna virðast vera
greindir og gegnir menn,
hver í sínu lagi, en um leið
og þeir koma saman, virðast
þeir missa ráð og rænu.
Auður, völd og metorð virð
Framhald á 5. síðu.