Nýr Stormur - 24.09.1965, Síða 5

Nýr Stormur - 24.09.1965, Síða 5
FÖSTUDAGUR 24. sepiember 19«5 i 5 Útg.: Samtök óháðra borgara Ritstj-: Gunnar HalL sími 15104. Páll Flnnbogastm. AugL og áskr.s.: 22929. Vikublað — útgáfudagur: föstudagur. Lausasöluverð kr. 10.00. Áskriftarverð kr. 450.00. Prentsmiðjan Edda h. f. HVERT STEFNIR? Nú, þegar blað þetta hefar gönga sína, má með sarmi segja, að veður séu öll válynd í íslenzkum þjóðmálum. Nú- verandi stj órnmálaflokkar hafa í síðustu þrjá áratugi, og öllu betur þó, haft á hendi stjóm landsins. Alllr hafa þessir flokkar verið oftar en einu sinni í ríkisstjöm. Öllum hefur þessum flokkum að meira eða minna leyti mistekizt með- ferðin á stjórnartaumrunum samkvæmt hiutlausu mati þar að lútandi. Þjóðin stendur í dag, og hefur reyndar oftast áður staðið, andspænis algerri óvissu á fjöldamörgum sviðum. Framfar- ir hafa að vísu verið stórstígar, og lífskjör almenníngs hafa svo stórum batnað á sfðasta aldarfjórðungi, að í þeim efn- um kemst enginn samanbuxður að. Hugtakið atvinnuleysi þekkir ungt fólk aðems af sögusögnum. Núverandi ríkis- stjórn hefur tekizt að tryggja íslenzku krónuna gagnvart gjaldmiðli annarra þjóða, en áður var hún erlendis álitin einskis virði, eins og kunnugt er. Að hinu leytinu hefur stjóminni herfilega mistekizt í baráttunni við dýrtíðina. Óðaverðbólgan hefur aldrei verið eins geigvænleg og einmitt á síðustu árum. Jafnvel metin við hið fræga dýrtíðarár 1942 hafa verið slegin. í hinu sí- fellda kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags bíða launþeg- ar ávallt ósigur, enda þótt verkalýðsforingjar standi sæmi- lega á verðinum. Þetta liggur í eðli verðbólgunnar, þar sem verðlagið hækkar að jafnaði fyrr og í ríkara mæli en kaup- gjaldið. Viðbrögð launþeganna við hinu háa verðlagi geta ekki orðið nema á einn veg: Aff lengja vinnudaginn. Þessi langi vinnudagur er orðinn með þeim hætti, að hugtakið vinnuþrælkun er ekki fjarstæðukennt. Það, sem fyrst og fremst einkennir íslenzkt þjóðlíf í dag er andvaraleysið. Stefna stjómarvalda virðist miða að því að fara troðnar brautir' í hvívetna, en forðast róttækar breytingar. Þau vilja lifa í lognmollu líðandi stundar, en vilja ekki fá nýjan storm til að hreinsa andrúmsloftið. í þessum efnum eiga allar ríkisstjórnir sammerkt, hvaða flokkar sem að þeim hafa staðið og hvaða menn, sem skipað hafa ráðherrasætin. Lífsreglan hefur ávallt verið sú sama, status quo. Varðandi einstaklinginn kemur þetta sama sjónarmið fram Hann lætur hverjum degi nægja sínar þjáningar. Hann hefur í dag nokkurn veginn til hnífs og skeiðar, og þá virðist þörfum hans fullnægt. Hann horfir ekki lengra fram. á brautina. Samtök einstaklinganna, einkum verkalýðshreyfingin, er með sama merki brennd. Þau einbeina kröftum sínum að hærra kaupgjaldi í krónum, en virðast seint hugá að þeirri staðreynd, að krónan á morgun er minna virði en krónan í dag. Peningar eru að vísu máttur. í þeim býr aflið til að framkvæma hlutina. En engum getur dulizt sú geigvænlega hætta, þegar þjóðfélagsstarfið hefur snúizt upp í æðis- genginn dans kringum gullkálfinn. Allir vita, hver enda- lok þess Hrunadans verða. Flokksræðið er orðið óhugnanlegt á íslandi. Tveir til þrír menn ráða öllu í hverjum stjórnmálaflokki. Verið er að gera lýðræðið að sannkallaðri skrípamynd. Við og við hóa flokksforingjarnir fólki sínu saman til fundar eða ráðstefnu í Reykjavík. Á þessum ráðstefnum halda foringjarnir ræð- ur með lúðrablæstri í bak og fyrir, og fólkið dáleiðist af múgsefjun og klappar foringjana upp að ræðum loknum. Þeim hefur verið veitt brautargengi næsta kjörtímabil. í krafti þessa valds ráða þeir svo framboðum til Alþingis og aðrar mikilvægar stöður. Alþingi sjálft er oröið eins og brúðuleikhús, þar sem þingmennirnir greiða ekki atkvæði eins og samvizka þeirra býður og stjórnarskráin boðar, heldur greiða þeir atkvæði allt eftir því, hvernig forráða- mennirnir kippa í spottann. Þessu andvaraleysi, sem hér að framan hefur verið lýst ætlar þetta blað, NÝR STORMUR, að segja stríð á hendur. Það mun halda uppi skeleggri gagnrýni á þjóðfélagsbygging- una. Það mun halda uppi gagnrýni á störfum og starfsleysi ráðamanna. Það mun gagnrýna opinber samtök almennings, ef ástæða þykir til. Það mun sem sagt leitast við að veita nýjum stormi inn í þjóðlífið og rumska við andvaralausum mönnum. Það er ósk blaðsins, að sérhver góður borgari veiti því hjálp í framangreindri viðleitni. Moldviðri um Framhald af 4. síðu. ast vera eina hugsjón ís- lenzkra stjórnmálamanna og til að fullnægja þessum lífs nautnum þurfa þeir kjósenda við aðeins einn dag á fjórum árum. Allan hinn tíman eru þeir 1 nánu samfélagi við áhrifamestu mennina í þjóð félaginu. Áhrifamennirnir Og hverjir eru svo sálufé- lagarnir? Jú, það eru stórat- vinnurekendur, stórútgerðar- menn, stórinnflytjendur, stór salar í vörum og fasteignum, og hverskonar braskarar og „bissnesmenn“. Og hvering er nú þessu samfélagi hátt að? Stjórnmálamenirnir skipta sér niður í flokka og þar af eru tveir, sem bera alveg sérstaka umhyggju fyr ir bændum. Flokkarnir gefa út blöð^ reka skrifstofur, hafa starfs menn, halda fundi og samkom ur og reka allskonrar kostnað arsama áróðurstarfsemi þar sem blekkingin e rhelzta vopn ið. Og þetta kostar mikið fé. Margir landsmenn eru flokks bundnir í einhverjum flokk landbúnaðinn hlunnindi og aðstaða, þá er féð til reiðu. Sumir menn greiða í sjóði allra flokkapna. Og þeir fá nokkuð fyrir snúð sinn: Möguleika og aðstöðu til að græða meiri peninga og þurfa ekki að gjalda af þeim skatta. Stjórnmálamennirnir fá einnig nokkuð í sinn hlut. Stuðning hinna „sterku“ ein staklinga, sem eru þjóðfélag- inu svo einstaklega mikils virði eins og stærsta blaðið heldur stöðugt fram. Auður, völd og metorð falla þeim einnig í skaut. En hvað fær svo almeningur til sveita og sjávar. Mestu og frægustu verðbólgu, sem geisað hefur 1 hinum menntaða heimi síð ustu áratugina. Hvernig er svo með samtök bænda sjálfra? Dreyfingarkerfi land búnaðarafurða er í höndum samvinnufélaga bænda. Hörð gagnrýni kveður við úr öllum áttum með það. Kostnaður við dreyfinguna virðist óeðli lega mikill. Sagt er að bændur fái lítt meir en helming verðs fyrir mjólkurlítrann, þegar niðurgreiðslur eru reiknaðar fé nokkru sinni endurgreitt og er landbúnaðinum lítill hagur í því að eiga stórhýsi og hótel í Reykjavík og festa fé í því. Veitingahúsin í Reykjavík hafa og líka meiri áhuga á að selja smyglaðar erlendar kjötvörur, en afurð ir bænda. Þunglega mundi þeim mönum nú horfa, sem mesta forystu höfðu um mál- efni íslenzks landbúnaðar um langan aldur, ef þeir mættu nú sjá, hvernig horfir mál- efnum bændastéttarinnar og má þar til dæmis nefna þá Torfa í Ólafsdal og Sigurð búnaðarmálastjóra. Þessir menn höfðu óbilandi trú á framtíð íslenzks land búnaðar og fórnuðu öllum kröftum sínum í þágu hans. Mætti minning þessarra manna vera bændum sú áminning um að gæta nú vel að sínum hag. Landbúnaður inn verður að þróast upp í það að verða arðvænleg at- vinugrein, en það verður ekki fyrr en bændur sjálfir styrkja samtök sín og reka af hönd um sér ófyrirleitna stjórn- málaskúma, sem einskis svíf ast til framdráttar eiginhags munum. Ný tækni er lífsna'uðsyn fyrir landbúnaðinn. anna, en flokksgjöldin eru lág og illa innheimt^ svo þau eru aðeins smávasapeningar í þá hít, sem starfsemi flokk anna er. Flokksblöðin flest eru rekin með milljónatapi og annar kostnaður er geysileg ur. Og hvaðan koma svo pen ingarnir? Það er hin stóra spurning, sem enginn flokk anna vill svara, því að svarið er: þeir koma ekki frá fólk inu. Þeir koma frá mönnum, sem enga bugsión bafa aðra en þá að græða peninga. En til að græða peninga þarf mikla peninga og bezta fjár festing, sem bessir menn eiga kost á, er að leggja fé í starfsemi flokkanna og bað að gera beir fúslega. ef . . Já, ef farið er að vilja þeirra. Ef þeim er tryggð með. Mismunur á kjötverði til bænda og útsöluverði, sé gíf urlegur sem sjá má á því að á sama tíma og nautakjöt beinlaust kostar kr. 220 út úr búð í Reykjavík fær bóndi kr.i30 fyrir fall á fyrsta flokks tvævetra nauti. Dreifingarkerfið er undir stjórn fulltrúa bænda og væri þeim hollt að rannsaka og leita úrbóta á þessum málum. án tafar. Ekki bendir sú á. kvörðun fulltrúa bænda til mikilla fjárhagsvandræða bændastéttarinnar, að greiða árlega 1 prósent af tekjum búanda til byggingar og rekst urs hótels í Reykjavík. Benda allar líkur til að greiðslur þessar muni halda áfram um langa framtíð og litlar líkur eru á því að bændur fái þetta ORÐSENDING til væntanlegra áskrifenda. Eins og sjá má á þessu blaði er nokkuð stór hluti þess samfellt efni, þannig að ef menn ætla sér að njóta þes og telja það þess virði, er nauðsynlegt að fá blaðið frá upphafi. Skal á það bent, að í næsta blaði hefjast þættir úr æviminn- ingum Sir’ Anthony Eden. Efni þetta slitnar úr samhengi ef blöð falla úr og kemur því ekki að fullum notum. Með því að gerast áskrifandi gefst tækifæri á að fá blaðið ódýrara, og er það þó 1/3 ódýrara en önnur vikublöo. Sérstaklega skal fólki, sem á börn, bent á að halda mannkyns- sögunni saman, þar sem hún er mjög fræðandi og aðgengileg til lesturs. Áskriftargjaldið má greiða í tvennu lagi.

x

Nýr Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.